Skora á Höllu að stoppa Bjarna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2024 12:29 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á fundi forseta Íslands á dögunum í aðdraganda þingrofs. Vísir/Vilhelm Sex náttúru- og dýraverndarsamtök skora á forseta Íslands að stöðva áform Bjarna Benediktssonar að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. Þetta kemur fram í áskorun sem Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, sendir til fjölmiðla. Ekki kemur fram í áskoruninni hvernig samtökin ætlast til þess að Halla forseti grípi inn í. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og matvælaráðherra upplýsti í síðustu viku um að hvalveiðafyrirtækið Hvalur hf. sem er að hluta í eigu Kristjáns Loftssonar hefði skilað inn umsókn um hvalveiði. Umsóknin yrði tekin til umfjöllunar í matvælaráðuneytinu. Formaður VG sagði vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. „Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ sagði Svandís, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra, sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Að neðan má sjá áskorun Hvalavina til forseta Íslands. Kæra frú forseti Halla Tómasdóttir, Við biðlum til þín að stíga inn í og reyna að beita þínu áhrifavaldi til stöðva þau áform forsætisráðherra að ætla að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. Við teljum þetta vera misbeitingu valds og langt út fyrir það verkefni sem þú samþykktir og gafst út, 15. október síðastliðinn, að starfsstjórn ætti einungis að gegna þeim störfum sem NAUÐSYNLEG eru við stjórn landsins. Kannanir sýna að meirihluti landsmanna er á móti hvalveiðum. Þetta snýst því ekki einungis um viðkvæma hvalastofna og vernd þeirra heldur einnig um lýðræði og vilja Íslendinga. Undirrituð samtök skora á forseta Íslands að ítreka fyrri yfirlýsingu um að verkefni starfsstjórnar sé að gegna nauðsynlegum störfum eins og að afgreiða fjárlög. Ekki að taka umdeildar stefnumótandi ákvarðanir um dráp á langreyðum í þágu eins fyrirtækis. Stattu vörð um hvalina og þjóðina. Með fyrirfram þökk, Hvalavinir Landvernd Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök grænkera á Íslandi Samtök um dýravelferð á Íslandi Ungir umhverfissinnar Hvalveiðar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þetta kemur fram í áskorun sem Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, sendir til fjölmiðla. Ekki kemur fram í áskoruninni hvernig samtökin ætlast til þess að Halla forseti grípi inn í. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og matvælaráðherra upplýsti í síðustu viku um að hvalveiðafyrirtækið Hvalur hf. sem er að hluta í eigu Kristjáns Loftssonar hefði skilað inn umsókn um hvalveiði. Umsóknin yrði tekin til umfjöllunar í matvælaráðuneytinu. Formaður VG sagði vendingar í matvælaráðuneytinu og mögulegt leyfi til hvalveiða draga fram hvernig Sjálfstæðisflokkurinn umgangist völd þegar viðnámið sé lítið. Það hljómi sem brandari að líkja útgáfu hvalveiðileyfis við útgáfu ökuskírteinis, líkt og Jón Gunnarsson hafi gert. „Hann [Jón Gunnarsson] talar um að það að gefa út leyfi til þess að veiða hval sé eins og að gefa út ökuskírteini og manni finnst það vera eins og eitthvað grín. En ég held að samfélagið allt hafi áhyggjur af dýravelferðarsjónarmiðum og öðrum sjónarmiðum sem lúta að þessari atvinnugrein,“ sagði Svandís, formaður VG og fyrrverandi matvælaráðherra, sem stöðvaði hvalveiðar í fyrra með umdeildum hætti. Að neðan má sjá áskorun Hvalavina til forseta Íslands. Kæra frú forseti Halla Tómasdóttir, Við biðlum til þín að stíga inn í og reyna að beita þínu áhrifavaldi til stöðva þau áform forsætisráðherra að ætla að gefa út hvalveiðileyfi á lokadögum tímabundinnar starfsstjórnar. Við teljum þetta vera misbeitingu valds og langt út fyrir það verkefni sem þú samþykktir og gafst út, 15. október síðastliðinn, að starfsstjórn ætti einungis að gegna þeim störfum sem NAUÐSYNLEG eru við stjórn landsins. Kannanir sýna að meirihluti landsmanna er á móti hvalveiðum. Þetta snýst því ekki einungis um viðkvæma hvalastofna og vernd þeirra heldur einnig um lýðræði og vilja Íslendinga. Undirrituð samtök skora á forseta Íslands að ítreka fyrri yfirlýsingu um að verkefni starfsstjórnar sé að gegna nauðsynlegum störfum eins og að afgreiða fjárlög. Ekki að taka umdeildar stefnumótandi ákvarðanir um dráp á langreyðum í þágu eins fyrirtækis. Stattu vörð um hvalina og þjóðina. Með fyrirfram þökk, Hvalavinir Landvernd Náttúruverndarsamtök Íslands Samtök grænkera á Íslandi Samtök um dýravelferð á Íslandi Ungir umhverfissinnar
Hvalveiðar Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira