„Ég sé bara íhaldssemi hérna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. október 2024 22:00 Stofnandi Lýðræðisflokksins hafnar því að vera bendlaður við öfgahyggju, og formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn vera að færast til vinstri. Þá þykir formanni Viðreisnar fróðlegt að hlusta á málfutning flokkanna sem best megi lýsa sem „Litla- og Stóra-Miðflokki.“ Leiðtogar flokkanna fjögurra tókust á í líflegum umræðum um stjórnmálin í dag. Einstaklingsfrelsi og íhald, útlendinga- og efnahagsmál, þungunarrof og EES-samningurinn voru meðal þess sem bar á góma í umræðum formannanna sem mættust í Kosningapallborðinu á Vísi. Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar hefur ekki mátt góðu gengi fagna í skoðanakönnunum að undanförnu.Vísir/Vilhelm Formaður Lýðræðisflokksins meðal annars Sjálfstæðisflokkinn um að standa ekki vörð um fullveldi Íslands. „Það er alrangt sem Arnar kemur hér með inn að flokkurinn láti sig ekki varða fullveldi landsins. Þetta eru hins vegar öfgaskoðanir sem hann er að koma með að borðinu, er í raun og veru ekki lengur talsmaður þess lengur að við viljum vera í EES samstarfinu þegar vel er að gáð,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Við þessum ummælum brást Arnar Þór illa. „Ef að formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að hörfa ofan í þá skotgröf gagnvart mér að fara að klína því á mig að ég sé öfgamaður í einhverjum skilningi þá skora ég á formann Sjálfstæðisflokksins að rökstyðja þá fullyrðingu,“ sagði Arnar sem sagði Bjarna ekki túlka málflutning sinn rétt. Formennirnir skutu einnig hver á annan á víxl og sökuðu hina um íhaldssemi og skort á frelsi. Þorgerður sagðist ósammála mörgu því sem kollegar hennar sem einnig voru mættir í settið héldu á lofti.Vísir/Vilhelm „Með fullri virðingu, ég sé bara íhaldssemi hérna mér á hægri hönd og ég veit ekki, ég held að ákallið í dag sé um breytingar, að fara frá því gamla. Það er ekkert endilega ákall um meira íhald heldur en hefur verið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Það er fróðlegt að hlusta á þá félagana í þessum flokkum, Litla eða Stóra Miðflokki eða hvernig þeir vilja skilgreina sig,“ sagði Þorgerður enn fremur og vísaði þar til Arnars og Sigmundar. „Sami breiði flokkurinn“ Sigmundur beindi spjótum sínum einnig að Bjarna. „Þessi gamla skilgreining á hægri og vinstri hún kannski dugar ekki alveg til að skilgreina stjórnmálin eins og þau eru orðin núna. Sjálfstæðisflokkur Bjarna er búinn að sigla til vinstri við okkur þrátt fyrir að við séum bara á sama stað á miðjunni,“ sagði Sigmundur. Sigmundur klórar sér í kollinum á meðan Bjarni fer yfir málin.Vísir/Vilhelm Sjálfur vill Bjarni meina að málflutningur hinna formannanna sé til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn sú breiðfylking sem hann hafi ávallt verið. „Hérna hefurðu heyrt tvo formenn flokka segja, annar segir heyrðu þau eru ekki nógu frjálslynd og svo kemur hinn og segir þau eru ekki nógu íhaldssöm. Við erum ennþá í grundvallaratriðum sami breiði flokkurinn,“ sagði Bjarni. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira
Leiðtogar flokkanna fjögurra tókust á í líflegum umræðum um stjórnmálin í dag. Einstaklingsfrelsi og íhald, útlendinga- og efnahagsmál, þungunarrof og EES-samningurinn voru meðal þess sem bar á góma í umræðum formannanna sem mættust í Kosningapallborðinu á Vísi. Lýðræðisflokkur Arnars Þórs Jónssonar hefur ekki mátt góðu gengi fagna í skoðanakönnunum að undanförnu.Vísir/Vilhelm Formaður Lýðræðisflokksins meðal annars Sjálfstæðisflokkinn um að standa ekki vörð um fullveldi Íslands. „Það er alrangt sem Arnar kemur hér með inn að flokkurinn láti sig ekki varða fullveldi landsins. Þetta eru hins vegar öfgaskoðanir sem hann er að koma með að borðinu, er í raun og veru ekki lengur talsmaður þess lengur að við viljum vera í EES samstarfinu þegar vel er að gáð,“ sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Við þessum ummælum brást Arnar Þór illa. „Ef að formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar sér að hörfa ofan í þá skotgröf gagnvart mér að fara að klína því á mig að ég sé öfgamaður í einhverjum skilningi þá skora ég á formann Sjálfstæðisflokksins að rökstyðja þá fullyrðingu,“ sagði Arnar sem sagði Bjarna ekki túlka málflutning sinn rétt. Formennirnir skutu einnig hver á annan á víxl og sökuðu hina um íhaldssemi og skort á frelsi. Þorgerður sagðist ósammála mörgu því sem kollegar hennar sem einnig voru mættir í settið héldu á lofti.Vísir/Vilhelm „Með fullri virðingu, ég sé bara íhaldssemi hérna mér á hægri hönd og ég veit ekki, ég held að ákallið í dag sé um breytingar, að fara frá því gamla. Það er ekkert endilega ákall um meira íhald heldur en hefur verið,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. „Það er fróðlegt að hlusta á þá félagana í þessum flokkum, Litla eða Stóra Miðflokki eða hvernig þeir vilja skilgreina sig,“ sagði Þorgerður enn fremur og vísaði þar til Arnars og Sigmundar. „Sami breiði flokkurinn“ Sigmundur beindi spjótum sínum einnig að Bjarna. „Þessi gamla skilgreining á hægri og vinstri hún kannski dugar ekki alveg til að skilgreina stjórnmálin eins og þau eru orðin núna. Sjálfstæðisflokkur Bjarna er búinn að sigla til vinstri við okkur þrátt fyrir að við séum bara á sama stað á miðjunni,“ sagði Sigmundur. Sigmundur klórar sér í kollinum á meðan Bjarni fer yfir málin.Vísir/Vilhelm Sjálfur vill Bjarni meina að málflutningur hinna formannanna sé til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé enn sú breiðfylking sem hann hafi ávallt verið. „Hérna hefurðu heyrt tvo formenn flokka segja, annar segir heyrðu þau eru ekki nógu frjálslynd og svo kemur hinn og segir þau eru ekki nógu íhaldssöm. Við erum ennþá í grundvallaratriðum sami breiði flokkurinn,“ sagði Bjarni.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Sjá meira