Niðurstöður kosninga í Bandaríkjunum verða sögulegar sama hvernig fer að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Við tökum stöðuna á skoðanakönnunum á deginum fyrir kosningar.
Atkvæðagreiðsla er hafin um mun harðari verkfallsaðgerðir lækna. Við kynnum okkur útfærslu þeirra og ræðum við formann læknafélagsins í beinni.
Núna er orðið ljóst að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára verður ekki lögð fyrir yfirstandandi þing. Kristján Már Unnarsson mætir í myndver og ræðir þau verkefni sem þó stendur til að bjóða út.
Þá hittum við sundgarpa sem synti frá Reyðarfirði til Eskifjarðar, kíkjum á samstöðufund hundaeigenda og ræðum við Geir H. Haarde í beinni um nýja ævisögu.
Í Sportpakkanum heyrum við í þjálfara Njarðvíkur um góða byrjun þeirra á tímabilinu og í Íslandi í dag kynnir Kristín Ólafsdóttir sér það nýjasta í andlega heiminum.