Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar 6. nóvember 2024 07:17 Það er vaxtaákvörðunardagur 20. nóvember. Verðbólgan hefur verið að hjaðna og raunvextir í hæstu hæðum. Við fyrstu sýn virðist ákvörðun peningastefnunefndar einföld og auðveld. Lækkun stýrivaxta er borðleggjandi, hressileg lækkun væri vel þegin. Málið er vandasamara þegar litið er undið húddið á efnahagsvélinni. Hagvöxtur hefur verið keyrður niður í núll, verðbólga er enn töluverð, atvinnuleysi er að aukast. Ástandið á húsnæðismarkaði er súrrealískt þar sem gríðarlegur skortur er á húsnæði en eftirspurnin lítil vegna þess að fólk ræður ekki við að kaupa. Íbúðir standa auðar og æ fleira fólk á götunni. Verktakar vilja ekki hefjast handa vegna hárra vaxta. Vanskil lántakenda eru að vaxa, gjaldþrot veitingastaða er að aukast vegna hárra vaxta, launakostnaðar og verðbólgu. Kjarasamningar eru í uppnámi og enn á eftir að semja við margar stéttir með tilheyrandi verðbólguþrystingi og verkföll hafa verið boðuð. Þessi þróun hefur blasað við allt þetta ár og á því ekki að koma á óvart. Þetta heitir kyrrstöðuverðbólga (e. Stagflation) og er ástand sem enginn vill vera í þar sem hefðbundin meðöl duga ekki. Það má telja næsta öruggt að lækki Seðlabankinn stýrivexti muni verðbólga aukast og atvinnuleysi aukast til skamms tíma að minnsta kosti. Verkefni næstu ríkisstjórnar er ekki öfundsvert. Hún mun þurfa að taka margar erfiðar ákvarðanir og ekki verður hægt að standa við öll kosningaloforð. Ég vil óska næstu ríkisstjórnar velfarnaðar í störfum sínum, ekki veitir af, því efnahagsástandið lítur ekki vel út, því miður. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Það er vaxtaákvörðunardagur 20. nóvember. Verðbólgan hefur verið að hjaðna og raunvextir í hæstu hæðum. Við fyrstu sýn virðist ákvörðun peningastefnunefndar einföld og auðveld. Lækkun stýrivaxta er borðleggjandi, hressileg lækkun væri vel þegin. Málið er vandasamara þegar litið er undið húddið á efnahagsvélinni. Hagvöxtur hefur verið keyrður niður í núll, verðbólga er enn töluverð, atvinnuleysi er að aukast. Ástandið á húsnæðismarkaði er súrrealískt þar sem gríðarlegur skortur er á húsnæði en eftirspurnin lítil vegna þess að fólk ræður ekki við að kaupa. Íbúðir standa auðar og æ fleira fólk á götunni. Verktakar vilja ekki hefjast handa vegna hárra vaxta. Vanskil lántakenda eru að vaxa, gjaldþrot veitingastaða er að aukast vegna hárra vaxta, launakostnaðar og verðbólgu. Kjarasamningar eru í uppnámi og enn á eftir að semja við margar stéttir með tilheyrandi verðbólguþrystingi og verkföll hafa verið boðuð. Þessi þróun hefur blasað við allt þetta ár og á því ekki að koma á óvart. Þetta heitir kyrrstöðuverðbólga (e. Stagflation) og er ástand sem enginn vill vera í þar sem hefðbundin meðöl duga ekki. Það má telja næsta öruggt að lækki Seðlabankinn stýrivexti muni verðbólga aukast og atvinnuleysi aukast til skamms tíma að minnsta kosti. Verkefni næstu ríkisstjórnar er ekki öfundsvert. Hún mun þurfa að taka margar erfiðar ákvarðanir og ekki verður hægt að standa við öll kosningaloforð. Ég vil óska næstu ríkisstjórnar velfarnaðar í störfum sínum, ekki veitir af, því efnahagsástandið lítur ekki vel út, því miður. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.