Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar 1. nóvember 2024 20:30 Ég vil taka það fram strax í upphafi að ég skrifa þessa grein sem áhugamaður en ekki fjármálasérfræðingur. Þetta er ekki fjármálaráðgjöf. Áður en við vindum okkur í svarið við spurningunni þá þurfum við fyrst að átta okkur á því hvað veldislögmál (“power law”) er. Veldislögmál Veldislögmál í eðlisfræði segir til um ólínulegtengsl tveggja breyta þar sem önnur breytan breytist í veldisvísi af hinni. Með öðrum orðum þá lýsir það hlutfallslegu samhengi breytanna, þ.e. hvernig þær skalast með tilliti til hvor annarrar. Veldislögmál hafa fundist víða, sem dæmi í náttúrunni sem og netkerfum (“networks”). Veldislögmál myndast vegna einhverra ákveðinna undirliggjandi þátta svo þegar slíkt finnst á milli tveggja breyta er það ólíklega tilviljun, sérstaklega ef það hefur verið til staðar yfir margar stærðargráður (“orders of magnitude”). Dæmi um veldislögmál Dæmi um veldislögmál eru tengslin á milli stærðar borgar og fjölda bensínstöðva í henni. Ef gefin er stærð á einhverri ákveðinni borg er hægt með aðstoð lögmálsins að áætla hversu margar bensínstöðvar eru í borginni. Tengslin lýsa sér þannig að ef stærð borgar tvöfaldast þá aukast bensínstöðvar hennar um c.a. 80%. Þessi tengsl eru þau sömu í borgum um allan heim, óháð stærð þeirra. Þetta er mjög merkilegt því það er ekki eins og byggingafulltrúar víðsvegar um heiminn endilega viti af þessu lögmáli og til þess að fylgja því, auki bensínstöðvar meðvitað um 80% þegar stærð borgar tvöfaldast. Veldislögmálið er einfaldlega sjálfsprottið vegna einhverra undirliggjandi ferla og virðist það ná að fanga það hvernig flókið kerfi líkt og borg skipuleggur sjálft sig. Annað dæmi um veldislögmál er þriðja lögmál Keplers sem lýsir tengslunum á milli fjarlægð reikistjarna frá sólu í sólkerfinu okkar og tímans sem það tekur þær að fara hringinn í kringum sólina. Tengslin lýsa sér þannig að þegar fjarlægð reikistjörnu frá sólu tvöfaldast, þá tæplega þrefaldast tíminn sem það tekur hana að fara einn hring í kringum hana. Þetta veldislögmál kemur af náttúrunnar hendi. Enn eitt dæmið og það sem tengist Bitcoin hvað mest er veldislögmál sem lýsir vexti internetsins. Tengslin eru á milli fjölda ára frá upphafi internetsins og fjölda notenda þess. Þeim má lýsa þannig að þegar fjöldi ára frá upphafi tvöfaldast, þá c.a. 24 faldast fjöldi notenda. Þar sem veldislögmál er til staðar fyrir vöxt internetsins ætti það svosem ekki að koma á óvart að það sé einnig til staðar fyrir vöxt Bitcoin, þar sem internetið og Bitcoin eru að mörgu leyti svipuð netkerfi. Internetið er netkerfi fyrir óhindrað flæði upplýsinga, á meðan Bitcoin er netkerfi fyrir óhindrað flæði verðgildis (“value”). Veldislögmál Bitcoin Hvað Bitcoin varðar er semsagt að finna veldislögmál á milli tímans frá upphafi (í dögum) og verðsins. Það virðist vera til staðar sökum tveggja annarra undirliggjandi notkunar (“adoption”) veldislögmála sem við skulum fyrst skoða aðeins nánar. Fyrra veldislögmálið er á milli tímans frá upphafi Bitcoin og fjölda Bitcoin addressa (svipar til bankareikninga) í kerfinu. Tengslunum má lýsa þannig að þegar tíminn frá upphafi tvöfaldast, þá c.a. áttfaldast fjöldi Bitcoin addressa. Nákvæm orsök fyrir þessu veldislögmáli er óljós, en merkilegt er þó að veirusýkingar á borð við t.d. HIV og Ebólu hafa dreifst með svipuðu veldislögmáli. Bitcoin notendur líkja Bitcoin gjarnan við ákveðinn “mind virus”, sem er kannski ekki svo fjarri lagi eftir allt saman. Seinna veldislögmálið er á milli fjölda Bitcoin addressa og Bitcoin verðsins. Tengslunum má lýsa þannig að þegar fjöldi addressa tvöfaldast, þá c.a. fjórfaldast verðið. Þetta þekkist sem “Metcalfe’s Law”, sem segir einmitt að virði netkerfis sé í hlutfallslegu samhengi við fjölda notenda þess í öðru veldi. Tökum nú þessi tvö notkunar veldislögmál saman: Þegar tíminn frá upphafi tvöfaldast þá áttfaldast fjöldi addressa, og þegar fjöldi addressa áttfaldast þá 8*8 = 64 faldast verðið. Með öðrum orðum þá fáum við veldislögmál á milli tímans frá upphafi Bitcoin og Bitcoin verðsins þar sem tengslunum má lýsa þannig að þegar tíminn frá upphafi tvöfaldast þá c.a. 64 faldast verðið. Þar sem Bitcoin kerfið er núna 15 ára þá þýðir það sem dæmi að ef þú kaupir Bitcoin í dag og ef Bitcoin verðið heldur áfram að fylgja þessu lögmáli, þá ættirðu að c.a. 64 falda peninginn þinn næstu 15 árin. Frá upphafi Bitcoin hefur verðið fylgt þessu veldislögmáli með mjög hárri 95% fylgni. Hvenær nær Bitcoin $1.000.000? Nú getum við þá loksins svarað upphaflegu spurningunni. Ef verðið á Bitcoin heldur áfram að fylgja þessu veldislögmáli, þá verður það komið í $1.000.000 árið 2032. Þó það séu enn mögulega miklar verðhækkanir framundan þá sjáum við samt einnig út frá þessu veldislögmáli að það er að hægjast á hækkununum. Sem dæmi tekur það talsvert lengri tíma í dag fyrir verðið að tvöfaldast heldur en það gerði fyrir 10 árum síðan. Þetta er lógískt þar sem markaðurinn fer stækkandi og það þarf alltaf sífellt meira fjármagn til þess að hreyfa við honum. Hin hliðin á peningnum er sú að sveiflurnar fara minnkandi. Því stærri sem markaðurinn verður, því stöðugri og öruggari verður hann. Náttúruafl Að lokum vil ég nefna að enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, en á sama tíma vil ég leggja áherslu á hversu mikið stórmál þetta veldislögmál er. Þetta útskýrir vöxt Bitcoin síðan verðið var minna en $0.001 svo það hefur gert það í gegnum c.a. átta stærðargráður (“orders of magnitude”), sem setur líkurnar á því að þetta sé tilviljun nálægt núlli. $1.000.000 er svo sem dæmi bara c.a. ein stærðargráða í viðbót frá núverandi verði. Ég vil einnig benda á að þetta veldislögmál var uppgötvað árið 2018 svo síðustu sex ár hefur Bitcoin haldið áfram að fylgja því með ótrúlegri nákvæmni, líkt og eins konar náttúruafl. Höfundur er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafmyntir Mest lesið Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ég vil taka það fram strax í upphafi að ég skrifa þessa grein sem áhugamaður en ekki fjármálasérfræðingur. Þetta er ekki fjármálaráðgjöf. Áður en við vindum okkur í svarið við spurningunni þá þurfum við fyrst að átta okkur á því hvað veldislögmál (“power law”) er. Veldislögmál Veldislögmál í eðlisfræði segir til um ólínulegtengsl tveggja breyta þar sem önnur breytan breytist í veldisvísi af hinni. Með öðrum orðum þá lýsir það hlutfallslegu samhengi breytanna, þ.e. hvernig þær skalast með tilliti til hvor annarrar. Veldislögmál hafa fundist víða, sem dæmi í náttúrunni sem og netkerfum (“networks”). Veldislögmál myndast vegna einhverra ákveðinna undirliggjandi þátta svo þegar slíkt finnst á milli tveggja breyta er það ólíklega tilviljun, sérstaklega ef það hefur verið til staðar yfir margar stærðargráður (“orders of magnitude”). Dæmi um veldislögmál Dæmi um veldislögmál eru tengslin á milli stærðar borgar og fjölda bensínstöðva í henni. Ef gefin er stærð á einhverri ákveðinni borg er hægt með aðstoð lögmálsins að áætla hversu margar bensínstöðvar eru í borginni. Tengslin lýsa sér þannig að ef stærð borgar tvöfaldast þá aukast bensínstöðvar hennar um c.a. 80%. Þessi tengsl eru þau sömu í borgum um allan heim, óháð stærð þeirra. Þetta er mjög merkilegt því það er ekki eins og byggingafulltrúar víðsvegar um heiminn endilega viti af þessu lögmáli og til þess að fylgja því, auki bensínstöðvar meðvitað um 80% þegar stærð borgar tvöfaldast. Veldislögmálið er einfaldlega sjálfsprottið vegna einhverra undirliggjandi ferla og virðist það ná að fanga það hvernig flókið kerfi líkt og borg skipuleggur sjálft sig. Annað dæmi um veldislögmál er þriðja lögmál Keplers sem lýsir tengslunum á milli fjarlægð reikistjarna frá sólu í sólkerfinu okkar og tímans sem það tekur þær að fara hringinn í kringum sólina. Tengslin lýsa sér þannig að þegar fjarlægð reikistjörnu frá sólu tvöfaldast, þá tæplega þrefaldast tíminn sem það tekur hana að fara einn hring í kringum hana. Þetta veldislögmál kemur af náttúrunnar hendi. Enn eitt dæmið og það sem tengist Bitcoin hvað mest er veldislögmál sem lýsir vexti internetsins. Tengslin eru á milli fjölda ára frá upphafi internetsins og fjölda notenda þess. Þeim má lýsa þannig að þegar fjöldi ára frá upphafi tvöfaldast, þá c.a. 24 faldast fjöldi notenda. Þar sem veldislögmál er til staðar fyrir vöxt internetsins ætti það svosem ekki að koma á óvart að það sé einnig til staðar fyrir vöxt Bitcoin, þar sem internetið og Bitcoin eru að mörgu leyti svipuð netkerfi. Internetið er netkerfi fyrir óhindrað flæði upplýsinga, á meðan Bitcoin er netkerfi fyrir óhindrað flæði verðgildis (“value”). Veldislögmál Bitcoin Hvað Bitcoin varðar er semsagt að finna veldislögmál á milli tímans frá upphafi (í dögum) og verðsins. Það virðist vera til staðar sökum tveggja annarra undirliggjandi notkunar (“adoption”) veldislögmála sem við skulum fyrst skoða aðeins nánar. Fyrra veldislögmálið er á milli tímans frá upphafi Bitcoin og fjölda Bitcoin addressa (svipar til bankareikninga) í kerfinu. Tengslunum má lýsa þannig að þegar tíminn frá upphafi tvöfaldast, þá c.a. áttfaldast fjöldi Bitcoin addressa. Nákvæm orsök fyrir þessu veldislögmáli er óljós, en merkilegt er þó að veirusýkingar á borð við t.d. HIV og Ebólu hafa dreifst með svipuðu veldislögmáli. Bitcoin notendur líkja Bitcoin gjarnan við ákveðinn “mind virus”, sem er kannski ekki svo fjarri lagi eftir allt saman. Seinna veldislögmálið er á milli fjölda Bitcoin addressa og Bitcoin verðsins. Tengslunum má lýsa þannig að þegar fjöldi addressa tvöfaldast, þá c.a. fjórfaldast verðið. Þetta þekkist sem “Metcalfe’s Law”, sem segir einmitt að virði netkerfis sé í hlutfallslegu samhengi við fjölda notenda þess í öðru veldi. Tökum nú þessi tvö notkunar veldislögmál saman: Þegar tíminn frá upphafi tvöfaldast þá áttfaldast fjöldi addressa, og þegar fjöldi addressa áttfaldast þá 8*8 = 64 faldast verðið. Með öðrum orðum þá fáum við veldislögmál á milli tímans frá upphafi Bitcoin og Bitcoin verðsins þar sem tengslunum má lýsa þannig að þegar tíminn frá upphafi tvöfaldast þá c.a. 64 faldast verðið. Þar sem Bitcoin kerfið er núna 15 ára þá þýðir það sem dæmi að ef þú kaupir Bitcoin í dag og ef Bitcoin verðið heldur áfram að fylgja þessu lögmáli, þá ættirðu að c.a. 64 falda peninginn þinn næstu 15 árin. Frá upphafi Bitcoin hefur verðið fylgt þessu veldislögmáli með mjög hárri 95% fylgni. Hvenær nær Bitcoin $1.000.000? Nú getum við þá loksins svarað upphaflegu spurningunni. Ef verðið á Bitcoin heldur áfram að fylgja þessu veldislögmáli, þá verður það komið í $1.000.000 árið 2032. Þó það séu enn mögulega miklar verðhækkanir framundan þá sjáum við samt einnig út frá þessu veldislögmáli að það er að hægjast á hækkununum. Sem dæmi tekur það talsvert lengri tíma í dag fyrir verðið að tvöfaldast heldur en það gerði fyrir 10 árum síðan. Þetta er lógískt þar sem markaðurinn fer stækkandi og það þarf alltaf sífellt meira fjármagn til þess að hreyfa við honum. Hin hliðin á peningnum er sú að sveiflurnar fara minnkandi. Því stærri sem markaðurinn verður, því stöðugri og öruggari verður hann. Náttúruafl Að lokum vil ég nefna að enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér, en á sama tíma vil ég leggja áherslu á hversu mikið stórmál þetta veldislögmál er. Þetta útskýrir vöxt Bitcoin síðan verðið var minna en $0.001 svo það hefur gert það í gegnum c.a. átta stærðargráður (“orders of magnitude”), sem setur líkurnar á því að þetta sé tilviljun nálægt núlli. $1.000.000 er svo sem dæmi bara c.a. ein stærðargráða í viðbót frá núverandi verði. Ég vil einnig benda á að þetta veldislögmál var uppgötvað árið 2018 svo síðustu sex ár hefur Bitcoin haldið áfram að fylgja því með ótrúlegri nákvæmni, líkt og eins konar náttúruafl. Höfundur er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðarverkfræði
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun