Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar 1. nóvember 2024 07:17 Að vera læknir er í senn frábært og lýjandi. Fátt er skemmtilegra en að ræða við sjúklinga, greina vanda þeirra, veita meðferð, fá að fylgja þeim eftir og sjá þá batna. Það sem er lýjandi er oftar bundið í ytri þáttum starfsins sem læknar stjórna ekki. Yfirfullar sjúkrastofnanir, sjúklingar á göngum, langur biðtími á mörgum stöðum kerfisins. Að útskrifa sjúkling sem manni finnst ekki tilbúinn til að fara heim en neyðist samt til þess því legurýmin eru svo fá. Að verða læknir er langt og strembið ferli. Fyrst er 6 ára grunnnám sem samanstendur af miklum lestri og fjölda klukkustunda í verknámi. Eftir útskrift tekur við sérnám og í mörgum tilfellum undirsérgrein. Frá fyrsta námsdegi þar til læknir útskrifast sem sérfræðingur geta því liðið 12-18 ár. Þá eru stöðugar framfarir í læknisfræði: ný lyf, nýir meðferðarmöguleikar og nýjar áherslur sem krefjast þess að læknar séu sífellt á tánum. Með öðrum orðum, læknir er aldrei fullnuma, og gerir það starfið skemmtilegt en jafnframt krefjandi. Það krefst þess þó að læknir taki frá tíma bæði innan og utan skipulagðs vinnutíma til þess að viðhalda þekkingu sinni. Grunnlaun (dagvinnulaun) nýútskrifaðs læknis, almenns læknis eru u.þ.b. 734 þúsund krónur. Það gera, eftir skatt, um 516 þúsund krónur. Miðgildi grunnlauna almennra lækna eru 797 þús krónur. Miðast það við fulla dagvinnu, 40 tíma vinnuviku, sem algengara er en ekki að lengist um nokkrar klukkustundir vegna anna. Hvernig standast þau laun samanburð? Ef skoðuð er launarannsókn VR frá 2024 eigum við talsvert í land til að ná miðgildi grunnlauna annarra sérfræðistarfa þó að þau störf bjóði flest upp á styttingu vinnuvikunnar sem læknar hafa enn ekki fengið. (sjá mynd) Glöggir lesendur vilja eflaust benda á að heildarlaun lækna séu hærri. Það er rétt og skýrist af því að læknar vinna vaktir. Vaktakaupið leggst ofan á grunnlaunin og kemur til hækkunar heildartekna. Vaktirnar eru unnar utan hefðbundins dagvinnutíma - um kvöld, nætur, helgar og á hátíðisdögum - og gjarnan til viðbótar við dagvinnu. Í sumum tilvikum vinnst frítökuréttur á móti vöktum en öðrum ekki. Það þýðir að læknar þurfa í mörgum tilvikum að vinna meira en 100% vinnu til þess að afla tekna umfram grunnlauna. Kemur það ofan á nú þegar langa vinnuviku lækna. Þannig að til þess að svara upphafsspurningu greinarinnar þá eru grunnlaun almennra lækna ekki í samræmi við önnur sérfræðistörf. Almennir læknar vilja grunnlaun sem endurspegla þá menntun og miklu ábyrgð sem starfinu fylgir. Grunnlaun sem gera þeim kleift að vinna jafnvel „bara“ 100% vinnu. Það skiptir sköpum til þess að fjölga starfandi læknum, bæði með því að minnka brottfall starfandi lækna en einnig til þess að gera starfið eftirsóknarvert í augum ungs fólks sem hyggst leggja það fyrir sig. Hvort um sig nauðsynlegt til þess að mæta vaxandi þörf á læknisþjónustu á komandi árum. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Læknaverkfall 2024 Kjaramál Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Að vera læknir er í senn frábært og lýjandi. Fátt er skemmtilegra en að ræða við sjúklinga, greina vanda þeirra, veita meðferð, fá að fylgja þeim eftir og sjá þá batna. Það sem er lýjandi er oftar bundið í ytri þáttum starfsins sem læknar stjórna ekki. Yfirfullar sjúkrastofnanir, sjúklingar á göngum, langur biðtími á mörgum stöðum kerfisins. Að útskrifa sjúkling sem manni finnst ekki tilbúinn til að fara heim en neyðist samt til þess því legurýmin eru svo fá. Að verða læknir er langt og strembið ferli. Fyrst er 6 ára grunnnám sem samanstendur af miklum lestri og fjölda klukkustunda í verknámi. Eftir útskrift tekur við sérnám og í mörgum tilfellum undirsérgrein. Frá fyrsta námsdegi þar til læknir útskrifast sem sérfræðingur geta því liðið 12-18 ár. Þá eru stöðugar framfarir í læknisfræði: ný lyf, nýir meðferðarmöguleikar og nýjar áherslur sem krefjast þess að læknar séu sífellt á tánum. Með öðrum orðum, læknir er aldrei fullnuma, og gerir það starfið skemmtilegt en jafnframt krefjandi. Það krefst þess þó að læknir taki frá tíma bæði innan og utan skipulagðs vinnutíma til þess að viðhalda þekkingu sinni. Grunnlaun (dagvinnulaun) nýútskrifaðs læknis, almenns læknis eru u.þ.b. 734 þúsund krónur. Það gera, eftir skatt, um 516 þúsund krónur. Miðgildi grunnlauna almennra lækna eru 797 þús krónur. Miðast það við fulla dagvinnu, 40 tíma vinnuviku, sem algengara er en ekki að lengist um nokkrar klukkustundir vegna anna. Hvernig standast þau laun samanburð? Ef skoðuð er launarannsókn VR frá 2024 eigum við talsvert í land til að ná miðgildi grunnlauna annarra sérfræðistarfa þó að þau störf bjóði flest upp á styttingu vinnuvikunnar sem læknar hafa enn ekki fengið. (sjá mynd) Glöggir lesendur vilja eflaust benda á að heildarlaun lækna séu hærri. Það er rétt og skýrist af því að læknar vinna vaktir. Vaktakaupið leggst ofan á grunnlaunin og kemur til hækkunar heildartekna. Vaktirnar eru unnar utan hefðbundins dagvinnutíma - um kvöld, nætur, helgar og á hátíðisdögum - og gjarnan til viðbótar við dagvinnu. Í sumum tilvikum vinnst frítökuréttur á móti vöktum en öðrum ekki. Það þýðir að læknar þurfa í mörgum tilvikum að vinna meira en 100% vinnu til þess að afla tekna umfram grunnlauna. Kemur það ofan á nú þegar langa vinnuviku lækna. Þannig að til þess að svara upphafsspurningu greinarinnar þá eru grunnlaun almennra lækna ekki í samræmi við önnur sérfræðistörf. Almennir læknar vilja grunnlaun sem endurspegla þá menntun og miklu ábyrgð sem starfinu fylgir. Grunnlaun sem gera þeim kleift að vinna jafnvel „bara“ 100% vinnu. Það skiptir sköpum til þess að fjölga starfandi læknum, bæði með því að minnka brottfall starfandi lækna en einnig til þess að gera starfið eftirsóknarvert í augum ungs fólks sem hyggst leggja það fyrir sig. Hvort um sig nauðsynlegt til þess að mæta vaxandi þörf á læknisþjónustu á komandi árum. Höfundur er formaður Félags almennra lækna (FAL).
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun