Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar 4. nóvember 2024 10:01 Ein algengasti og mest ofnotaði frasi í íslenskri stjórnmálaumræðu í dag er: „Þetta gerðist á ykkar vakt.“. Þetta heyrist í hvert einasta skipti sem bent er á að staðan í stórum málaflokkum sé óviðunandi. Þetta er samt kjaftæði. Þessu er hent fram í umræðu um stöðu mála hvað hælisleitendur varðar og þegar fjallað er um ríkisútgjöld. Alltaf kemur sama svarið: „Þetta gerðist á ykkar vakt“. Innviðafjárfestingar, lestrarkennslan og orkumálin. Allt á að hafa orðið lakara á okkar vakt. Húsnæðismálin, matarverðið, verðbólgan, ruglið og bullið, alltaf er vísað í „okkar vakt“. Eitt sinn var Sjálfstæðisflokkurinn stjórnandi á vaktinni. Hann var skipstjórinn og tók þær ákvarðanir sem leiddu þjóðina til þeirrar velmegunar sem eftir er tekið í hinni víðu veröld. Hann hefur setið í 22 af 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans. Hann fékk umboð þjóðarinnar til leiða í jörðu stækkun landhelginnar, rafvæðingu landsins, aukið viðskiptafrelsi, þátttöku í Nató, viðbrögðin við óðaverðbólgunni og svo margt annað. Á seinustu árum hefur orðið breyting. Við lok seinustu aldar dansaði fylgið oft um og yfir 40% Í kosningum 2016 fengum við Sjálfstæðismenn 29% atkvæða og 21 þingmann kjörinn. Umboðið var áfram skýrt, þjóðin vildi hafa Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Hún vildi að hann bæri ábyrgðina, færi með stjórnina á vaktinni. Í kosningum 2017 var fylgið orðið 24,4%. Sjálfstæðisflokkurinn var enn á vaktinni, en í stað þess að gegna hlutverki skipstjóra var hann nú orðinn bátsmaður. Hann stjórnaði ekki lengur veiðiferðinni. Pólitískt vægi hafði minnkað verulega og þar með stjórnunin á skipinu. Stefnumálin náðu því síður fram að ganga enda það eðlilegt þegar unnið er með flokkum sem hafa gjörólíka stefnu í lykilmálaflokkum. Það má vel vera að það hafi verið mistök að standa vaktina með vinstriflokkunum jafn lengi og raunin varð. Ef til vill væri staðan í fylgiskönnunum önnur ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði skráð sig af vaktinni og neitað ábyrgð. Svo mikið er víst að staðan í stærstu málaflokkum væri önnur og betri ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði áfram farið með stjórnina á vaktinni. Þeir sem sárast kvarta yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð stefnumálum sínum fram á yfirstandandi kjörtímabili fá núna möguleika til að gera þar Bragabót á. Það er bara ein leið til að tryggja þær áherslur sem kvartað er undan með frasanum „Þetta gerðist á ykkar vakt. Það er að tryggja Sjálfstæðisflokknum nægilega gott kjör til að hann fari með vaktformennsku. Að hann sé í hlutverki skipstjóra, ekki bátsmanns. Þannig, -og bara þannig- verður hann ábyrgur fyrir vaktinni. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ein algengasti og mest ofnotaði frasi í íslenskri stjórnmálaumræðu í dag er: „Þetta gerðist á ykkar vakt.“. Þetta heyrist í hvert einasta skipti sem bent er á að staðan í stórum málaflokkum sé óviðunandi. Þetta er samt kjaftæði. Þessu er hent fram í umræðu um stöðu mála hvað hælisleitendur varðar og þegar fjallað er um ríkisútgjöld. Alltaf kemur sama svarið: „Þetta gerðist á ykkar vakt“. Innviðafjárfestingar, lestrarkennslan og orkumálin. Allt á að hafa orðið lakara á okkar vakt. Húsnæðismálin, matarverðið, verðbólgan, ruglið og bullið, alltaf er vísað í „okkar vakt“. Eitt sinn var Sjálfstæðisflokkurinn stjórnandi á vaktinni. Hann var skipstjórinn og tók þær ákvarðanir sem leiddu þjóðina til þeirrar velmegunar sem eftir er tekið í hinni víðu veröld. Hann hefur setið í 22 af 31 ríkisstjórn sem mynduð hefur verið frá stofnun hans. Hann fékk umboð þjóðarinnar til leiða í jörðu stækkun landhelginnar, rafvæðingu landsins, aukið viðskiptafrelsi, þátttöku í Nató, viðbrögðin við óðaverðbólgunni og svo margt annað. Á seinustu árum hefur orðið breyting. Við lok seinustu aldar dansaði fylgið oft um og yfir 40% Í kosningum 2016 fengum við Sjálfstæðismenn 29% atkvæða og 21 þingmann kjörinn. Umboðið var áfram skýrt, þjóðin vildi hafa Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Hún vildi að hann bæri ábyrgðina, færi með stjórnina á vaktinni. Í kosningum 2017 var fylgið orðið 24,4%. Sjálfstæðisflokkurinn var enn á vaktinni, en í stað þess að gegna hlutverki skipstjóra var hann nú orðinn bátsmaður. Hann stjórnaði ekki lengur veiðiferðinni. Pólitískt vægi hafði minnkað verulega og þar með stjórnunin á skipinu. Stefnumálin náðu því síður fram að ganga enda það eðlilegt þegar unnið er með flokkum sem hafa gjörólíka stefnu í lykilmálaflokkum. Það má vel vera að það hafi verið mistök að standa vaktina með vinstriflokkunum jafn lengi og raunin varð. Ef til vill væri staðan í fylgiskönnunum önnur ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði skráð sig af vaktinni og neitað ábyrgð. Svo mikið er víst að staðan í stærstu málaflokkum væri önnur og betri ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði áfram farið með stjórnina á vaktinni. Þeir sem sárast kvarta yfir því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki náð stefnumálum sínum fram á yfirstandandi kjörtímabili fá núna möguleika til að gera þar Bragabót á. Það er bara ein leið til að tryggja þær áherslur sem kvartað er undan með frasanum „Þetta gerðist á ykkar vakt. Það er að tryggja Sjálfstæðisflokknum nægilega gott kjör til að hann fari með vaktformennsku. Að hann sé í hlutverki skipstjóra, ekki bátsmanns. Þannig, -og bara þannig- verður hann ábyrgur fyrir vaktinni. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun