Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 10:00 Þetta er spurning sem er auðsvarað. Svarið er að ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa ekki haft áhuga á að byggja hjúkrunarrými í samræmi við fyrirséða öldrun þjóðarinnar sem jafnframt felur í sér að fleiri þurfa pláss á hjúkrunarheimili en áður. Dvalarheimilum var undanfarna tvo áratugi breytt í hjúkrunarheimili til að mæta aukinni þörf eftir hjúkrunarrýmum en nú eru nánast engin dvalarheimili eftir og því frekari uppbygging hjúkrunarheimila nauðsynleg. En stjórnmálaflokkarnir sem hafa haldið utan um taumana undanfarin ár vilja fara aðrar leiðir. Þeir sjá nefnilega fyrir sér að það séu ódýrari leiðir til að mæta öldrun þjóðarinnar. Sem dæmi bendi ég á þessa setningu í stefnu Willums Þórs, heilbrigðisráðherra, um heilbrigðisþjónustu við aldraða: „Í ljósi fjölgunar í hópi eldra fólks og þess að færri hendur verði til að sinna umönnun aldraðra í framtíðinni vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar er flestum orðið ljóst að nýta þarf tæknina eins og kostur er, leita nýrra lausna, aðferða og nýrra úrræða til að tryggja fullnægjandi þjónustu við aldraða.“ Einnig vil ég vitna í fyrrverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur sem sagði á sínum tíma: „Mín sýn á málaflokkinn, af því að hér er sérstaklega spurt um það, er sú að við þurfum að leggja stóraukna áherslu á heilsueflingu og forvarnir. En við þurfum líka að leggja stóraukna áherslu á möguleika aldraðra til að búa heima.“ Þetta er sýn ríkisstjórnarflokkanna. Í stað þess að fjölga hjúkrunarrýmum þá ætla þeir að halda fólki heima í ódýrari úrræðum. Staðreyndin er einfaldlega sú að á einhverjum tímapunkti getur fólk ekki lengur dvalið heima, alveg sama hversu mikið af nýjum lausnum og aðferðum við innleiðum. Það verður að byggja fleiri hjúkrunarheimili. Nú er það svo að til er opinber sjóður sem hefur það að meginmarkmiði að byggja fleiri hjúkrunarheimili. En því miður hafa ríkisstjórnir allt frá stofnun sjóðsins, gengið um hann eins og brotinn sparibauk. Það er árlegur viðburður að fjármálaráðherra hverrar ríkisstjórnar leggi til að nýta megi fjármagn sjóðsins til annarra hluta en framkvæmda. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni, sem barst síðasta haust, runnu tæpir 9 milljarðar til annarra verkefna á síðustu 10 árum, sem lögum samkvæmt hefðu átt að nýtast til uppbyggingar hjúkrunarheimila. Þetta er vítavert! Við í Flokki fólksins viljum brjóta land og byggja, og þá verður lögð áhersla á að byggja fyrir þá hópa sem þurfa mest á húsnæði að halda, fatlað fólk, eldra fólk, fólk með flóknar stuðningsþarfir. Við munum ráðast í stórátak í fjölgun hjúkrunarrýma og koma í veg fyrir að fólk þurfi að dvelja vikum og mánuðum saman á Landspítalanum á meðan það bíður eftir að fá hjúkrunarrými. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur skipar 2. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Flokk fólksins í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Þetta er spurning sem er auðsvarað. Svarið er að ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa ekki haft áhuga á að byggja hjúkrunarrými í samræmi við fyrirséða öldrun þjóðarinnar sem jafnframt felur í sér að fleiri þurfa pláss á hjúkrunarheimili en áður. Dvalarheimilum var undanfarna tvo áratugi breytt í hjúkrunarheimili til að mæta aukinni þörf eftir hjúkrunarrýmum en nú eru nánast engin dvalarheimili eftir og því frekari uppbygging hjúkrunarheimila nauðsynleg. En stjórnmálaflokkarnir sem hafa haldið utan um taumana undanfarin ár vilja fara aðrar leiðir. Þeir sjá nefnilega fyrir sér að það séu ódýrari leiðir til að mæta öldrun þjóðarinnar. Sem dæmi bendi ég á þessa setningu í stefnu Willums Þórs, heilbrigðisráðherra, um heilbrigðisþjónustu við aldraða: „Í ljósi fjölgunar í hópi eldra fólks og þess að færri hendur verði til að sinna umönnun aldraðra í framtíðinni vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar er flestum orðið ljóst að nýta þarf tæknina eins og kostur er, leita nýrra lausna, aðferða og nýrra úrræða til að tryggja fullnægjandi þjónustu við aldraða.“ Einnig vil ég vitna í fyrrverandi heilbrigðisráðherra Svandísi Svavarsdóttur sem sagði á sínum tíma: „Mín sýn á málaflokkinn, af því að hér er sérstaklega spurt um það, er sú að við þurfum að leggja stóraukna áherslu á heilsueflingu og forvarnir. En við þurfum líka að leggja stóraukna áherslu á möguleika aldraðra til að búa heima.“ Þetta er sýn ríkisstjórnarflokkanna. Í stað þess að fjölga hjúkrunarrýmum þá ætla þeir að halda fólki heima í ódýrari úrræðum. Staðreyndin er einfaldlega sú að á einhverjum tímapunkti getur fólk ekki lengur dvalið heima, alveg sama hversu mikið af nýjum lausnum og aðferðum við innleiðum. Það verður að byggja fleiri hjúkrunarheimili. Nú er það svo að til er opinber sjóður sem hefur það að meginmarkmiði að byggja fleiri hjúkrunarheimili. En því miður hafa ríkisstjórnir allt frá stofnun sjóðsins, gengið um hann eins og brotinn sparibauk. Það er árlegur viðburður að fjármálaráðherra hverrar ríkisstjórnar leggi til að nýta megi fjármagn sjóðsins til annarra hluta en framkvæmda. Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn minni, sem barst síðasta haust, runnu tæpir 9 milljarðar til annarra verkefna á síðustu 10 árum, sem lögum samkvæmt hefðu átt að nýtast til uppbyggingar hjúkrunarheimila. Þetta er vítavert! Við í Flokki fólksins viljum brjóta land og byggja, og þá verður lögð áhersla á að byggja fyrir þá hópa sem þurfa mest á húsnæði að halda, fatlað fólk, eldra fólk, fólk með flóknar stuðningsþarfir. Við munum ráðast í stórátak í fjölgun hjúkrunarrýma og koma í veg fyrir að fólk þurfi að dvelja vikum og mánuðum saman á Landspítalanum á meðan það bíður eftir að fá hjúkrunarrými. Fólkið fyrst, svo allt hitt! Höfundur skipar 2. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir Flokk fólksins í komandi alþingiskosningum.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun