„Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. október 2024 23:15 Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listamaður, og Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins. Vísir/Vilhelm „Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“ Þetta skrifar Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listamaður, á Facebook-síðu sinni sem viðbrögð við grein Snorra Mássonar, frambjóðanda Miðflokksins, sem var birt í dag. Í greininni segir Snorri að Hallgrímur hafi gripið til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga í ræðu sinni á föstudaginn í Vikunni, þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV, sem fór eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Útlendingar eigi skilið virðingu í okkar samfélagi Í ræðunni vísaði Hallgrímur til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali að varast beri mikla blöndun menningarheima. Hallgrímur gagnrýndi Bjarna og sagði útlendinga eiga skilið virðingu í samfélagi okkar. Snorri skrifar í grein sinni að á Íslandi sé „augljóst og alvarlegt útlendingavandamál“ og vísar til stöðu íslenska tungumálsins hjá nýbúum. „Góðu fólki mislíkar það af hugmyndafræðilegum ástæðum að kenna vandamál við hópa sem gætu talist jaðarsettir í einhverjum skilningi. Ef það hjálpar því fólki í gegnum þessa umræðu að firra útlendinga allri ábyrgð á að læra tungumálið í því landi sem þeir flytjast til, getum við gert það hér fyrir sakir umræðunnar,“ skrifaði Snorri. „Ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar“ Hallgrímur deildi myndskeiði af annarri ræðu sinni í þætti Gísla og sagðist vera búinn að svara gagnrýni Snorra með þeim orðum sem komu fram þar. „Síðustu helgi var ég í messu af því að dóttir mín var að syngja í messu í Langholtskirkju. Þegar ég var nýbúinn að leggja frá mér símann þá segir presturinn: Og við biðjum fyrir öllu því fólki sem nú býður sig fram til stjórnmála. Það fyrsta sem kom upp í hugann á mér var Sigríður Andersen. Allt í einu var ég þarna: Við biðjum fyrir Sigríði Andersen sem nú fetar nýja slóð og Snorra Mássyni ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar.“ Logi Pedro segir Snorra vita betur Fleiri hafa brugðist við skrifum Snorra en Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður skrifaði athugasemd við færslu Snorra þar sem hann deildi greininni sinni. „Það er svo hlaðið að segja að vandinn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir sé „útlendingavandamál“. Eins og vandinn liggi ekki í hinu stafræna, í fjármagni til íslenskukennslu, í smæð þjóðarinnar og öllu hinu. Fyrir utan það að Bjarni var ekki að einskorða sín aumu orð við íslenskuna. Og auðvitað ætti forsætisráðherra ekki að tala svona niður til þeirra sem eru afsprengi „blandaðra“ heimila,“ skrifaði Logi. Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður.66°Norður Logi bætti við að ef málið á að snúast um íslenskuna að þá séu til skilvirkari leiðir til að styðja hana en að merkja þetta sem útlendingavanda og að Snorri viti betur. Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. 20. október 2024 10:41 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Þetta skrifar Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listamaður, á Facebook-síðu sinni sem viðbrögð við grein Snorra Mássonar, frambjóðanda Miðflokksins, sem var birt í dag. Í greininni segir Snorri að Hallgrímur hafi gripið til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga í ræðu sinni á föstudaginn í Vikunni, þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV, sem fór eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Útlendingar eigi skilið virðingu í okkar samfélagi Í ræðunni vísaði Hallgrímur til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali að varast beri mikla blöndun menningarheima. Hallgrímur gagnrýndi Bjarna og sagði útlendinga eiga skilið virðingu í samfélagi okkar. Snorri skrifar í grein sinni að á Íslandi sé „augljóst og alvarlegt útlendingavandamál“ og vísar til stöðu íslenska tungumálsins hjá nýbúum. „Góðu fólki mislíkar það af hugmyndafræðilegum ástæðum að kenna vandamál við hópa sem gætu talist jaðarsettir í einhverjum skilningi. Ef það hjálpar því fólki í gegnum þessa umræðu að firra útlendinga allri ábyrgð á að læra tungumálið í því landi sem þeir flytjast til, getum við gert það hér fyrir sakir umræðunnar,“ skrifaði Snorri. „Ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar“ Hallgrímur deildi myndskeiði af annarri ræðu sinni í þætti Gísla og sagðist vera búinn að svara gagnrýni Snorra með þeim orðum sem komu fram þar. „Síðustu helgi var ég í messu af því að dóttir mín var að syngja í messu í Langholtskirkju. Þegar ég var nýbúinn að leggja frá mér símann þá segir presturinn: Og við biðjum fyrir öllu því fólki sem nú býður sig fram til stjórnmála. Það fyrsta sem kom upp í hugann á mér var Sigríður Andersen. Allt í einu var ég þarna: Við biðjum fyrir Sigríði Andersen sem nú fetar nýja slóð og Snorra Mássyni ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar.“ Logi Pedro segir Snorra vita betur Fleiri hafa brugðist við skrifum Snorra en Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður skrifaði athugasemd við færslu Snorra þar sem hann deildi greininni sinni. „Það er svo hlaðið að segja að vandinn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir sé „útlendingavandamál“. Eins og vandinn liggi ekki í hinu stafræna, í fjármagni til íslenskukennslu, í smæð þjóðarinnar og öllu hinu. Fyrir utan það að Bjarni var ekki að einskorða sín aumu orð við íslenskuna. Og auðvitað ætti forsætisráðherra ekki að tala svona niður til þeirra sem eru afsprengi „blandaðra“ heimila,“ skrifaði Logi. Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður.66°Norður Logi bætti við að ef málið á að snúast um íslenskuna að þá séu til skilvirkari leiðir til að styðja hana en að merkja þetta sem útlendingavanda og að Snorri viti betur.
Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. 20. október 2024 10:41 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. 20. október 2024 10:41