10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar 31. október 2024 13:45 Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð hinn 1. október 2014 og hefur því verið starfrækt í 10 ár. Sameiningin fyrir 10 árum tók til Heilbrigðisstofnana Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands og sinnir HSU því víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Markmiðið með sameiningunni var að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu og samnýta fagþekkingu og hæfni starfsfólks með það fyrir augum að veita betri og hagkvæmari þjónustu. Ég er vitaskuld ekki óvilhöll, en ætla engu að síður að leyfa mér að fullyrða að þessi fögru fyrirheit hafa gengið eftir. Ótrúlegur mannauður hjá HSU Ég hef notið þess heiðurs að leiða þennan stórkostlega vinnustað undanfarin fimm ár og tók við stýrinu hjá HSU á þröskuldi heimsfaraldurs Covid-19. Það er ekki að ástæðulausu sem að HSU eru eyrnamerktir liðlega 12 milljarðar á fjárlögum. Viðfangsefnin eru ærin og umfangið auðvitað stundum yfirþyrmandi, en ég er svo heppin að hafa mér til liðsinnis um 850 starfsmenn í um 550 stöðugildum. Þetta er stór og öflugur hópur; ótrúlegur mannauður. Við leggjum ríka áherslu í störfum okkar á þverfaglega teymisvinnu til að viðhalda starfsánægju og tryggja bæði gæði þjónustu og ánægju skjólstæðinga. Kannanir meðal bæði starfsfólks og skjólstæðinga sýna ítrekað að þessi takmörk eru að nást með miklum sóma. Velferð skjólstæðinga er leiðarljósið Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir öfluga heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu. HSU starfrækir 9 heilsugæslustöðvar á 10 starfsstöðvum, 2 sjúkrahús og 4 hjúkrunarheimili, auk þess sem við sinnum bráðaþjónustu og sjúkraflutningum um allt umdæmið allan sólarhringinn eftir þörf. Allt frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði með viðkomu í Hveragerði, á Selfossi, í Uppsveitum Suðurlands, í Rangárþingi, Vík, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum. Gildin okkar eru fagmennska, samvinna og virðing. Velferð skjólstæðinga er okkar leiðarljós. Áskoranir í vaxandi fjölmenni Íbúafjöldinn á Suðurlandi er í dag um 35 þúsund og samfélagið fer ört vaxandi. Hér eru einnig nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins og um 8 þúsund frístundahús. Þetta hefur í för með sér mikla umferð. Í þessum tölulegu staðreyndum felast að sjálfsögðu margvíslegar áskoranir, en stefna okkar hjá HSU er að tryggja öllum íbúum, skjólstæðingum og þjónustuþegum hnökralausan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á. Heimaspítali HSU er framsækin nýjung Í takti við allt ofangreint, þá var virkilega gleðilegt að undirrita um miðjan afmælismánuðinn í október samkomulag við heilbrigðisráðuneytið um rekstur heimaspítala, sem er framsækin nýjung í rekstri HSU. Við hófum rekstur heimaspítalans í ársbyrjun 2024 í tilraunaskyni og höfum unnið hörðum höndum að þróun þjónustunnar síðan þá. Heimaspítali HSU hefur í för með sér aukna heilbrigðisþjónustu, þar meðtalda læknisþjónustu, við fólk sem býr heima og þarfnast meiri stuðnings en almennrar félagsþjónustu og heimahjúkrunar. Stórbætt þjónusta í heimahúsum Heimaspítalinn er einkum hugsaður fyrir tvo meginhópa: Annars vegar hruma og fjölveika aldraða og hins vegar fólk á öllum aldri sem er í líknandi meðferð. Þjónustan miðar að því að bjóða persónumiðaða umönnun fyrir fólk sem þarfnast flókinna samsettra lausna, bæði á sviði heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Heimaspítalinn styrkir þannig til muna þá þjónustu sem almennt er veitt í heimahúsum. Markmiðið er að draga úr þörf aldraðra fyrir að leita á bráðamóttöku og fækka innlagnardögum á spítala. Gengið til góðs Það er von mín og trú að skjólstæðingar HSU og íbúar á okkar þjónustusvæði upplifi það að stofnunin hafi gengið til góðs undanfarinn áratug. Starfsfólki HSU óska ég farsældar og hlakka til okkar vegferðar næstu árin. Ég færi ykkur kærar þakkir fyrir stórkostlega frammistöðu á síðustu árum. Það er meira en að segja það að fá að leiða slíkan vinnustað! Til hamingju með 10 ára afmælið, starfsfólk og skjólstæðingar HSU! Höfundur er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) var stofnuð hinn 1. október 2014 og hefur því verið starfrækt í 10 ár. Sameiningin fyrir 10 árum tók til Heilbrigðisstofnana Suðurlands, Vestmannaeyja og Suðausturlands og sinnir HSU því víðfeðmasta heilbrigðisumdæmi landsins. Markmiðið með sameiningunni var að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu og samnýta fagþekkingu og hæfni starfsfólks með það fyrir augum að veita betri og hagkvæmari þjónustu. Ég er vitaskuld ekki óvilhöll, en ætla engu að síður að leyfa mér að fullyrða að þessi fögru fyrirheit hafa gengið eftir. Ótrúlegur mannauður hjá HSU Ég hef notið þess heiðurs að leiða þennan stórkostlega vinnustað undanfarin fimm ár og tók við stýrinu hjá HSU á þröskuldi heimsfaraldurs Covid-19. Það er ekki að ástæðulausu sem að HSU eru eyrnamerktir liðlega 12 milljarðar á fjárlögum. Viðfangsefnin eru ærin og umfangið auðvitað stundum yfirþyrmandi, en ég er svo heppin að hafa mér til liðsinnis um 850 starfsmenn í um 550 stöðugildum. Þetta er stór og öflugur hópur; ótrúlegur mannauður. Við leggjum ríka áherslu í störfum okkar á þverfaglega teymisvinnu til að viðhalda starfsánægju og tryggja bæði gæði þjónustu og ánægju skjólstæðinga. Kannanir meðal bæði starfsfólks og skjólstæðinga sýna ítrekað að þessi takmörk eru að nást með miklum sóma. Velferð skjólstæðinga er leiðarljósið Heilbrigðisstofnun Suðurlands veitir öfluga heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu. HSU starfrækir 9 heilsugæslustöðvar á 10 starfsstöðvum, 2 sjúkrahús og 4 hjúkrunarheimili, auk þess sem við sinnum bráðaþjónustu og sjúkraflutningum um allt umdæmið allan sólarhringinn eftir þörf. Allt frá Þorlákshöfn til Hafnar í Hornafirði með viðkomu í Hveragerði, á Selfossi, í Uppsveitum Suðurlands, í Rangárþingi, Vík, á Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum. Gildin okkar eru fagmennska, samvinna og virðing. Velferð skjólstæðinga er okkar leiðarljós. Áskoranir í vaxandi fjölmenni Íbúafjöldinn á Suðurlandi er í dag um 35 þúsund og samfélagið fer ört vaxandi. Hér eru einnig nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins og um 8 þúsund frístundahús. Þetta hefur í för með sér mikla umferð. Í þessum tölulegu staðreyndum felast að sjálfsögðu margvíslegar áskoranir, en stefna okkar hjá HSU er að tryggja öllum íbúum, skjólstæðingum og þjónustuþegum hnökralausan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á. Heimaspítali HSU er framsækin nýjung Í takti við allt ofangreint, þá var virkilega gleðilegt að undirrita um miðjan afmælismánuðinn í október samkomulag við heilbrigðisráðuneytið um rekstur heimaspítala, sem er framsækin nýjung í rekstri HSU. Við hófum rekstur heimaspítalans í ársbyrjun 2024 í tilraunaskyni og höfum unnið hörðum höndum að þróun þjónustunnar síðan þá. Heimaspítali HSU hefur í för með sér aukna heilbrigðisþjónustu, þar meðtalda læknisþjónustu, við fólk sem býr heima og þarfnast meiri stuðnings en almennrar félagsþjónustu og heimahjúkrunar. Stórbætt þjónusta í heimahúsum Heimaspítalinn er einkum hugsaður fyrir tvo meginhópa: Annars vegar hruma og fjölveika aldraða og hins vegar fólk á öllum aldri sem er í líknandi meðferð. Þjónustan miðar að því að bjóða persónumiðaða umönnun fyrir fólk sem þarfnast flókinna samsettra lausna, bæði á sviði heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Heimaspítalinn styrkir þannig til muna þá þjónustu sem almennt er veitt í heimahúsum. Markmiðið er að draga úr þörf aldraðra fyrir að leita á bráðamóttöku og fækka innlagnardögum á spítala. Gengið til góðs Það er von mín og trú að skjólstæðingar HSU og íbúar á okkar þjónustusvæði upplifi það að stofnunin hafi gengið til góðs undanfarinn áratug. Starfsfólki HSU óska ég farsældar og hlakka til okkar vegferðar næstu árin. Ég færi ykkur kærar þakkir fyrir stórkostlega frammistöðu á síðustu árum. Það er meira en að segja það að fá að leiða slíkan vinnustað! Til hamingju með 10 ára afmælið, starfsfólk og skjólstæðingar HSU! Höfundur er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun