Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, kosningastjóri Lýðræðisflokksins, segir að það eina sem vantaði frá Lýðræðisflokki væru tvær undirskriftir umboðsmanna listans.
„Það var eitt skjal sem hafði ekki verið undirritað rafrænt þannig við fórum bara niður eftir í Landskjörstjórn og kláruðum það á tveimur mínútum. Tvær undirskriftir sem vantaði,“ segir Sveinn.
„Það er búið að skila. Það er allt komið. Það er komið nóg af öllu sýndist mér. Við erum vel yfir og það er ekkert vandamál,“ segir Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, sem býður fram í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Sara Stef. Hildardóttir, skrifstofustjóri Sósíalista, segir flokkinn vera að ljúka við að laga ágalla sem Landskjörstjórn gerði við skilin. Hún segir að ágallana megi rekja til tæknilegra tafa í eyðublaði hjá island.is, sem hafi ekki verið þeim að kenna. Kennitölur Íslendinga sem búa erlendis hafi ekki skilað sér sem skyldi í einu kjördæminu.