Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 08:31 Árlega gefur Landlæknisembættið út tölulegar upplýsingar hvar getur m.a. að líta tölur um lyfjatengd andlát. Fjöldi þeirra sem létu lífið árið 2023 á Íslandi af lyfjatengdum orsökum er hærri en nokkru sinni fyrr eða alls 56 einstaklingar. Árið 2022 var fjöldi þeirra sem lét lífið af þessum sökum 35 - við erum því að horfa upp á aukningu úr 35 í 56, hátt í 40% aukningu sem er ævintýraleg aukning. Og þótt sveiflur milla ára séu nokkrar þá hefur þessi tala aldrei verið svona há, aldrei nokkurn tímann. Til samanburðar má nefna að 8 einstaklingar létu lífið í umferðinni árið 2023 en árið þar á undan voru þeir 9. Því miður er það þó svo að þessar tölur koma ekki á óvart. Það hefur lengið verið bent á það víða að notkun lyfja og vímuefna, og þá sér í lagi ópíoíða hafi aukist mikið í samfélaginu. Línuleg aukning hefur verið á fjöldi þeirra sem leita á Vog vegna ópíoíðafíknar undanfarin ár, fjöldi einstaklinga sem leita í Frú Ragnheiði eykst árlega og biðlistar eftir langtíma meðferð eru gríðarlega langir. Fyrir þeim sem þekkja til eru þetta þó engar nýjar fréttir. Fyrir ráðamönnum eru þetta væntanlega heldur engar fréttir þar sem rætt hefur verið um þetta endurtekið - notendur, fagfólk og aðstandendur hafa bókstaflega gargað á hjálp. En því miður er lítið sem breytist á milli ára. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit og loforð sem gefin eru á tyllidögum blasir napurlegur hversdagsleikinn við þeim sem lifa í þessum heimi. Ég hef starfað í þessu kerfi og með þessum jaðarsettasta hópi í þó nokkur ár. Ég hef verið svo lánsöm að njóta mikils frjálsræðis við útfærslu minna starfa sem hefur gert mér kleift að starfa með einstaklingum héðan og þaðan úr kerfinu, hvort sem það er kerfi ríkisins, borgarinnar eða frjálsra félagasamtaka, allt eftir því hvers einstaklingurinn þarfnast hverju sinni en markmiðið er alltaf að mæta þörfum hans og á hans forsendum. En einn af stóru þröskuldunum í mínu starfi er sá að kerfin tala ekki saman - um það held ég að við getum öll verið sammála. Þetta er stórt vandamál í mörgum málaflokkum og oftast er það nú þannig að þeir einstaklingar sem háðir eru vímuefnum eiga sér langa og mikla sögu. Sögu úr kerfinu eða kerfunum öllu heldur, þessum sem tala ekki saman því annað þeirra lýtur að heilbrigði einstaklinga en hitt að félagslegur hliðinni. Hvernig hægt er að sinna öðru en hundsa hitt og búast við jákvæðri útkomu er þó eitthvað sem ég mun seint fá skilið. Nýlegt dæmi af barni sem lét lífið í umsjá hins opinbera sýnir þetta nokkuð vel að mínu mati. Ég geri ráð fyrir að barnið hafi verið í umsjón félagslega kerfisins en ég velti þó fyrir mér hvort því hefði e.t.v. verið betur borgið heilbrigðis megin. Eða hefði mögulega verið heppilegast að aðilar beggja kerfa störfuðu á sömu einingu. Við sem störfum á vettvangi sjáum dæmi svipuð þessu á hverjum degi. Við sinnum þar einstaklingum sem passa engan veginn inn í hið hefðbundna kerfi og því verður það gjarnan svo að þeir falla einfaldlega á milli – tilheyra í raun öllum og engum. Þetta eru gjarnan einstaklingar sem byrjuðu ungir að glíma við flókinn vanda en voru einhvern veginn hvorki nógu veikir til að tilheyra heilbrigðiskerfinu en samt of veikir til að tilheyra félagslega kerfinu. Síðan verða þeir fullorðnir - 18 ára - og þá flytjast þeir yfir í fullorðins kerfin þar sem sama sagan endurtekur sig. Eina breytingin er sú að foreldrarnir hafa ekkert að segja lengur og eiga ekki rétt á neinum upplýsingum. Aldrei nokkurn tímann hef ég unnið með jafn stórum og fjölbreyttum hópi lausnamiðaðra einstaklinga sem brenna fyrir starfi sínu og ég geri nú, og þegar öllu er á botninn hvolft þá er það ekki starfsfólk kerfisins, eða kerfanna, sem samvinnan og samþættingin strandar á heldur stjórnsýslan. Hver á að borga hvað? Hver á að sjá um hvað? Hver á að bera ábyrgð á hverju? Og á meðan ráðamenn sitja og velta þessu fyrir sér halda vandamálin áfram að hlaðast upp. Tilkynningum til barnaverndar vegna vímuefnanotkunar barna heldur áfram að fjölga, Gummi lögga leitar að fleiri og fleiri týndum börnum og geðheilsu ungmenna hrakar stöðugt. Á hliðarlínunni heldur fólk síðan áfram að deyja vegna lyfjanotkunar - rúmlega einn í hverri viku. Höfundur er hjúkrunarfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Árlega gefur Landlæknisembættið út tölulegar upplýsingar hvar getur m.a. að líta tölur um lyfjatengd andlát. Fjöldi þeirra sem létu lífið árið 2023 á Íslandi af lyfjatengdum orsökum er hærri en nokkru sinni fyrr eða alls 56 einstaklingar. Árið 2022 var fjöldi þeirra sem lét lífið af þessum sökum 35 - við erum því að horfa upp á aukningu úr 35 í 56, hátt í 40% aukningu sem er ævintýraleg aukning. Og þótt sveiflur milla ára séu nokkrar þá hefur þessi tala aldrei verið svona há, aldrei nokkurn tímann. Til samanburðar má nefna að 8 einstaklingar létu lífið í umferðinni árið 2023 en árið þar á undan voru þeir 9. Því miður er það þó svo að þessar tölur koma ekki á óvart. Það hefur lengið verið bent á það víða að notkun lyfja og vímuefna, og þá sér í lagi ópíoíða hafi aukist mikið í samfélaginu. Línuleg aukning hefur verið á fjöldi þeirra sem leita á Vog vegna ópíoíðafíknar undanfarin ár, fjöldi einstaklinga sem leita í Frú Ragnheiði eykst árlega og biðlistar eftir langtíma meðferð eru gríðarlega langir. Fyrir þeim sem þekkja til eru þetta þó engar nýjar fréttir. Fyrir ráðamönnum eru þetta væntanlega heldur engar fréttir þar sem rætt hefur verið um þetta endurtekið - notendur, fagfólk og aðstandendur hafa bókstaflega gargað á hjálp. En því miður er lítið sem breytist á milli ára. Því þrátt fyrir fögur fyrirheit og loforð sem gefin eru á tyllidögum blasir napurlegur hversdagsleikinn við þeim sem lifa í þessum heimi. Ég hef starfað í þessu kerfi og með þessum jaðarsettasta hópi í þó nokkur ár. Ég hef verið svo lánsöm að njóta mikils frjálsræðis við útfærslu minna starfa sem hefur gert mér kleift að starfa með einstaklingum héðan og þaðan úr kerfinu, hvort sem það er kerfi ríkisins, borgarinnar eða frjálsra félagasamtaka, allt eftir því hvers einstaklingurinn þarfnast hverju sinni en markmiðið er alltaf að mæta þörfum hans og á hans forsendum. En einn af stóru þröskuldunum í mínu starfi er sá að kerfin tala ekki saman - um það held ég að við getum öll verið sammála. Þetta er stórt vandamál í mörgum málaflokkum og oftast er það nú þannig að þeir einstaklingar sem háðir eru vímuefnum eiga sér langa og mikla sögu. Sögu úr kerfinu eða kerfunum öllu heldur, þessum sem tala ekki saman því annað þeirra lýtur að heilbrigði einstaklinga en hitt að félagslegur hliðinni. Hvernig hægt er að sinna öðru en hundsa hitt og búast við jákvæðri útkomu er þó eitthvað sem ég mun seint fá skilið. Nýlegt dæmi af barni sem lét lífið í umsjá hins opinbera sýnir þetta nokkuð vel að mínu mati. Ég geri ráð fyrir að barnið hafi verið í umsjón félagslega kerfisins en ég velti þó fyrir mér hvort því hefði e.t.v. verið betur borgið heilbrigðis megin. Eða hefði mögulega verið heppilegast að aðilar beggja kerfa störfuðu á sömu einingu. Við sem störfum á vettvangi sjáum dæmi svipuð þessu á hverjum degi. Við sinnum þar einstaklingum sem passa engan veginn inn í hið hefðbundna kerfi og því verður það gjarnan svo að þeir falla einfaldlega á milli – tilheyra í raun öllum og engum. Þetta eru gjarnan einstaklingar sem byrjuðu ungir að glíma við flókinn vanda en voru einhvern veginn hvorki nógu veikir til að tilheyra heilbrigðiskerfinu en samt of veikir til að tilheyra félagslega kerfinu. Síðan verða þeir fullorðnir - 18 ára - og þá flytjast þeir yfir í fullorðins kerfin þar sem sama sagan endurtekur sig. Eina breytingin er sú að foreldrarnir hafa ekkert að segja lengur og eiga ekki rétt á neinum upplýsingum. Aldrei nokkurn tímann hef ég unnið með jafn stórum og fjölbreyttum hópi lausnamiðaðra einstaklinga sem brenna fyrir starfi sínu og ég geri nú, og þegar öllu er á botninn hvolft þá er það ekki starfsfólk kerfisins, eða kerfanna, sem samvinnan og samþættingin strandar á heldur stjórnsýslan. Hver á að borga hvað? Hver á að sjá um hvað? Hver á að bera ábyrgð á hverju? Og á meðan ráðamenn sitja og velta þessu fyrir sér halda vandamálin áfram að hlaðast upp. Tilkynningum til barnaverndar vegna vímuefnanotkunar barna heldur áfram að fjölga, Gummi lögga leitar að fleiri og fleiri týndum börnum og geðheilsu ungmenna hrakar stöðugt. Á hliðarlínunni heldur fólk síðan áfram að deyja vegna lyfjanotkunar - rúmlega einn í hverri viku. Höfundur er hjúkrunarfræðingur
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun