Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 29. október 2024 10:15 Undanfarna mánuði hafa málefni útlendinga verið mikið í deiglunni og heilu stjórnmálaflokkarnir blásið þennan heildar málaflokk sem vandamál. Það er nýnæmi í stjórnmálaumræðu á Íslandi að flokkar ætla að keyra kosningabaráttu út frá þessari umræðu. Miðflokkurinn nær þarna nokkru flugi og nýstofnaður Lýðveldisflokkur ætlar sérstaklega að kasta veiðifærum sínum á þessi mið. Það er sama hver beitan er, allt er gert í þeirri von að kjósendur bíti á agnið. Sjálfstæðisflokkurinn sér þarna tækifæri og ekki kemur heldur Flokkur Fólksins á óvart. Við eigum að varast það að frambjóðendur til Alþingis nýta sér upplýsingaóreiðu og afvegaleiða umræðuna til að næla sér í atkvæði, grugga vatnið og henda svo færinu út. Við þurfum átta okkur á að t.d. innflytjendur og hælisleitendur eru tveir ólíkir hópar, þó svo að sumir vilja samsama þá tvo í einn stóran hóp og gera hann tortryggilegan. Að stunda slíka pólitík hefur neikvæð áhrif á alla sem eru af erlendu bergi brotnu. Þar erum við að tala um fólk sem kemur hingað til lands til að vinna, borga skatta og taka virkan þátt í samfélaginu og börn þeirra, sem hafa jafnvel búið hér allt sitt líf. Að ná atkvæðum með upplýsingaóreiðu og að búa til ímyndaðan óvin þjóðar er vafasamur heiður sem fæst á kostnað fólks sem kemur hingað í góðri trú og stuðlar að velmegun samfélags. Vöxtur og velferð Íslenska hagkerfið hefur á undanförnum árum og áratugum sýnt fram á að það þarf á erlendu vinnuafli að halda til að mæta vaxandi þörfum atvinnulífsins. Þetta hefur ekki síst komið fram í greinum eins og ferðaþjónustu, byggingariðnaði, heilbrigðisþjónustu og landbúnaði, þar sem umframeftirspurn eftir vinnuafli hefur verið við líði hér á landi. Við þurfum fjölbreytni og sveigjanleika á vinnumarkaði til að viðhalda hagvexti og efnahagslegum stöðugleika. Ein helsta ástæða þess að Ísland treystir á erlent vinnuafl er að fjölgun landsmanna nær ekki að fylgja hraða vaxandi atvinnugreina. Við búum í litlu landi með takmörkuðum mannfjölda, og vinnuafl innanlands hefur ekki dugað til að fullnægja þörfum margra atvinnugreina. Erlendir starfsmenn hafa því komið til landsins til að fylla þau störf sem annars væru ómönnuð, og þar með stuðlað að áframhaldandi hagvexti og framþróun. Árið 2004 voru erlendir ríkisborgar hér á landi 7% af mannfjölda en í dag eru það 21%. Það var á ofanverðri síðustu öld sem það jókst að fólk fór að flytja hingað til lands til að vinna aðallega við íslenskan sjávarútveg. Alveg síðan hefur hlutfall íbúa sem eru að erlendu bergi brotnir hefur aukist jafn og þétt um landið. Til dæmis á Vestfjörðum er þriðja kynslóð þeirra að vaxa úr grasi og taka virkan þátt í okkar samfélagi og atvinnulífi. Aukin samkeppnishæfni okkar Erlent vinnuafl hefur einnig haft mikil áhrif á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Það hefur gefið fyrirtækjum tækifæri til að auka framleiðslugetu sína og svara eftirspurn á mörgum sviðum. Án erlends vinnuafls gæti íslenskt hagkerfi staðið frammi fyrir alvarlegri stöðnun, þar sem fyrirtæki myndu ekki geta nýtt tækifærin sem fylgja vaxandi ferðaþjónustu og vexti á öðrum sviðum. Rétt skal vera rétt Við megum ekki láta afvegaleiða okkur í umræðunni. Við verðum að vera vakandi fyrir auknum rasisma og þá eru öll þjóðarbrot undir. Helsta þrætueplið er hælisleitendakerfið, sem hefur vaxið og mikilvægt er að ná jafnvægi í því. Við í ríkisstjórninni höfum náð fram lagabreytingum sem styrkja lagaumhverfið og stuðla að því að innviðir okkar ráði við aukið magn hælisleitenda. Við erum hluti af alþjóðlegum samningum eins og flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og Ísland gerðist aðili að Dyflinnarsamningnum árið 2001. Fjöldi samþykktra umsókna hælisleitenda hér á landi hefur lengst af verið undir evrópumeðaltali, en sú aukning sem hefur orðið á síðustu árum er að langstærstum hluta frá Úkraínu og Venesúela. Rétt ber að nefna að um er að ræða hópa sem allir flokkar á Alþingi samþykktu að taka skilyrðislaust á móti. Við höfum þó náð talsverðum breytingum á heildarsýn í málefnum útlendinga og síðan þá hefur dregið verulega úr samþykktum á umsóknum hælisleitenda. Rykinu blásið upp Það er ástæða til að óttast að nú í kosningabaráttunni verði rykinu blásið upp og útlendingaandúð muni vaxa. Við horfum hneyksluð til Bandaríkjanna, þar sem umræður um sama málefni fá óhindrað að lifa í kosningabaráttunni um Hvíta Húsið.. Þar er ekki hikað við að beita röngum staðhæfingum eins og gæludýraáti og aukinni glæpatíðni til að sópa til sín atkvæðum á kostnað allra innflytjenda. Slík barátta hugnast okkur í Framsókn ekki. Sýnum skynsemi og lítum okkur nær. Hvar eru útlendingar að þvælast fyrir á þessu landi? Er það í innsta hring fjölskyldna okkar eða á hjúkrunarheimilum þar sem þeir annast foreldra okkar? Kjósum með fjölbreytileikanum og munum að hann ber heilu landsvæðin uppi. Höfundur situr í þriðja sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Innflytjendamál Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa málefni útlendinga verið mikið í deiglunni og heilu stjórnmálaflokkarnir blásið þennan heildar málaflokk sem vandamál. Það er nýnæmi í stjórnmálaumræðu á Íslandi að flokkar ætla að keyra kosningabaráttu út frá þessari umræðu. Miðflokkurinn nær þarna nokkru flugi og nýstofnaður Lýðveldisflokkur ætlar sérstaklega að kasta veiðifærum sínum á þessi mið. Það er sama hver beitan er, allt er gert í þeirri von að kjósendur bíti á agnið. Sjálfstæðisflokkurinn sér þarna tækifæri og ekki kemur heldur Flokkur Fólksins á óvart. Við eigum að varast það að frambjóðendur til Alþingis nýta sér upplýsingaóreiðu og afvegaleiða umræðuna til að næla sér í atkvæði, grugga vatnið og henda svo færinu út. Við þurfum átta okkur á að t.d. innflytjendur og hælisleitendur eru tveir ólíkir hópar, þó svo að sumir vilja samsama þá tvo í einn stóran hóp og gera hann tortryggilegan. Að stunda slíka pólitík hefur neikvæð áhrif á alla sem eru af erlendu bergi brotnu. Þar erum við að tala um fólk sem kemur hingað til lands til að vinna, borga skatta og taka virkan þátt í samfélaginu og börn þeirra, sem hafa jafnvel búið hér allt sitt líf. Að ná atkvæðum með upplýsingaóreiðu og að búa til ímyndaðan óvin þjóðar er vafasamur heiður sem fæst á kostnað fólks sem kemur hingað í góðri trú og stuðlar að velmegun samfélags. Vöxtur og velferð Íslenska hagkerfið hefur á undanförnum árum og áratugum sýnt fram á að það þarf á erlendu vinnuafli að halda til að mæta vaxandi þörfum atvinnulífsins. Þetta hefur ekki síst komið fram í greinum eins og ferðaþjónustu, byggingariðnaði, heilbrigðisþjónustu og landbúnaði, þar sem umframeftirspurn eftir vinnuafli hefur verið við líði hér á landi. Við þurfum fjölbreytni og sveigjanleika á vinnumarkaði til að viðhalda hagvexti og efnahagslegum stöðugleika. Ein helsta ástæða þess að Ísland treystir á erlent vinnuafl er að fjölgun landsmanna nær ekki að fylgja hraða vaxandi atvinnugreina. Við búum í litlu landi með takmörkuðum mannfjölda, og vinnuafl innanlands hefur ekki dugað til að fullnægja þörfum margra atvinnugreina. Erlendir starfsmenn hafa því komið til landsins til að fylla þau störf sem annars væru ómönnuð, og þar með stuðlað að áframhaldandi hagvexti og framþróun. Árið 2004 voru erlendir ríkisborgar hér á landi 7% af mannfjölda en í dag eru það 21%. Það var á ofanverðri síðustu öld sem það jókst að fólk fór að flytja hingað til lands til að vinna aðallega við íslenskan sjávarútveg. Alveg síðan hefur hlutfall íbúa sem eru að erlendu bergi brotnir hefur aukist jafn og þétt um landið. Til dæmis á Vestfjörðum er þriðja kynslóð þeirra að vaxa úr grasi og taka virkan þátt í okkar samfélagi og atvinnulífi. Aukin samkeppnishæfni okkar Erlent vinnuafl hefur einnig haft mikil áhrif á samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Það hefur gefið fyrirtækjum tækifæri til að auka framleiðslugetu sína og svara eftirspurn á mörgum sviðum. Án erlends vinnuafls gæti íslenskt hagkerfi staðið frammi fyrir alvarlegri stöðnun, þar sem fyrirtæki myndu ekki geta nýtt tækifærin sem fylgja vaxandi ferðaþjónustu og vexti á öðrum sviðum. Rétt skal vera rétt Við megum ekki láta afvegaleiða okkur í umræðunni. Við verðum að vera vakandi fyrir auknum rasisma og þá eru öll þjóðarbrot undir. Helsta þrætueplið er hælisleitendakerfið, sem hefur vaxið og mikilvægt er að ná jafnvægi í því. Við í ríkisstjórninni höfum náð fram lagabreytingum sem styrkja lagaumhverfið og stuðla að því að innviðir okkar ráði við aukið magn hælisleitenda. Við erum hluti af alþjóðlegum samningum eins og flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og Ísland gerðist aðili að Dyflinnarsamningnum árið 2001. Fjöldi samþykktra umsókna hælisleitenda hér á landi hefur lengst af verið undir evrópumeðaltali, en sú aukning sem hefur orðið á síðustu árum er að langstærstum hluta frá Úkraínu og Venesúela. Rétt ber að nefna að um er að ræða hópa sem allir flokkar á Alþingi samþykktu að taka skilyrðislaust á móti. Við höfum þó náð talsverðum breytingum á heildarsýn í málefnum útlendinga og síðan þá hefur dregið verulega úr samþykktum á umsóknum hælisleitenda. Rykinu blásið upp Það er ástæða til að óttast að nú í kosningabaráttunni verði rykinu blásið upp og útlendingaandúð muni vaxa. Við horfum hneyksluð til Bandaríkjanna, þar sem umræður um sama málefni fá óhindrað að lifa í kosningabaráttunni um Hvíta Húsið.. Þar er ekki hikað við að beita röngum staðhæfingum eins og gæludýraáti og aukinni glæpatíðni til að sópa til sín atkvæðum á kostnað allra innflytjenda. Slík barátta hugnast okkur í Framsókn ekki. Sýnum skynsemi og lítum okkur nær. Hvar eru útlendingar að þvælast fyrir á þessu landi? Er það í innsta hring fjölskyldna okkar eða á hjúkrunarheimilum þar sem þeir annast foreldra okkar? Kjósum með fjölbreytileikanum og munum að hann ber heilu landsvæðin uppi. Höfundur situr í þriðja sæti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar