Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar 6. nóvember 2024 07:17 Það er vaxtaákvörðunardagur 20. nóvember. Verðbólgan hefur verið að hjaðna og raunvextir í hæstu hæðum. Við fyrstu sýn virðist ákvörðun peningastefnunefndar einföld og auðveld. Lækkun stýrivaxta er borðleggjandi, hressileg lækkun væri vel þegin. Málið er vandasamara þegar litið er undið húddið á efnahagsvélinni. Hagvöxtur hefur verið keyrður niður í núll, verðbólga er enn töluverð, atvinnuleysi er að aukast. Ástandið á húsnæðismarkaði er súrrealískt þar sem gríðarlegur skortur er á húsnæði en eftirspurnin lítil vegna þess að fólk ræður ekki við að kaupa. Íbúðir standa auðar og æ fleira fólk á götunni. Verktakar vilja ekki hefjast handa vegna hárra vaxta. Vanskil lántakenda eru að vaxa, gjaldþrot veitingastaða er að aukast vegna hárra vaxta, launakostnaðar og verðbólgu. Kjarasamningar eru í uppnámi og enn á eftir að semja við margar stéttir með tilheyrandi verðbólguþrystingi og verkföll hafa verið boðuð. Þessi þróun hefur blasað við allt þetta ár og á því ekki að koma á óvart. Þetta heitir kyrrstöðuverðbólga (e. Stagflation) og er ástand sem enginn vill vera í þar sem hefðbundin meðöl duga ekki. Það má telja næsta öruggt að lækki Seðlabankinn stýrivexti muni verðbólga aukast og atvinnuleysi aukast til skamms tíma að minnsta kosti. Verkefni næstu ríkisstjórnar er ekki öfundsvert. Hún mun þurfa að taka margar erfiðar ákvarðanir og ekki verður hægt að standa við öll kosningaloforð. Ég vil óska næstu ríkisstjórnar velfarnaðar í störfum sínum, ekki veitir af, því efnahagsástandið lítur ekki vel út, því miður. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er vaxtaákvörðunardagur 20. nóvember. Verðbólgan hefur verið að hjaðna og raunvextir í hæstu hæðum. Við fyrstu sýn virðist ákvörðun peningastefnunefndar einföld og auðveld. Lækkun stýrivaxta er borðleggjandi, hressileg lækkun væri vel þegin. Málið er vandasamara þegar litið er undið húddið á efnahagsvélinni. Hagvöxtur hefur verið keyrður niður í núll, verðbólga er enn töluverð, atvinnuleysi er að aukast. Ástandið á húsnæðismarkaði er súrrealískt þar sem gríðarlegur skortur er á húsnæði en eftirspurnin lítil vegna þess að fólk ræður ekki við að kaupa. Íbúðir standa auðar og æ fleira fólk á götunni. Verktakar vilja ekki hefjast handa vegna hárra vaxta. Vanskil lántakenda eru að vaxa, gjaldþrot veitingastaða er að aukast vegna hárra vaxta, launakostnaðar og verðbólgu. Kjarasamningar eru í uppnámi og enn á eftir að semja við margar stéttir með tilheyrandi verðbólguþrystingi og verkföll hafa verið boðuð. Þessi þróun hefur blasað við allt þetta ár og á því ekki að koma á óvart. Þetta heitir kyrrstöðuverðbólga (e. Stagflation) og er ástand sem enginn vill vera í þar sem hefðbundin meðöl duga ekki. Það má telja næsta öruggt að lækki Seðlabankinn stýrivexti muni verðbólga aukast og atvinnuleysi aukast til skamms tíma að minnsta kosti. Verkefni næstu ríkisstjórnar er ekki öfundsvert. Hún mun þurfa að taka margar erfiðar ákvarðanir og ekki verður hægt að standa við öll kosningaloforð. Ég vil óska næstu ríkisstjórnar velfarnaðar í störfum sínum, ekki veitir af, því efnahagsástandið lítur ekki vel út, því miður. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar