Skoðun

Ekki fokka þessu upp!

Gunnar Dan Wiium skrifar

Sjáðu barnið þitt. Sjáðu að barnið þitt vill aðeins tengjast þér, hanga í þér. Barnið þitt þarf að þú eyðir með því tíma. Sjáðu að barnið þitt þarf að vita hvar mörkin liggja, þú þarft að segja sögurnar, sögur úr fortíðinni, sögur frá því að þú varst barn. Barnið þitt á ekki að erfa sársaukan þinn. Þú átt að vinna úr þínum eigin sársauka sjálf/ur áður en þú segir frá honum. Komdu úr skjánum og segðu barninu þínu frá hverri einustu frumu og mætti hverrar einustu hugsunar. Taktu við barninu þínu þegar það hefur velst um í samfélaginu og veittu því aðgang að taugakerfinu þínu. Taugakerfi þitt verður að vera stöðugt næstum því alltaf. Sjáðu þegar þú ert ekki stöðug/ur og eignaðu þér það og sýndu barninu þínu að þú sjáir eigin vankanta, sýndu barninu þínu að þú sért fullkomlega ófullkomin. Segðu barninu þínu frá vanmætti þínum og að það sé til guð, alviturt og skapandi alheimsafl. Hjálpaðu barninu þínu í gegnum kerfið og kenndu því að efast jafnt sem að trúa. Kenndu barninu þínu að spyrja réttu spurningana. Ekki gefa því öll svörin, svaraðu spurningum með með annari og leiddu það að sannleikanum. Kenndu barninu þínu að leiðast, kenndu barninu þínu að vinna, kenndu barninu þínu að slaka á. Kenndu barninu þínu að anda og slaka á hverjum vöðva. Sýndu barninu þínu hvar þú ert á daginn, láttu barnið þitt vita að allan daginn hefur það aðgang að þér. Ekki gera daginn þinn að svartholi sem barnið þitt fyllir af djöflum. Vittu að barnið þitt elur sig ekki upp sjálft, þú berð ábyrgð, samfélagið aðeins ef það er hæft til þess og það er þitt að sjá hvort að svo sé eða ekki. Fórnaðu þér fyrir barnið þitt finndu þig í þessu tímabundna hlutverki sem þú tókst að þér. Kenndu barninu þínu að gangast við mistökum og iðrast og vaxa. Komdu úr þessari stöðugu sjálfshyggju og axlaðu ábyrgð, ekki fokka þessu upp.

Höfundur starfar sem sem verslunarstjóri Handverkshússins, umboðsmaður og þáttarstjórnandi halaðvarps Þvottahússins.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×