Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar 30. október 2024 12:02 Heilaslag er algengt neyðartilfelli sem ber að bregðast við án tafar. Ef heilaslag á sér stað er mikilvægt að einstaklingur komist á spítala sem fyrst því læknismeðferð þarf að veita innan ákveðins tímaramma. Á hverri mínútu eftir að slag á sér stað deyja tæplega tvær milljónir heilafruma. Allir þjónustuaðilar, frá sjúkraflutningafólki til þeirra sem veita bráðaþjónustu, eru meðvitaðir um að snör viðbrögð skipta sköpum. Bráðaþjónusta hefur einmitt verið uppbyggð samkvæmt þessari hugmyndarfræði og þegar upplýsingar berast til starfsfólks Landsspítala um „Slag innan tímamarka” ýtir það af stað hröðu og skilvirku meðferðarferil. Þessi viðbrögð eru æfð af viðbragðsaðilum og er meginmarkmiðið að samhæfa þau til að spara tíma og þar með bjarga heilafrumum og færni. Þó að bráðameðferð sé skilvirk nýtist hún ekki sem skildi ef fólk kemst ekki nægilega fljótt á sjúkrahús þar sem það hlýtur viðeigandi meðferð. Þess vegna hefur verið hrundið af stað átaki til að fræða fólk hér á landi um einkenni heilaslags. Starfsfólk taugalækningardeildar Landspítala hafði frumkvæði af átakinu með verkefni sem kallast FAST hetjurnar. Um er að ræða skólverkefni fyrir 5-9 ára börn þar sem kennarar kenna börnunum einkenni heilaslags og hvernig á að bregðast við þeim. Börnin kenna svo mömmum sínum og pöbbum, ömmum, öfum og fólkinu í kringum sig um einkennin, þannig næst að fræða alla fjölskylduna í gegnum börnin. Röng fyrstu viðbrögð Einkenni heilaslags eru skyndileg andlitslömun, lömun í útlim og taltruflunum, verði einhverra þessara einkenna vart skal hringja strax í 112. Því miður gera allt að 80% slagsjúklinga sér ekki grein fyrir að þeir séu að fá heilaslag og hjá 70% þeirra eru fyrstu viðbrögð að hringja í náin aðstandanda í stað þess að hringja strax á sjúkrabíl. Þegar aðstandendur svara mæla þeir langoftast með að fólk hvíli sig og sjái til. Þetta má hugsanlega rekja til þess að í flestu tilfellum er heilaslag verkjalaust, annað en til dæmi hjartaáfall og hringir það því ekki sömu viðvörunarbjöllum hjá fólki. Nú þegar hafa þúsundir barna lært um FAST hetjurnar í yfir 80 íslenskum skólum. FAST hetjurnar eru þó ekki einungis kenndar hér á Íslandi, yfir 500 þúsund börn um víða veröld hafa lært einkenni heilaslags og viðbrögð við þeim í gegnum hetjurar, allt frá Grikklandi til Singapúr, í Búlgaríu, Suður-Afríku, í Tælandi, Póllandi og á Ítalíu og mörgum öðrum löndum. En sama hvar í heiminum námsefnið er kennt, er markmiðið alltaf það sama: að auka þekkingu á heilaslagi og koma í veg fyrir töf á bráðaaðstoð. Þekkingin könnuð Til að skoða þekkingu Íslendinga á FAST-hetjunum, einkennum heilaslags og fyrstu viðbrögðum var send út könnun á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í ágúst á síðasta ári. Svarhlutfall könnunarinnar var mjög gott en alls svöruðu 953 manns á aldrinum 20-70 Frumniðurstöður sýna að rúmlega 50% þátttakenda eru sammála eða mjög sammála því að þau geti lýst fyrir starfsfólki Neyðarlínunnar ef einhver í kringum þau eru að fá heilaslag , 47% segjast sammála eða mjög sammála því að þau þekki helstu einkenni heilaslags og get borið kennsl á þau. Þá segjast 42% vera sammála eða mjög sammála því að þau viti hvernig skuli bregðast við ef einhver er að fá heilaslag og 31% eru sammála eða mjög sammála að þau geta frætt vini og vandamenn um helstu einkenni heilaslags. Þesar tölur sýna okkur að við stöndum vel miðað við mörg önnur lönd hvað varðar þekkingu á einkennum heilaslags en einnig er augljóst að bæta má þekkinguna enn frekar. Einnig sýna niðurstöður könnunarinnar að fræðslu skortir varðandi áhættuþætti heilaslags og hvernig minnka má líkur á því. Einungis 22,5% svarenda nefndu til dæmis hækkaðan blóðþrýsting sem áhættuþátt, rn hár blóðþrýstingur er stærsti áhættuþáttur heilaslags og getur tvöfaldað líkurnar. Það er því mikilvægt að auka þekkingu á bæði einkennum heilaslags og áhættuþætti þess. Hreyfing, mataræði og reykingar auka áhættuna til dæmis gríðarlega, en þessa þætti má auðveldlega hafa áhrif á með breyttum lífsstíl. 29. október er alþjóðlegi slagdagurinn og því nota ég tækifærið til að minna á einkenni og áhættuþætti heilaslags, Einnig minni ég á FAST hetjurnar og hvet alla kennara 5-9 ára barna til að taka þátt. Verkefnið er auðelt í kennslu og það er ókeypist fyrir kennara, skóla og nemendur. Í lok þess árs verður könnunin sem rædd var hér að ofan endurtekin, þá skulum við vera búin að auka þekkingu okkar enn frekar, saman getum við bjargað mannslífum. Höfundur er forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og endurhæfingarsjúklinga á Landspítala háskólasjúkrahúsi og verkefnastjóri FAST verkefnisins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Heilaslag er algengt neyðartilfelli sem ber að bregðast við án tafar. Ef heilaslag á sér stað er mikilvægt að einstaklingur komist á spítala sem fyrst því læknismeðferð þarf að veita innan ákveðins tímaramma. Á hverri mínútu eftir að slag á sér stað deyja tæplega tvær milljónir heilafruma. Allir þjónustuaðilar, frá sjúkraflutningafólki til þeirra sem veita bráðaþjónustu, eru meðvitaðir um að snör viðbrögð skipta sköpum. Bráðaþjónusta hefur einmitt verið uppbyggð samkvæmt þessari hugmyndarfræði og þegar upplýsingar berast til starfsfólks Landsspítala um „Slag innan tímamarka” ýtir það af stað hröðu og skilvirku meðferðarferil. Þessi viðbrögð eru æfð af viðbragðsaðilum og er meginmarkmiðið að samhæfa þau til að spara tíma og þar með bjarga heilafrumum og færni. Þó að bráðameðferð sé skilvirk nýtist hún ekki sem skildi ef fólk kemst ekki nægilega fljótt á sjúkrahús þar sem það hlýtur viðeigandi meðferð. Þess vegna hefur verið hrundið af stað átaki til að fræða fólk hér á landi um einkenni heilaslags. Starfsfólk taugalækningardeildar Landspítala hafði frumkvæði af átakinu með verkefni sem kallast FAST hetjurnar. Um er að ræða skólverkefni fyrir 5-9 ára börn þar sem kennarar kenna börnunum einkenni heilaslags og hvernig á að bregðast við þeim. Börnin kenna svo mömmum sínum og pöbbum, ömmum, öfum og fólkinu í kringum sig um einkennin, þannig næst að fræða alla fjölskylduna í gegnum börnin. Röng fyrstu viðbrögð Einkenni heilaslags eru skyndileg andlitslömun, lömun í útlim og taltruflunum, verði einhverra þessara einkenna vart skal hringja strax í 112. Því miður gera allt að 80% slagsjúklinga sér ekki grein fyrir að þeir séu að fá heilaslag og hjá 70% þeirra eru fyrstu viðbrögð að hringja í náin aðstandanda í stað þess að hringja strax á sjúkrabíl. Þegar aðstandendur svara mæla þeir langoftast með að fólk hvíli sig og sjái til. Þetta má hugsanlega rekja til þess að í flestu tilfellum er heilaslag verkjalaust, annað en til dæmi hjartaáfall og hringir það því ekki sömu viðvörunarbjöllum hjá fólki. Nú þegar hafa þúsundir barna lært um FAST hetjurnar í yfir 80 íslenskum skólum. FAST hetjurnar eru þó ekki einungis kenndar hér á Íslandi, yfir 500 þúsund börn um víða veröld hafa lært einkenni heilaslags og viðbrögð við þeim í gegnum hetjurar, allt frá Grikklandi til Singapúr, í Búlgaríu, Suður-Afríku, í Tælandi, Póllandi og á Ítalíu og mörgum öðrum löndum. En sama hvar í heiminum námsefnið er kennt, er markmiðið alltaf það sama: að auka þekkingu á heilaslagi og koma í veg fyrir töf á bráðaaðstoð. Þekkingin könnuð Til að skoða þekkingu Íslendinga á FAST-hetjunum, einkennum heilaslags og fyrstu viðbrögðum var send út könnun á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í ágúst á síðasta ári. Svarhlutfall könnunarinnar var mjög gott en alls svöruðu 953 manns á aldrinum 20-70 Frumniðurstöður sýna að rúmlega 50% þátttakenda eru sammála eða mjög sammála því að þau geti lýst fyrir starfsfólki Neyðarlínunnar ef einhver í kringum þau eru að fá heilaslag , 47% segjast sammála eða mjög sammála því að þau þekki helstu einkenni heilaslags og get borið kennsl á þau. Þá segjast 42% vera sammála eða mjög sammála því að þau viti hvernig skuli bregðast við ef einhver er að fá heilaslag og 31% eru sammála eða mjög sammála að þau geta frætt vini og vandamenn um helstu einkenni heilaslags. Þesar tölur sýna okkur að við stöndum vel miðað við mörg önnur lönd hvað varðar þekkingu á einkennum heilaslags en einnig er augljóst að bæta má þekkinguna enn frekar. Einnig sýna niðurstöður könnunarinnar að fræðslu skortir varðandi áhættuþætti heilaslags og hvernig minnka má líkur á því. Einungis 22,5% svarenda nefndu til dæmis hækkaðan blóðþrýsting sem áhættuþátt, rn hár blóðþrýstingur er stærsti áhættuþáttur heilaslags og getur tvöfaldað líkurnar. Það er því mikilvægt að auka þekkingu á bæði einkennum heilaslags og áhættuþætti þess. Hreyfing, mataræði og reykingar auka áhættuna til dæmis gríðarlega, en þessa þætti má auðveldlega hafa áhrif á með breyttum lífsstíl. 29. október er alþjóðlegi slagdagurinn og því nota ég tækifærið til að minna á einkenni og áhættuþætti heilaslags, Einnig minni ég á FAST hetjurnar og hvet alla kennara 5-9 ára barna til að taka þátt. Verkefnið er auðelt í kennslu og það er ókeypist fyrir kennara, skóla og nemendur. Í lok þess árs verður könnunin sem rædd var hér að ofan endurtekin, þá skulum við vera búin að auka þekkingu okkar enn frekar, saman getum við bjargað mannslífum. Höfundur er forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og endurhæfingarsjúklinga á Landspítala háskólasjúkrahúsi og verkefnastjóri FAST verkefnisins á Íslandi.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun