Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:30 Það er mikið umhugsunarefni nú í aðdraganda kosninga hvernig umræðan um útflutningsgreinar landsins hefur þróast. Því miður virðist hugmyndaflug frambjóðenda, þegar kemur að þessum mikilvægu greinum, einskorðast við tillögur að nýjum álögum og hækkanir á þeim sköttum og gjöldum sem fyrir eru. Í ljósi þess að skattahækkanir verða ekki í tómarúmi þá hefur skort umræðu um hvaða afleiðingar slíkar hækkanir geta haft í för með sér. Raunar virðast sumir frambjóðendur standa í þeirri trú að auknar álögur á atvinnugreinar hafi nær engar neikvæðar afleiðingar. Í raunheimum er það hins vegar ekki þannig. Það liggur fyrir að hærri skattar og gjöld hafa almennt neikvæð áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni og framtakssemi fyrirtækja. Áhrif þeirra á mögulegar framtíðartekjur ríkissjóðs af þeim atvinnugreinum sem fyrir barðinu á þeim verða eru síðan óvissar, í besta falli. Skattheimta hér á landi er nú þegar með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Þrátt fyrir það erum við á þeim stað að lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi miðað við það sem þekkist annars staðar. Sú lífskjarasókn grundvallaðist alfarið á burðarstólpum íslensks útflutnings. Aukin verðmætasköpun ekki sjálfsögð Ferðaþjónusta og sjávarútvegur sköpuðu samanlagt meira en helming útflutningsverðmæta landsins árið 2023, eða sem nemur um eitt þúsund milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Sú verðmætasköpun er langt í frá sjálfsögð. Gleymum því ekki að Ísland er og verður alltaf í harðri alþjóðlegri samkeppni um komur erlendra ferðamanna sem og við sölu á afurðum íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum. Aukin opinber álagning er ekki til þess fallin að greiða leið þeirra fyrirtækja. Þvert á móti. Hafi fyrirtæki minna svigrúm til áframhaldandi fjárfestinga í framþróun og aukinni verðmætasköpun en ella munu hvorki ferðaþjónusta né sjávarútvegur hafa sama bolmagn til þess að leggja jafn ríkulega til bættra lífskjara og áður. Það væri mjög til bóta ef umræðan snerist um hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér að auka veg útflutningsgreinanna til að hægt sé að skapa aukin verðmæti í framtíðinni. Sömuleiðis væri fróðlegt að vita hvaða leiðir frambjóðendur telja færar svo greiða megi leið fyrirtækja til að framleiða meiri verðmæti fyrir minna. Það er óboðlegt að umræðan um grundvallaratvinnugreinar hagkerfisins einskorðist við hækkun skatta og gjalda. Styrkjum stoðir íslenskra útflutningsgreina til frambúðar. Það liggur fyrir að skatttekjur eru ekki ótæmandi uppspretta. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það er mikið umhugsunarefni nú í aðdraganda kosninga hvernig umræðan um útflutningsgreinar landsins hefur þróast. Því miður virðist hugmyndaflug frambjóðenda, þegar kemur að þessum mikilvægu greinum, einskorðast við tillögur að nýjum álögum og hækkanir á þeim sköttum og gjöldum sem fyrir eru. Í ljósi þess að skattahækkanir verða ekki í tómarúmi þá hefur skort umræðu um hvaða afleiðingar slíkar hækkanir geta haft í för með sér. Raunar virðast sumir frambjóðendur standa í þeirri trú að auknar álögur á atvinnugreinar hafi nær engar neikvæðar afleiðingar. Í raunheimum er það hins vegar ekki þannig. Það liggur fyrir að hærri skattar og gjöld hafa almennt neikvæð áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni og framtakssemi fyrirtækja. Áhrif þeirra á mögulegar framtíðartekjur ríkissjóðs af þeim atvinnugreinum sem fyrir barðinu á þeim verða eru síðan óvissar, í besta falli. Skattheimta hér á landi er nú þegar með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Þrátt fyrir það erum við á þeim stað að lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi miðað við það sem þekkist annars staðar. Sú lífskjarasókn grundvallaðist alfarið á burðarstólpum íslensks útflutnings. Aukin verðmætasköpun ekki sjálfsögð Ferðaþjónusta og sjávarútvegur sköpuðu samanlagt meira en helming útflutningsverðmæta landsins árið 2023, eða sem nemur um eitt þúsund milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Sú verðmætasköpun er langt í frá sjálfsögð. Gleymum því ekki að Ísland er og verður alltaf í harðri alþjóðlegri samkeppni um komur erlendra ferðamanna sem og við sölu á afurðum íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum. Aukin opinber álagning er ekki til þess fallin að greiða leið þeirra fyrirtækja. Þvert á móti. Hafi fyrirtæki minna svigrúm til áframhaldandi fjárfestinga í framþróun og aukinni verðmætasköpun en ella munu hvorki ferðaþjónusta né sjávarútvegur hafa sama bolmagn til þess að leggja jafn ríkulega til bættra lífskjara og áður. Það væri mjög til bóta ef umræðan snerist um hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér að auka veg útflutningsgreinanna til að hægt sé að skapa aukin verðmæti í framtíðinni. Sömuleiðis væri fróðlegt að vita hvaða leiðir frambjóðendur telja færar svo greiða megi leið fyrirtækja til að framleiða meiri verðmæti fyrir minna. Það er óboðlegt að umræðan um grundvallaratvinnugreinar hagkerfisins einskorðist við hækkun skatta og gjalda. Styrkjum stoðir íslenskra útflutningsgreina til frambúðar. Það liggur fyrir að skatttekjur eru ekki ótæmandi uppspretta. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun