Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. nóvember 2024 13:48 Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem PrettyBoiTjokkó, og Eyþór Aron Wöhler, meðlimur hljómsveitarinnar Húbbabúbba. Vilhelm/Baldur Tveir íslenskir tónlistarmenn segjast hafa heyrt af því að fólk sem tengist þeim ekki kaupi svokallaðar gervispilanir á Spotify til að hafa áhrif á veðmál sem eru tengd útgáfum þeirra. Sjálfir kaupa þeir ekki gervispilanir og taka ekki þátt í umræddum veðmálum. Einn þeirra hefur sagt skilið við veðmálafyrirtækið Coolbet. „Þetta er oftast eitthvað í kringum það þegar að það eru veðmál í gangi eins og það var ákveðin veðmálasíða sem setti upp stuðla fyrir plötuna okkar. Þá hafa einhverjir, myndi ég halda, reynt að hafa áhrif á niðurstöðuna og kaupa þá streymi. Einhverjir utanaðkomandi sem eru með pening undir.“ Þetta segir Eyþór Aron Wöhler, meðlimur hljómsveitarinnar Húbbabúbba, í samtali við Vísi. Vefmálasíðan Coolbet bauð upp á veðmál á dögunum í tengslum við útgáfu nýjustu plötu hljómsveitarinnar. Þar gat fólk lagt fé undir varðandi í hvaða sæti tiltekin lög á plötunni myndu hafna í á vinsældarlista Íslands á streymisveitunni Spotify degi eftir útgáfuna. Plata hljómsveitarinnar, Stórasta plata í heimi, var gefin út þann 18. október en hún naut gífurlega vinsælda og skipuðu flest öll lögin af plötunni efstu sæti vinsældarlistans. Borið hefur á því að gervispilanir skili algjörlega óþekktum erlendum listamönnum í fyrsta sæti á vinsældarlista Spotify á Íslandi í skamman tíma. Lagalisti Spotify yfir 50 mest spiluðu lög landsins gefur góða mynd af því hvaða lög eru vinsælustu lög landsins. Hann uppfærist á hverjum degi og þar má alla jafnan finna kunnugleg nöfn. Grunar að um sé að ræða hagræðingu Spurður hvort að meðlimir hljómsveitarinnar eða einhver sem tengist henni hafi keypt gervispilanir eða framkvæmt þær með einhverjum hætti svarar Eyþór því neitandi og tekur fram að þeir hafi auðvitað ekki tekið þátt í veðmáli Coolbet. Hann segist þó hafa heyrt af því að einhverjir sem tengjast honum ekki með neinum hætti hafi veðjað á plötuna og mögulega gert tilraun til að hagræða útkomunni á vinsældarlistunum. „Það var hár stuðull á einu lagi, hæsti stuðullinn. Þeir reyndu að hafa áhrif á niðurstöðu veðmálsins. Ég hef grun um að það gæti verið einhvers konar hagræðing í gangi þar. Reyna hafa áhrif og græða pening.“ Eyþór segist einungis vera að einbeita sér að því að gera góða tónlist og að það komi ekki til greina að hafa áhrif á vinsældir hljómsveitarinnar á Spotify með neinum hætti. Spurður hvort hann kannist við það að tónlistarmenn í bransanum fái aðra til að spila lög endurtekið á streymisveitunni til að safna streymi svarar hann því neitandi. Patrik segir skilið við Coolbet Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem PrettyBoiTjokkó, tekur undir orð Eyþórs og tekur fram að strákarnir í Húbbabúbba myndu aldrei greiða fyrir gervispilanir. Coolbet bauð upp á sambærilegt veðmál í tengslum við útgáfu Patriks fyrir nokkru. Patrik segist ekki hafa tekið þátt í veðmálinu á sínum tíma og bætir við að hann hafi nú slitið öllum tengslum við veðmálasíðuna. Patrik hafði áður auglýst fatnað á vegum Coolbet á samfélagsmiðlum. „Ég hef aldrei borgað fyrir streymi á Íslandi. Menn eru oft að borga fyrir streymi út af þessum Coolbet-veðmálum sem þeir hafa verið að gera. Það gerðist ekki hjá okkur, þegar veðmálið var um lögin mín. Enda er ég hættur að tengja mig Coolbet, ég vil ekki tengja mig við veðmál lengur. Ég styð ekki veðmál því ég er edrú og finnst það ekki passa við mína ímynd að vera styðja fjárhættuspil.“ Hann segir það hræðilega þróun að það sé hægt að hagræða vinsældarlistum á Íslandi með gervispilunum en tekur fram að listarnir skipta ekki öllu máli. „Ég kem úr fótbolta og er íþróttamaður og hef verið keppnismaður allt mitt líf. Tónlist og list er ekki keppni. Maður reynir að gera lög fyrir sjálfan sig ekki svo þau verði vinsæl. Ef þau eru vinsæl þá er það bara frábært.“ Einnig sakaður um misferli því hann „flaug svo hratt á toppinn“ Spurður hvort að honum finnist það varhugavert að Coolbet bjóði upp á veðmál sem þessi sem gefa fólki hvata til að hafa áhrif á vinsældarlista og gefa jafnvel tónlistarmönnum sjálfum tækifæri á að leggja pening að veði og hafa síðan sjálfir áhrif á fjölda spilanna segir Patrik að það sé bæði og. Hann bendir á að veðmálin virki vel sem markaðssetning fyrir tónlistarmenn og að vinsældarlistar skipta ekki máli í stóra samhenginu. „Þeir í Húbbabúbba keyptu ekki neitt streymi, það voru allir að saka þá um það. Ég var líka sakaður um það, því ég flaug svo hátt á toppinn. Fólk sem var að hagræða úrslitum og var kannski að veðja á stuðulinn tíu og leggja undir hundrað þúsund kall og eyða kannski 500 Bandaríkjadölum í að kaupa streymi, þá græða þeir.“ Patrik bætir við að mestu máli skipti að Spotify uppfæri kerfi sitt þannig að það geti tekið út lög sem eru augljóslega að reiða sig á gervispilanir. „Tónlist er ekki keppni, við erum öll í sama liði, við erum öll að reyna gera okkar besta. List er mjög fallegt fyrirbæri og fólk á að virða list, sama á hvaða formi hún er. Við erum ekki í keppni, þetta er bara menning. Það eru forréttindi að Íslendingar eigi svona mikið af flottum tónlistarmönnum.“ Spila lög endurtekið til að keyra upp spilanir Andri Þór Jónsson, markaðsstjóri útgáfufélagsins Öldu music og yfirmaður stafrænna dreifingarmála, þekkir ekki til þess að tónlistarmenn á Íslandi kaupi gervispilanir á Spotify. „Það er frekar að fólk sé að hópa sér saman og keyra upp streymin með því að hafa lögin á endurtekningu. Ég held að það séu fáir sem ná að kaupa sér streymi og staðsetja það hérna á Íslandi þannig að það skili sér á okkar lista.“ Andri Þór Jónsson hefur beitt sér gegn gervispilunum á Spotify.Aðsend Hann segir ekkert staðfest varðandi það hvort fólk sé að kaupa gervispilarnir hér á landi. „Ég get nokkurn veginn staðfest það að það eru engir íslenskir listamenn sem eru að kaupa sér streymi sem skilar sér á listann hérna heima.“ Tónlist Menning Spotify Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er oftast eitthvað í kringum það þegar að það eru veðmál í gangi eins og það var ákveðin veðmálasíða sem setti upp stuðla fyrir plötuna okkar. Þá hafa einhverjir, myndi ég halda, reynt að hafa áhrif á niðurstöðuna og kaupa þá streymi. Einhverjir utanaðkomandi sem eru með pening undir.“ Þetta segir Eyþór Aron Wöhler, meðlimur hljómsveitarinnar Húbbabúbba, í samtali við Vísi. Vefmálasíðan Coolbet bauð upp á veðmál á dögunum í tengslum við útgáfu nýjustu plötu hljómsveitarinnar. Þar gat fólk lagt fé undir varðandi í hvaða sæti tiltekin lög á plötunni myndu hafna í á vinsældarlista Íslands á streymisveitunni Spotify degi eftir útgáfuna. Plata hljómsveitarinnar, Stórasta plata í heimi, var gefin út þann 18. október en hún naut gífurlega vinsælda og skipuðu flest öll lögin af plötunni efstu sæti vinsældarlistans. Borið hefur á því að gervispilanir skili algjörlega óþekktum erlendum listamönnum í fyrsta sæti á vinsældarlista Spotify á Íslandi í skamman tíma. Lagalisti Spotify yfir 50 mest spiluðu lög landsins gefur góða mynd af því hvaða lög eru vinsælustu lög landsins. Hann uppfærist á hverjum degi og þar má alla jafnan finna kunnugleg nöfn. Grunar að um sé að ræða hagræðingu Spurður hvort að meðlimir hljómsveitarinnar eða einhver sem tengist henni hafi keypt gervispilanir eða framkvæmt þær með einhverjum hætti svarar Eyþór því neitandi og tekur fram að þeir hafi auðvitað ekki tekið þátt í veðmáli Coolbet. Hann segist þó hafa heyrt af því að einhverjir sem tengjast honum ekki með neinum hætti hafi veðjað á plötuna og mögulega gert tilraun til að hagræða útkomunni á vinsældarlistunum. „Það var hár stuðull á einu lagi, hæsti stuðullinn. Þeir reyndu að hafa áhrif á niðurstöðu veðmálsins. Ég hef grun um að það gæti verið einhvers konar hagræðing í gangi þar. Reyna hafa áhrif og græða pening.“ Eyþór segist einungis vera að einbeita sér að því að gera góða tónlist og að það komi ekki til greina að hafa áhrif á vinsældir hljómsveitarinnar á Spotify með neinum hætti. Spurður hvort hann kannist við það að tónlistarmenn í bransanum fái aðra til að spila lög endurtekið á streymisveitunni til að safna streymi svarar hann því neitandi. Patrik segir skilið við Coolbet Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem PrettyBoiTjokkó, tekur undir orð Eyþórs og tekur fram að strákarnir í Húbbabúbba myndu aldrei greiða fyrir gervispilanir. Coolbet bauð upp á sambærilegt veðmál í tengslum við útgáfu Patriks fyrir nokkru. Patrik segist ekki hafa tekið þátt í veðmálinu á sínum tíma og bætir við að hann hafi nú slitið öllum tengslum við veðmálasíðuna. Patrik hafði áður auglýst fatnað á vegum Coolbet á samfélagsmiðlum. „Ég hef aldrei borgað fyrir streymi á Íslandi. Menn eru oft að borga fyrir streymi út af þessum Coolbet-veðmálum sem þeir hafa verið að gera. Það gerðist ekki hjá okkur, þegar veðmálið var um lögin mín. Enda er ég hættur að tengja mig Coolbet, ég vil ekki tengja mig við veðmál lengur. Ég styð ekki veðmál því ég er edrú og finnst það ekki passa við mína ímynd að vera styðja fjárhættuspil.“ Hann segir það hræðilega þróun að það sé hægt að hagræða vinsældarlistum á Íslandi með gervispilunum en tekur fram að listarnir skipta ekki öllu máli. „Ég kem úr fótbolta og er íþróttamaður og hef verið keppnismaður allt mitt líf. Tónlist og list er ekki keppni. Maður reynir að gera lög fyrir sjálfan sig ekki svo þau verði vinsæl. Ef þau eru vinsæl þá er það bara frábært.“ Einnig sakaður um misferli því hann „flaug svo hratt á toppinn“ Spurður hvort að honum finnist það varhugavert að Coolbet bjóði upp á veðmál sem þessi sem gefa fólki hvata til að hafa áhrif á vinsældarlista og gefa jafnvel tónlistarmönnum sjálfum tækifæri á að leggja pening að veði og hafa síðan sjálfir áhrif á fjölda spilanna segir Patrik að það sé bæði og. Hann bendir á að veðmálin virki vel sem markaðssetning fyrir tónlistarmenn og að vinsældarlistar skipta ekki máli í stóra samhenginu. „Þeir í Húbbabúbba keyptu ekki neitt streymi, það voru allir að saka þá um það. Ég var líka sakaður um það, því ég flaug svo hátt á toppinn. Fólk sem var að hagræða úrslitum og var kannski að veðja á stuðulinn tíu og leggja undir hundrað þúsund kall og eyða kannski 500 Bandaríkjadölum í að kaupa streymi, þá græða þeir.“ Patrik bætir við að mestu máli skipti að Spotify uppfæri kerfi sitt þannig að það geti tekið út lög sem eru augljóslega að reiða sig á gervispilanir. „Tónlist er ekki keppni, við erum öll í sama liði, við erum öll að reyna gera okkar besta. List er mjög fallegt fyrirbæri og fólk á að virða list, sama á hvaða formi hún er. Við erum ekki í keppni, þetta er bara menning. Það eru forréttindi að Íslendingar eigi svona mikið af flottum tónlistarmönnum.“ Spila lög endurtekið til að keyra upp spilanir Andri Þór Jónsson, markaðsstjóri útgáfufélagsins Öldu music og yfirmaður stafrænna dreifingarmála, þekkir ekki til þess að tónlistarmenn á Íslandi kaupi gervispilanir á Spotify. „Það er frekar að fólk sé að hópa sér saman og keyra upp streymin með því að hafa lögin á endurtekningu. Ég held að það séu fáir sem ná að kaupa sér streymi og staðsetja það hérna á Íslandi þannig að það skili sér á okkar lista.“ Andri Þór Jónsson hefur beitt sér gegn gervispilunum á Spotify.Aðsend Hann segir ekkert staðfest varðandi það hvort fólk sé að kaupa gervispilarnir hér á landi. „Ég get nokkurn veginn staðfest það að það eru engir íslenskir listamenn sem eru að kaupa sér streymi sem skilar sér á listann hérna heima.“
Tónlist Menning Spotify Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira