Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar 6. nóvember 2024 12:16 Orðatiltækið „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ á sjaldan jafn vel við og þegar eitthvað sem við lítum á sem sjálfsögð réttindi er hrifsað af okkur. Á þessum tímum finna konur um allan heim fyrir ótta við að missa réttindi yfir eigin líkama, af ærinni ástæðu. Konur í Bandaríkjunum eru meðal þeirra sem hafa upplifað þennan ótta undanfarin ár. Í landi frelsisins var konum tryggður réttur til þungunarrofs árið 1973 þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna, með sjö atkvæðum gegn tveimur, komst að þeirri niðurstöðu í máli Roe gegn Wade að lög gegn þungunarrofi brytu í bága við stjórnarskrá landsins. Þessi dómur hefur verið túlkaður sem skýrt fordæmi þess að þungunarrof var leyft í landinu og konur öðluðust rétt til að ráða yfir eigin líkama. Það kom því bandarísku þjóðinni og heimsbyggðinni á óvart þegar raddir sem töluðu gegn þungunarrofi urðu enn háværari í kosningabaráttu Clinton og Trump árið 2016. Trump sjálfur, sem hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna á ný, tjáði þá skoðun sína opinskátt að hann væri mótfallinn þungunarrofi. Almenningur var upp til hópa hneykslaður en tók ekki of mikið mark á orðum hans, þetta hlyti nú bara að vera kosningaáróður. Þegar Trump sigraði kosningarnar árið 2016 varð fljótt ljóst að orðin voru ekki innantóm. Andstæðingar þungunarrofa fengu byr í seglin. Trump tilnefndi dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna sem andsnúnir voru þungunarrofum og lá það fyrir að stjórnarskrárvarinn réttur kvenna til þungunarrofs var í hættu. Óttinn var réttmætur og sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna dómi Roe gegn Wade við árið 2022, 49 árum eftir að rétturinn til þungunarrofs var tryggður. Með þessum dómi varð þungunarrof þegar ólöglegt víða um landið, en ný lög sem banna þungunarrof tóku samstundis gildi í þrettán ríkjum Bandaríkjanna þegar úrskurðurinn féll. Í dag eru 27 ríki í Bandaríkjunum með einhverskonar takmarkanir, þar af eru 17 ríki sem hafa þrengt löggjöfina svo verulega að einungis er hægt að gangast undir þungunarrof í undantekningartilfellum. Þónokkur ríki leggja blátt bann við þungunarrofi og eru engar undantekningar þar á, þrátt fyrir að líf konu sé í húfi eða ef getnaður hefur orðið eftir nauðgun. Konur þurfa oft að ferðast á milli ríkja til að sækja þessa þjónustu og í einhverjum ríkjum, t.d. Idaho, eru í gildi lög sem heimila ættingjum þungaðra kvenna að lögsækja heilbrigðisstarfsfólk fyrir þungunarrof. Konan sjálf á jafnframt á hættu að lenda í fangelsi. Að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs kemur ekki í veg fyrir að þau eigi sér stað, heldur vegur það að öryggi þeirra. Í ríkjum Bandaríkjanna þar sem lög hafa verið hert er dánartíðni ófrískra kvenna um 62% hærri en í ríkjum með rýmri lagasetningu, því oftar en ekki taka þær málin í eigin hendur. Því miður virðist enn á ný vera þörf á hinu svokallaða Jane Collective sem var virkt á sjötta áratugnum í Bandaríkjunum þar sem hópur aktívista aðstoðaði þungaðar konur við að komast í öruggt þungunarrof áður en það varð löglegt árið 1973. Nú þegar Trump hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna að nýju er ljóst að réttindi kvenna vestanhafs eru í enn meiri hættu en áður. Fjölmargir kvenréttindahópar sem og pólitískir hópar hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu kvenna í aðdraganda kosningana. Á sama tíma eru milljónir einstaklinga í Bandaríkjunum staðráðnir í að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt og frelsi kvenna. Það er langt og krefjandi verkefni framundan en vonin býr í samstöðu þeirra sem standa vörð um frelsi kvenna. Niðurstaða kosningana er góð áminning um að baráttunni er aldrei lokið og að við verðum að standa vörð um rétt kvenna. Vindar heimsins blása í ólíkar áttir Þungunarrof eru umdeild víðsvegar um heiminn en einungis 34% kvenna á barneignaraldri búa í löndum þar sem þær hafa frelsi til að gangast undir þungunarrof á eigin forsendum. Ásamt Bandaríkjunum hafa m.a. Pólland, El Salvador og Nicaragua þrengt verulega að réttinum til þungunarrofs á síðustu árum. Skert aðgengi að öruggu þungunarrofi veldur miklum skaða en talið er að um 39.000 konur láti lífið á hverju ári er þær gangast undir óörugg þungunarrof. Ísland fremst meðal þjóða Því er oft haldið fram að sorgleg þróun kvenréttinda í öðrum löndum eigi ekkert skylt við stöðuna á Íslandi. Að mati höfunda er það bæði óskhyggja og veruleikafirring að halda því fram að íslenska þjóðin sé sérstaklega vernduð gegn bakslagi þegar kemur að kvenréttindum. Umræðan um rétt kvenna yfir eigin líkama hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár og má draga þá ályktun að óskammfeilnar tilraunir fjölmargra þjóða til að veikja réttindi kvenna hafi áhrif á umræðuna hérlendis. Það lá ljóst fyrir vorið 2019 þegar þingmenn á Alþingi Íslendinga deildu skoðunum sínum á frumvarpi til laga um þungunarrof sem lagt var fram af þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. Markmið frumvarpsins var „[a]ð tryggja að sjálfsforræði kvenna sem óska eftir þungunarrofi sé virt með því að veita þeim öruggan aðgang að heilbrigðisþjónustu í samræmi við ákvæði laganna.“ Helsta breytingin sem frumvarpið hafði í för með sér var að veita þunguðum konum fullt ákvörðunarvald um það hvort þær ali barn fram að lokum 22. viku þungunar, óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeirri ákvörðun. Í þeim lögum sem samþykkt voru er enn tekið fram að þungunarrof skulu ætíð framkvæmd eins fljótt og auðið er og helst fyrir lok 12. viku þungunar. Rétt er að taka fram að í eldri lögum lá fyrir heimild til að binda enda á meðgöngu á 22. viku, en þá þurfti þunguð kona sérstakt samþykki úrskurðarnefndar sem skipuð var af heilbrigðisráðherra. Samkvæmt framangreindum staðreyndum er ljóst að ekki var verið að hvetja konur til að fara í þungunarrof seinna á meðgöngu en áður. Aðeins var verið að yfirfæra ákvörðunarréttinn til kvenna, ákvörðun sem þær þurftu áður að bera undir úrskurðarnefnd. Ef við horfum á staðreyndirnar þá er ljóst að kona sem fer með mál sitt fyrir úrskurðarnefnd veit nú þegar hvað hún vill gera. Við teljum okkur búa í velferðarsamfélagi sem veitir konum þá grunnheilbrigðisþjónustu að binda enda á meðgöngu ef ástæða er til þess. Hvort sem sú ástæða sé að fóstur teljist ekki lífvænlegt til frambúðar að mati lækna, getnaður hafi orðið eftir nauðgun, félagslegar aðstæður séu ekki réttar eða hreinlega að kona ákveði að hún vilji ekki ganga með barn, þá ber okkur sem samfélagi að virða þá ákvörðun konunnar. Lykilatriðið hér er að ákvörðunin er konunnar. Engin ákvörðun um þungunarrof er konu léttbær og það að líkja þeim þungbæru tímamótum við eitthvað jafn lítilvægt og að kaupa bland í poka er ekki einungis ómálefnalegt heldur hreinlega rangt. Að veita konum það úrræði að fara í þungunarrof á 22. viku er öryggismál og er athyglisvert að geta þess að þungunarrofsaðgerðum hefur ekki fjölgað eftir þessa lagabreytingu. Árið 2020 voru 83% kvenna sem gengu undir þungunarrof gengnar skemur en 9 vikur. Innan við tíu þungunarrof voru framkvæmd eftir meira en 20 vikur á meðgöngu, eða um 0,8%. Frumvarpið var samþykkt í maí 2019 með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði og tveir voru fjarverandi. Af þeim 40 þingmönnum sem samþykktu umrætt frumvarp voru 22 karlar og 18 konur. Tvær konur greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þær Sigríður Á. Andersen og Inga Sæland, ásamt 16 körlum. Málið var afar umdeilt og klofnaði t.a.m. þingflokkur Sjálfstæðisflokksins í afstöðu sinni en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og þáverandi fjármálaráðherra var einn af þeim sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir, Vinstri græn og Framsókn, studdu frumvarpið. Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, hafði einnig lagt fram tillögu þess efnis að taka frumvarp um þungunarrof af dagskrá þingsins, en tillaga hans var felld með 44 atkvæðum gegn 16. Hvert förum við svo? Rúmlega þriðjungur þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði um þungunarrofsfrumvarpið svokallaða kusu gegn því. Það er því ekki nema von að almenningur velti því fyrir sér hvort að þessi þriðjungur þingmanna endurspegli ⅓ af íslensku þjóðinni. Hávær umræða hefur verið uppi um að stuðningur við kvenréttindi hafi ekkert með þessa atkvæðagreiðslu að gera og að þrátt fyrir að einstaka þingmenn hafi kosið gegn frumvarpinu þá séu þeir samt ötulir talsmenn jafnréttis. En orðum fylgja ábyrgð og ef gjörðir ganga ekki í takt eru orðin ekkert meira en innantómt raus. Þrátt fyrir að staðan á Íslandi sé ekki sú sama og í Bandaríkjunum, Póllandi, Brasilíu eða á Möltu þá þýðir það ekki að við getum sofnað á verðinum. Umræðan í kringum framangreint frumvarp vakti upp réttmætar áhyggjur meðal þjóðarinnar og ef við stöndum ekki vörð um þau réttindi sem við teljum sjálfsögð, þá gætum við vaknað upp við vondan draum í náinni framtíð. Fólk hvorki öðlast né missir mannréttindi á einni nóttu og það að Ísland sé fremst meðal þjóða hvað varðar kvenfrelsi er ekki tilviljun. Þeirri stöðu höldum við ekki án þess að leggja okkur fram. Við þurfum að treysta konum fyrir sjálfsákvörðunarrétti sínum og við megum ekki sofna á verðinum, því baráttunni er aldrei lokið. Höfundar eru ungar konur úr Viðreisn, Samfylkingunni, Framsókn, Pírötum, Vinstri grænum og Sósíalistaflokknum. Höfundar (í stafrófsröð): Adda Steina Haraldsdóttir, Aldey Unnar Traustadóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Alexandra Ýr van Erven, Alma Mjöll Ólafsdóttir, Amna Hasecic, Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir, Anna Sigríður Hafliðadóttir, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Ástrós Rut Sigurðardóttir, Berglind Sunna Bragadóttir, Draumey Ósk Ómarsdóttir, Elva Dögg Sigurðardóttir, Embla Líf Hallsdóttir, Emilía Björt Írisardóttir Bachmann, Emma Ósk Ragnarsdóttir, Erna Hrund Hermannsdóttir, Erna Kristín Stefánsdóttir, Erna Mist, Eva Dögg Davíðsdóttir, Eva Mattadóttir, Eva Sjöfn Helgadóttir, Eyrún Þórsdóttir, Gréta Dögg Þórisdóttir, Guðlaug Björgvinsdóttir, Halla Rut Ákadóttir, Halldóra Rut Baldursdóttir, Heiða Ingimarsdóttir, Heiðdís Geirsdóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, Ingileif Friðriksdóttir, Ingunn Rós Kristjánsdóttir, Íris E. Gísladóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jóna Þórey Pétursdóttir, Karítas Ríkharðsdóttir, Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, Klara Mist Olsen Pálsdóttir, Kolfinna Tómasdóttir, Kristín Hulda Gísladóttir, Kristín Magnúsdóttir, Lenya Rún Taha Karim, Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Margrét Áslaug Heiðarsdóttir, María Ellen Steingrímsdóttir, María Rut Kristinsdóttir, Ólöf Rún Pétursdóttir, Pálína Axelsdóttir Njarðvík, Ragna Sigurðardóttir, Rebekka Rósinberg Harðardóttir, Sandra Karen Sjóldal, Sandra Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sólborg Guðbrandsdóttir, Sóley Reynisdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir, Sunna Valgerðardóttir, Thea Rut Jónsdóttir, Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, Una Hildardóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Urður Arna Ómarsdóttir, Valgerður María Þorsteinsdóttir, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Þórdís Arna Bjarkarsdóttir og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þungunarrof Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Orðatiltækið „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ á sjaldan jafn vel við og þegar eitthvað sem við lítum á sem sjálfsögð réttindi er hrifsað af okkur. Á þessum tímum finna konur um allan heim fyrir ótta við að missa réttindi yfir eigin líkama, af ærinni ástæðu. Konur í Bandaríkjunum eru meðal þeirra sem hafa upplifað þennan ótta undanfarin ár. Í landi frelsisins var konum tryggður réttur til þungunarrofs árið 1973 þegar Hæstiréttur Bandaríkjanna, með sjö atkvæðum gegn tveimur, komst að þeirri niðurstöðu í máli Roe gegn Wade að lög gegn þungunarrofi brytu í bága við stjórnarskrá landsins. Þessi dómur hefur verið túlkaður sem skýrt fordæmi þess að þungunarrof var leyft í landinu og konur öðluðust rétt til að ráða yfir eigin líkama. Það kom því bandarísku þjóðinni og heimsbyggðinni á óvart þegar raddir sem töluðu gegn þungunarrofi urðu enn háværari í kosningabaráttu Clinton og Trump árið 2016. Trump sjálfur, sem hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna á ný, tjáði þá skoðun sína opinskátt að hann væri mótfallinn þungunarrofi. Almenningur var upp til hópa hneykslaður en tók ekki of mikið mark á orðum hans, þetta hlyti nú bara að vera kosningaáróður. Þegar Trump sigraði kosningarnar árið 2016 varð fljótt ljóst að orðin voru ekki innantóm. Andstæðingar þungunarrofa fengu byr í seglin. Trump tilnefndi dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna sem andsnúnir voru þungunarrofum og lá það fyrir að stjórnarskrárvarinn réttur kvenna til þungunarrofs var í hættu. Óttinn var réttmætur og sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna dómi Roe gegn Wade við árið 2022, 49 árum eftir að rétturinn til þungunarrofs var tryggður. Með þessum dómi varð þungunarrof þegar ólöglegt víða um landið, en ný lög sem banna þungunarrof tóku samstundis gildi í þrettán ríkjum Bandaríkjanna þegar úrskurðurinn féll. Í dag eru 27 ríki í Bandaríkjunum með einhverskonar takmarkanir, þar af eru 17 ríki sem hafa þrengt löggjöfina svo verulega að einungis er hægt að gangast undir þungunarrof í undantekningartilfellum. Þónokkur ríki leggja blátt bann við þungunarrofi og eru engar undantekningar þar á, þrátt fyrir að líf konu sé í húfi eða ef getnaður hefur orðið eftir nauðgun. Konur þurfa oft að ferðast á milli ríkja til að sækja þessa þjónustu og í einhverjum ríkjum, t.d. Idaho, eru í gildi lög sem heimila ættingjum þungaðra kvenna að lögsækja heilbrigðisstarfsfólk fyrir þungunarrof. Konan sjálf á jafnframt á hættu að lenda í fangelsi. Að þrengja að rétti kvenna til þungunarrofs kemur ekki í veg fyrir að þau eigi sér stað, heldur vegur það að öryggi þeirra. Í ríkjum Bandaríkjanna þar sem lög hafa verið hert er dánartíðni ófrískra kvenna um 62% hærri en í ríkjum með rýmri lagasetningu, því oftar en ekki taka þær málin í eigin hendur. Því miður virðist enn á ný vera þörf á hinu svokallaða Jane Collective sem var virkt á sjötta áratugnum í Bandaríkjunum þar sem hópur aktívista aðstoðaði þungaðar konur við að komast í öruggt þungunarrof áður en það varð löglegt árið 1973. Nú þegar Trump hefur verið kjörinn forseti Bandaríkjanna að nýju er ljóst að réttindi kvenna vestanhafs eru í enn meiri hættu en áður. Fjölmargir kvenréttindahópar sem og pólitískir hópar hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu kvenna í aðdraganda kosningana. Á sama tíma eru milljónir einstaklinga í Bandaríkjunum staðráðnir í að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt og frelsi kvenna. Það er langt og krefjandi verkefni framundan en vonin býr í samstöðu þeirra sem standa vörð um frelsi kvenna. Niðurstaða kosningana er góð áminning um að baráttunni er aldrei lokið og að við verðum að standa vörð um rétt kvenna. Vindar heimsins blása í ólíkar áttir Þungunarrof eru umdeild víðsvegar um heiminn en einungis 34% kvenna á barneignaraldri búa í löndum þar sem þær hafa frelsi til að gangast undir þungunarrof á eigin forsendum. Ásamt Bandaríkjunum hafa m.a. Pólland, El Salvador og Nicaragua þrengt verulega að réttinum til þungunarrofs á síðustu árum. Skert aðgengi að öruggu þungunarrofi veldur miklum skaða en talið er að um 39.000 konur láti lífið á hverju ári er þær gangast undir óörugg þungunarrof. Ísland fremst meðal þjóða Því er oft haldið fram að sorgleg þróun kvenréttinda í öðrum löndum eigi ekkert skylt við stöðuna á Íslandi. Að mati höfunda er það bæði óskhyggja og veruleikafirring að halda því fram að íslenska þjóðin sé sérstaklega vernduð gegn bakslagi þegar kemur að kvenréttindum. Umræðan um rétt kvenna yfir eigin líkama hefur tekið stakkaskiptum síðustu ár og má draga þá ályktun að óskammfeilnar tilraunir fjölmargra þjóða til að veikja réttindi kvenna hafi áhrif á umræðuna hérlendis. Það lá ljóst fyrir vorið 2019 þegar þingmenn á Alþingi Íslendinga deildu skoðunum sínum á frumvarpi til laga um þungunarrof sem lagt var fram af þáverandi heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. Markmið frumvarpsins var „[a]ð tryggja að sjálfsforræði kvenna sem óska eftir þungunarrofi sé virt með því að veita þeim öruggan aðgang að heilbrigðisþjónustu í samræmi við ákvæði laganna.“ Helsta breytingin sem frumvarpið hafði í för með sér var að veita þunguðum konum fullt ákvörðunarvald um það hvort þær ali barn fram að lokum 22. viku þungunar, óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeirri ákvörðun. Í þeim lögum sem samþykkt voru er enn tekið fram að þungunarrof skulu ætíð framkvæmd eins fljótt og auðið er og helst fyrir lok 12. viku þungunar. Rétt er að taka fram að í eldri lögum lá fyrir heimild til að binda enda á meðgöngu á 22. viku, en þá þurfti þunguð kona sérstakt samþykki úrskurðarnefndar sem skipuð var af heilbrigðisráðherra. Samkvæmt framangreindum staðreyndum er ljóst að ekki var verið að hvetja konur til að fara í þungunarrof seinna á meðgöngu en áður. Aðeins var verið að yfirfæra ákvörðunarréttinn til kvenna, ákvörðun sem þær þurftu áður að bera undir úrskurðarnefnd. Ef við horfum á staðreyndirnar þá er ljóst að kona sem fer með mál sitt fyrir úrskurðarnefnd veit nú þegar hvað hún vill gera. Við teljum okkur búa í velferðarsamfélagi sem veitir konum þá grunnheilbrigðisþjónustu að binda enda á meðgöngu ef ástæða er til þess. Hvort sem sú ástæða sé að fóstur teljist ekki lífvænlegt til frambúðar að mati lækna, getnaður hafi orðið eftir nauðgun, félagslegar aðstæður séu ekki réttar eða hreinlega að kona ákveði að hún vilji ekki ganga með barn, þá ber okkur sem samfélagi að virða þá ákvörðun konunnar. Lykilatriðið hér er að ákvörðunin er konunnar. Engin ákvörðun um þungunarrof er konu léttbær og það að líkja þeim þungbæru tímamótum við eitthvað jafn lítilvægt og að kaupa bland í poka er ekki einungis ómálefnalegt heldur hreinlega rangt. Að veita konum það úrræði að fara í þungunarrof á 22. viku er öryggismál og er athyglisvert að geta þess að þungunarrofsaðgerðum hefur ekki fjölgað eftir þessa lagabreytingu. Árið 2020 voru 83% kvenna sem gengu undir þungunarrof gengnar skemur en 9 vikur. Innan við tíu þungunarrof voru framkvæmd eftir meira en 20 vikur á meðgöngu, eða um 0,8%. Frumvarpið var samþykkt í maí 2019 með 40 atkvæðum gegn 18. Þrír þingmenn greiddu ekki atkvæði og tveir voru fjarverandi. Af þeim 40 þingmönnum sem samþykktu umrætt frumvarp voru 22 karlar og 18 konur. Tvær konur greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, þær Sigríður Á. Andersen og Inga Sæland, ásamt 16 körlum. Málið var afar umdeilt og klofnaði t.a.m. þingflokkur Sjálfstæðisflokksins í afstöðu sinni en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og þáverandi fjármálaráðherra var einn af þeim sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Hinir ríkisstjórnarflokkarnir, Vinstri græn og Framsókn, studdu frumvarpið. Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, hafði einnig lagt fram tillögu þess efnis að taka frumvarp um þungunarrof af dagskrá þingsins, en tillaga hans var felld með 44 atkvæðum gegn 16. Hvert förum við svo? Rúmlega þriðjungur þeirra þingmanna sem greiddu atkvæði um þungunarrofsfrumvarpið svokallaða kusu gegn því. Það er því ekki nema von að almenningur velti því fyrir sér hvort að þessi þriðjungur þingmanna endurspegli ⅓ af íslensku þjóðinni. Hávær umræða hefur verið uppi um að stuðningur við kvenréttindi hafi ekkert með þessa atkvæðagreiðslu að gera og að þrátt fyrir að einstaka þingmenn hafi kosið gegn frumvarpinu þá séu þeir samt ötulir talsmenn jafnréttis. En orðum fylgja ábyrgð og ef gjörðir ganga ekki í takt eru orðin ekkert meira en innantómt raus. Þrátt fyrir að staðan á Íslandi sé ekki sú sama og í Bandaríkjunum, Póllandi, Brasilíu eða á Möltu þá þýðir það ekki að við getum sofnað á verðinum. Umræðan í kringum framangreint frumvarp vakti upp réttmætar áhyggjur meðal þjóðarinnar og ef við stöndum ekki vörð um þau réttindi sem við teljum sjálfsögð, þá gætum við vaknað upp við vondan draum í náinni framtíð. Fólk hvorki öðlast né missir mannréttindi á einni nóttu og það að Ísland sé fremst meðal þjóða hvað varðar kvenfrelsi er ekki tilviljun. Þeirri stöðu höldum við ekki án þess að leggja okkur fram. Við þurfum að treysta konum fyrir sjálfsákvörðunarrétti sínum og við megum ekki sofna á verðinum, því baráttunni er aldrei lokið. Höfundar eru ungar konur úr Viðreisn, Samfylkingunni, Framsókn, Pírötum, Vinstri grænum og Sósíalistaflokknum. Höfundar (í stafrófsröð): Adda Steina Haraldsdóttir, Aldey Unnar Traustadóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Alexandra Ýr van Erven, Alma Mjöll Ólafsdóttir, Amna Hasecic, Aníta Sóley Scheving Þórðardóttir, Anna Sigríður Hafliðadóttir, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Ástrós Rut Sigurðardóttir, Berglind Sunna Bragadóttir, Draumey Ósk Ómarsdóttir, Elva Dögg Sigurðardóttir, Embla Líf Hallsdóttir, Emilía Björt Írisardóttir Bachmann, Emma Ósk Ragnarsdóttir, Erna Hrund Hermannsdóttir, Erna Kristín Stefánsdóttir, Erna Mist, Eva Dögg Davíðsdóttir, Eva Mattadóttir, Eva Sjöfn Helgadóttir, Eyrún Þórsdóttir, Gréta Dögg Þórisdóttir, Guðlaug Björgvinsdóttir, Halla Rut Ákadóttir, Halldóra Rut Baldursdóttir, Heiða Ingimarsdóttir, Heiðdís Geirsdóttir, Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, Ingileif Friðriksdóttir, Ingunn Rós Kristjánsdóttir, Íris E. Gísladóttir, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Jóna Þórey Pétursdóttir, Karítas Ríkharðsdóttir, Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, Klara Mist Olsen Pálsdóttir, Kolfinna Tómasdóttir, Kristín Hulda Gísladóttir, Kristín Magnúsdóttir, Lenya Rún Taha Karim, Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Margrét Áslaug Heiðarsdóttir, María Ellen Steingrímsdóttir, María Rut Kristinsdóttir, Ólöf Rún Pétursdóttir, Pálína Axelsdóttir Njarðvík, Ragna Sigurðardóttir, Rebekka Rósinberg Harðardóttir, Sandra Karen Sjóldal, Sandra Sigurðardóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sólborg Guðbrandsdóttir, Sóley Reynisdóttir, Steinunn Rögnvaldsdóttir, Sunna Valgerðardóttir, Thea Rut Jónsdóttir, Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, Una Hildardóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Urður Arna Ómarsdóttir, Valgerður María Þorsteinsdóttir, Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Þórdís Arna Bjarkarsdóttir og Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun