Ábyrg framtíð leggur áherslu á að uppgjör fari fram á heimsfaraldri kórónuveirunnar og viðbrögðum stjórnvalda.
Flokkurinn var einn þriggja flokka sem fengu aðfinnslur frá landskjörstjórn á fimmtudaginn. Jóhannes sagði fyrr í dag að athugasemdir landskjörstjórnar hafi meðal annars snúið að skráningu lögheimila og fleira í þeim dúrnum. Hann hafði engar áhyggjur af því að flokkuri næði ekki að leysa úr þeirri flækju.
Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir vildi nota lyfið Ivermectin gegn Covid-19 og leitaði til Lyfjastofnunar með beiðni um undanþáguheimild til að ávísa sjúklingum lyfinu. Ekki var fallist á beiðnina.
Framboðslistinn í heild sinni er eftirfarandi:
- Jóhannes Loftsson
- Guðmundur Karl Snæbjörnsson
- Martha Ernstdóttir
- Helgi Örn Viggósson
- Rebekka Ósk Sváfnisdóttir
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Baldur Benjamín Sveinsson
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Ari Magnússon
- Stefán Andri Björnsson
- Stefnir Skúlason
- Guðbjartur Nilsson
- Axel Þór Axelsson
- Baldur Garðarsson