Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2024 12:17 Viðbragðs- og eftirlitsaðilar hafa lýst áhyggjum af áramótabrennum. Frá áramótabrennu í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Meirihlutinn í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar ætlar að leggja til að fallið verði frá tillögu um að fækka áramótabrennum. Ástæðan er sögð mikil hvatning frá íbúum og íbúaráðum. Ráðið samþykkti erindi um að fækka áramótabrennum úr tíu í sex á fundi sínum á miðvikudag. Vísaði það til beiðna frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti sem telji hættu af brennunum, meðal annars vegna nálægðar við byggð, umferðaröryggi og neikvæðra umhverfisáhrifa. Þá hafi brennurnar orðið dýrari fyrir borgina þar sem nú þurfi að kaupa efni í þær en ekki nýta það sem fellur til. Nú segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins og borgarfulltrúi Pírata, að fallið verði frá tillögunni um að fækka brennunum. Í færslu á Facebook segir hún það gert eftir „mikla hvatningu frá íbúum og íbúaráðum“. „Sömuleiðis verði skoðað hvernig hægt er að mæta athugasemdum viðbragðsaðila án þess að afleggja brennurnar,“ skrifar hún. Þá ætli meirihlutinn að leggja til að eiga samráð við íbúa og viðbragðsaðila á næsta ári um staðsetningar brennanna til lengri tíma litið. Þar eigi að ræða mögulega nýjar staðsetningar eða aðrar breytingar til þess að mæta ólíkum sjónarmiðum. „Hér er um tilfinninga- og hitamál að ræða sem þarf að ígrunda betur að mínu mati. Þegar kemur að umhverfisþættinum þá er ég uppteknari af stærri og áhrifaríkari aðgerðum í þeim efnum en svona token aðgerðum,“ skrifar Dóra Björt. Reykjavík Áramót Umhverfismál Borgarstjórn Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Ráðið samþykkti erindi um að fækka áramótabrennum úr tíu í sex á fundi sínum á miðvikudag. Vísaði það til beiðna frá slökkviliði, lögreglu og heilbrigðiseftirliti sem telji hættu af brennunum, meðal annars vegna nálægðar við byggð, umferðaröryggi og neikvæðra umhverfisáhrifa. Þá hafi brennurnar orðið dýrari fyrir borgina þar sem nú þurfi að kaupa efni í þær en ekki nýta það sem fellur til. Nú segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður ráðsins og borgarfulltrúi Pírata, að fallið verði frá tillögunni um að fækka brennunum. Í færslu á Facebook segir hún það gert eftir „mikla hvatningu frá íbúum og íbúaráðum“. „Sömuleiðis verði skoðað hvernig hægt er að mæta athugasemdum viðbragðsaðila án þess að afleggja brennurnar,“ skrifar hún. Þá ætli meirihlutinn að leggja til að eiga samráð við íbúa og viðbragðsaðila á næsta ári um staðsetningar brennanna til lengri tíma litið. Þar eigi að ræða mögulega nýjar staðsetningar eða aðrar breytingar til þess að mæta ólíkum sjónarmiðum. „Hér er um tilfinninga- og hitamál að ræða sem þarf að ígrunda betur að mínu mati. Þegar kemur að umhverfisþættinum þá er ég uppteknari af stærri og áhrifaríkari aðgerðum í þeim efnum en svona token aðgerðum,“ skrifar Dóra Björt.
Reykjavík Áramót Umhverfismál Borgarstjórn Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira