Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2024 16:02 950 svokölluðuðum hjólum af cheddarosti var stolið, en andvirði hans hleypur á rúmum fimmtíu milljónum króna. Getty Lögreglan í Bretlandi rannsakar nú þjófnað á 22 tonnum af osti frá mjólkurbúinu Neal’s Yard Dairy. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn, en hann er grunaður um að villa á sér heimildir til að koma höndum sínum yfir ostinn. Mjólkurbúið, sem er starfrækt í London, er sagt hafa afhent 950 svokölluð hjól af cheddarosti til mannsins sem að þóttist vera fulltrúi franskrar heildsölu. Osturinn mun hafa verið metinn á 300 þúsund pund, sem jafngildir um 53 milljónum króna. The Guardian greinir frá málinu, en þar segir að grunur sé um að osturinn hafi verið fluttur til Rússlands eða Miðausturlanda. Breski stjörnukokkurinn Jamie Oliver er á meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið. Hann varar fylgjendur sína á samfélagsmiðlum við því að kaupa mikið magn af hágæðaosti á útsöluverði. „Umfangsmikið ostarán hefur verið framið. Einhverjum besta cheddarosti heims hefur verið stolið,“ segir Oliver. „Ef þið heyrið af fínum osti sem er seldur á lítinn pening þá gæti eitthvað gruggugt verið á seyði.“ Ben Ticehurst, aðalostagerðarmaðurinn hjá Trethowan Brothers-mjólkurbúinu sem mun hafa framleitt tólf tonn af þeim 22 sem var stolið er brugðið. „Við, eins og allir aðrir, veltum fyrir okkur hver vill svona mikinn ost? Ef þú ert ekki kjörbúð, hvað hefur þú þá að gera með 22 tonn af osti? Þetta vefst mikið fyrir okkur og vonandi mun þessi handtaka færa okkur svör.“ Bretland Erlend sakamál Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira
Mjólkurbúið, sem er starfrækt í London, er sagt hafa afhent 950 svokölluð hjól af cheddarosti til mannsins sem að þóttist vera fulltrúi franskrar heildsölu. Osturinn mun hafa verið metinn á 300 þúsund pund, sem jafngildir um 53 milljónum króna. The Guardian greinir frá málinu, en þar segir að grunur sé um að osturinn hafi verið fluttur til Rússlands eða Miðausturlanda. Breski stjörnukokkurinn Jamie Oliver er á meðal þeirra sem hefur tjáð sig um málið. Hann varar fylgjendur sína á samfélagsmiðlum við því að kaupa mikið magn af hágæðaosti á útsöluverði. „Umfangsmikið ostarán hefur verið framið. Einhverjum besta cheddarosti heims hefur verið stolið,“ segir Oliver. „Ef þið heyrið af fínum osti sem er seldur á lítinn pening þá gæti eitthvað gruggugt verið á seyði.“ Ben Ticehurst, aðalostagerðarmaðurinn hjá Trethowan Brothers-mjólkurbúinu sem mun hafa framleitt tólf tonn af þeim 22 sem var stolið er brugðið. „Við, eins og allir aðrir, veltum fyrir okkur hver vill svona mikinn ost? Ef þú ert ekki kjörbúð, hvað hefur þú þá að gera með 22 tonn af osti? Þetta vefst mikið fyrir okkur og vonandi mun þessi handtaka færa okkur svör.“
Bretland Erlend sakamál Matur Matvælaframleiðsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Sjá meira