Ofboðslega frægur Sara Oskarsson skrifar 28. október 2024 13:01 Orðið frægur er skilgreint sem mjög þekktur, víðkunnur í Íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar. Spyrji maður ChatGPT hvað orðið þýðir segir: „Orðið frægur á íslensku þýðir þekktur, nafnkenndur eða vinsæll. Það er notað til að lýsa einhverjum eða einhverju sem margir vita af, oft vegna afreka, hæfileika eða athafna.” Umræðan um frægt fólk í framboði til næstkomandi Alþingiskosninga hefur verið skautuð. Sumum finnst það hið besta mál að þjóðþekktir einstaklingur úr öðrum starfsstéttum en stjórnmálum bjóði fram krafta sína á þingi. Öðrum finnst í því mengi offramboð af einstaklingum sem tilheyra ákveðinni óskilgreindri elítu Íslands. Venjulegt fólk En hvernig sem á það er litið, þá er það að vera frægur undantekningin frekar en reglan. Ef að allir væru frægir þá væri enginn frægur. Að vera þekkt andlit sker sig vitanlega úr hópnum. Tilgangur og markmið þeirrar vinnu sem fer fram á Alþingi á að vera í þágu allrar þjóðarinnar. Þess vegna er það mikilvægt að þangað inn veljist ekki síst venjulegt fólk: Fólk á ólíkum aldri, af öllum kynjum, öllum félagsaðstæðum, frá ólíkum trúfélögum. Fólk með fatlanir. Einstæð foreldri, fólk af ólíkum uppruna og litarhætti, fólk frá Póllandi, enda um 5% þjóðarinnar af pólskum uppruna. Um 20% þjóðarinnar er af erlendum uppruna og ef að spegla ætti það hlutfall í samsetningu þingheims væru um 9 þingmenn af erlendum uppruna. Blessuð jólin? Eðlilegt væri að á Alþingi starfi fólk sem þekkir veruleikann að þurfa að velja úr hvaða reikninga á að borga við hver mánaðamót. Fólk sem veit hvernig það er að hafa ekki efni á að sækja lyfin sín. Fólk sem þekkir það að kvíða jólahátíðinni vegna þess að það hefur ekki efni á að kaupa jólagjafir fyrir börnin sín eða barnabörn. Fólk sem þekkir á eigin skinni hvaða áhrif ákvarðanatakan inni í þessum gamla gyllta sal hefur á þá sem raunverulega halda þessu samfélagi gangandi. Fólk sem hefur unnið árum saman við þrif og fengið fyrir last og nánasarlegt daglegt brauð. Samsetning þingheims ætti að langmestu leyti að endurspegla þjóðina sem á að þjóna og fólkinu, sem þingheimur starfar í umboði fyrir. Grunngildin Við Píratar störfum út frá grunngildum okkar. Þar segir m.a.: „Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.” og „Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.” Alþingi á að endurspegla þverskurð af þjóðinni sjálfri. Til þess að svo sé þurfa raddir úr öllum rönnum að heyrist inni í þingsal. Í framboð hjá okkur Pírötum er einmitt slíkur dýnamískur hópur úr ólíkum stéttum og stöðum þjóðfélagsins. Gerum Alþingi að lifandi vinnustað þar sem við öll eigum okkur málsvara. Kjósum öðruvísi. Kjósum Pírata. Höfundur er í framboði í 5. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata. Hér má lesa Grunnstefnu Pírata í fullri lengd: https://piratar.is/s. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Oskarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Orðið frægur er skilgreint sem mjög þekktur, víðkunnur í Íslenskri nútímamálsorðabók Árnastofnunar. Spyrji maður ChatGPT hvað orðið þýðir segir: „Orðið frægur á íslensku þýðir þekktur, nafnkenndur eða vinsæll. Það er notað til að lýsa einhverjum eða einhverju sem margir vita af, oft vegna afreka, hæfileika eða athafna.” Umræðan um frægt fólk í framboði til næstkomandi Alþingiskosninga hefur verið skautuð. Sumum finnst það hið besta mál að þjóðþekktir einstaklingur úr öðrum starfsstéttum en stjórnmálum bjóði fram krafta sína á þingi. Öðrum finnst í því mengi offramboð af einstaklingum sem tilheyra ákveðinni óskilgreindri elítu Íslands. Venjulegt fólk En hvernig sem á það er litið, þá er það að vera frægur undantekningin frekar en reglan. Ef að allir væru frægir þá væri enginn frægur. Að vera þekkt andlit sker sig vitanlega úr hópnum. Tilgangur og markmið þeirrar vinnu sem fer fram á Alþingi á að vera í þágu allrar þjóðarinnar. Þess vegna er það mikilvægt að þangað inn veljist ekki síst venjulegt fólk: Fólk á ólíkum aldri, af öllum kynjum, öllum félagsaðstæðum, frá ólíkum trúfélögum. Fólk með fatlanir. Einstæð foreldri, fólk af ólíkum uppruna og litarhætti, fólk frá Póllandi, enda um 5% þjóðarinnar af pólskum uppruna. Um 20% þjóðarinnar er af erlendum uppruna og ef að spegla ætti það hlutfall í samsetningu þingheims væru um 9 þingmenn af erlendum uppruna. Blessuð jólin? Eðlilegt væri að á Alþingi starfi fólk sem þekkir veruleikann að þurfa að velja úr hvaða reikninga á að borga við hver mánaðamót. Fólk sem veit hvernig það er að hafa ekki efni á að sækja lyfin sín. Fólk sem þekkir það að kvíða jólahátíðinni vegna þess að það hefur ekki efni á að kaupa jólagjafir fyrir börnin sín eða barnabörn. Fólk sem þekkir á eigin skinni hvaða áhrif ákvarðanatakan inni í þessum gamla gyllta sal hefur á þá sem raunverulega halda þessu samfélagi gangandi. Fólk sem hefur unnið árum saman við þrif og fengið fyrir last og nánasarlegt daglegt brauð. Samsetning þingheims ætti að langmestu leyti að endurspegla þjóðina sem á að þjóna og fólkinu, sem þingheimur starfar í umboði fyrir. Grunngildin Við Píratar störfum út frá grunngildum okkar. Þar segir m.a.: „Píratar leggja áherslu á gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir.” og „Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni, og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar.” Alþingi á að endurspegla þverskurð af þjóðinni sjálfri. Til þess að svo sé þurfa raddir úr öllum rönnum að heyrist inni í þingsal. Í framboð hjá okkur Pírötum er einmitt slíkur dýnamískur hópur úr ólíkum stéttum og stöðum þjóðfélagsins. Gerum Alþingi að lifandi vinnustað þar sem við öll eigum okkur málsvara. Kjósum öðruvísi. Kjósum Pírata. Höfundur er í framboði í 5. sæti í Reykjavík suður fyrir Pírata. Hér má lesa Grunnstefnu Pírata í fullri lengd: https://piratar.is/s.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun