Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar 31. október 2024 07:31 Þetta er spurning sem ég og eflaust margir Píratar eru spurðir reglulega, enda er þetta mjög góð spurning sem ég velti oft sjálfur fyrir mér. Málið er að enginn annar flokkur er, eins og staðan er núna, raunhæfur kostur. Alvöru breytingar. Þetta sést fyrst og fremst í stefnu Pírata. Of lengi hafa flokkar skipst á að vera í ríkisstjórn án þess að alvöru breytingar séu gerðar. Píratar er einn sá flokkur sem getur komið okkur út úr þessari stöðnun með því að tala hreint út og gera það sem skiptir máli. Til dæmis erum við eini flokkurinn sem vill banna opið sjókvíaeldi. Það hefur neikvæð umhverfisáhrif í fjörðum og er í þessum töluðu orðum að leiða til útrýmingar íslenska laxastofnsins með genablöndun við norskan stofn. Við skiljum samt að mörg störf koma með sjókvíaeldi og því viljum við samhliða banninu veita fyrirtækjum hvata til að færa sig upp á land og þar með varðveita störf sem sjókvíaeldi býður upp á. Lýðræði, ekki geðþóttaákvörðun formanns. Einnig erum við með þá sérstöðu að við erum eini flokkurinn án formanns. Kraftur flokksins kemur frá okkar öflugu grasrót sem hefur áhrif á stefnumál okkar og er með í ferlinu frá A til Ö. Þetta sést best á stefnumótunarferli Pírata. Til dæmis er venjan að hafa opna félagsfundi þar sem hægt er að ræða og leggja til breytingar á stefnumálum flokksins. Eftir það fara mál í kosningu sem allir meðlimir flokksins geta tekið þátt í. Þetta tryggir ekki bara að stefnumál okkar taka tillit til sem flestra aðila heldur líka að stefna flokksins breytist ekki yfir eina nótt á forsendum nýs formanns. Lokaorð Þessi dæmi sem nefnd eru hér, eru bara örfá af mörgum sem hægt væri að nefna varðandi sérstöðu Pírata og má lesa meira um stefnumál Pírata á heimasíðu flokksins. Við erum á mikilvægum tímamótum þar sem þarf að gera breytingar eins og að bæta heilbrigðiskerfið, taka menntakerfið í gegn og svo margt annað. Ég tel að margir flokkar gætu gert góða hluti, en enginn gæti komið með þær nauðsynlegu breytingar sem kerfin þurfa, nema Píratar, enda eru Píratar flokkur sem hefur aldrei tekið á móti fjármunum frá fyrirtækjum og er því ekki bundinn af sérhagsmunum. Flokkur sem hefur það eina markmið að finna bestu lausnina til að leysa vandinn og hjálpa fólki þvert á pólitíska ásinn. Höfundur er framhaldskólanemandi og meðlimur Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þetta er spurning sem ég og eflaust margir Píratar eru spurðir reglulega, enda er þetta mjög góð spurning sem ég velti oft sjálfur fyrir mér. Málið er að enginn annar flokkur er, eins og staðan er núna, raunhæfur kostur. Alvöru breytingar. Þetta sést fyrst og fremst í stefnu Pírata. Of lengi hafa flokkar skipst á að vera í ríkisstjórn án þess að alvöru breytingar séu gerðar. Píratar er einn sá flokkur sem getur komið okkur út úr þessari stöðnun með því að tala hreint út og gera það sem skiptir máli. Til dæmis erum við eini flokkurinn sem vill banna opið sjókvíaeldi. Það hefur neikvæð umhverfisáhrif í fjörðum og er í þessum töluðu orðum að leiða til útrýmingar íslenska laxastofnsins með genablöndun við norskan stofn. Við skiljum samt að mörg störf koma með sjókvíaeldi og því viljum við samhliða banninu veita fyrirtækjum hvata til að færa sig upp á land og þar með varðveita störf sem sjókvíaeldi býður upp á. Lýðræði, ekki geðþóttaákvörðun formanns. Einnig erum við með þá sérstöðu að við erum eini flokkurinn án formanns. Kraftur flokksins kemur frá okkar öflugu grasrót sem hefur áhrif á stefnumál okkar og er með í ferlinu frá A til Ö. Þetta sést best á stefnumótunarferli Pírata. Til dæmis er venjan að hafa opna félagsfundi þar sem hægt er að ræða og leggja til breytingar á stefnumálum flokksins. Eftir það fara mál í kosningu sem allir meðlimir flokksins geta tekið þátt í. Þetta tryggir ekki bara að stefnumál okkar taka tillit til sem flestra aðila heldur líka að stefna flokksins breytist ekki yfir eina nótt á forsendum nýs formanns. Lokaorð Þessi dæmi sem nefnd eru hér, eru bara örfá af mörgum sem hægt væri að nefna varðandi sérstöðu Pírata og má lesa meira um stefnumál Pírata á heimasíðu flokksins. Við erum á mikilvægum tímamótum þar sem þarf að gera breytingar eins og að bæta heilbrigðiskerfið, taka menntakerfið í gegn og svo margt annað. Ég tel að margir flokkar gætu gert góða hluti, en enginn gæti komið með þær nauðsynlegu breytingar sem kerfin þurfa, nema Píratar, enda eru Píratar flokkur sem hefur aldrei tekið á móti fjármunum frá fyrirtækjum og er því ekki bundinn af sérhagsmunum. Flokkur sem hefur það eina markmið að finna bestu lausnina til að leysa vandinn og hjálpa fólki þvert á pólitíska ásinn. Höfundur er framhaldskólanemandi og meðlimur Pírata.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar