Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar 7. nóvember 2024 11:30 Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd til að rannsaka viðbrögð stjórnvalda þegar Covidflensan reið hér yfir. Við munum leggja til að í nefndinni verði fulltrúi þeirra sem hafi hlotið sprautuskaða, fulltrúi lækna sem fengu ávítur fyrir að fylgja læknaeið sínum og sannfæringu, fulltrúi smærri fyrirtækja, sem og fulltrúi yfirvalda. Á hvaða forsendum var fyrirtækjum skipað að loka í marga mánuði með gríðarlegu tap í för með sér sem ríkið þurfti síðan að bæta þeim á kostnað skattgreiðenda? Nokkrum mánuðum síðar greiddu stærstu fyrirtækin eigendum arðgreiðslur upp á milljarða. Á hvaða forsendum var fólki bannað að hitta ástvini og vini og skipað að halda sig heima? Á hvaða forsendum var fólki meinað að ferðast nema fá sprautu með efni sem var ekki búið að rannsaka nægilega? Á hvaða forsendum var fólki smalað í Laugardalshöll, þvingað í sprauturnar og löggæslumenn sáu til þess að enginn slyppi úr röðinni? Á hvaða forsendum var blaðamönnum og fjölmiðlum bannað að fjalla um aðrar leiðir til að kveða niður Covid en þær sem þríeykið básúnaði undir stjórn ríkisstjórnar og alþingis? Á hvaða forsendum var málfrelsi Íslendinga heft og mannorð þeirra sem gagnrýndu skipanir yfirvalda eyðilagt? Af hverju voru skilaboð um að Lýsið okkar góða og D vítamín virkuðu sem forvörn þögguð niður? Þetta eru bara örfáar af mörgum spurningum sem brenna á þjóðinni og þarf að rannsaka. Ríkisstjórnin tók við fyrirmælum beint frá WHO alþjóðheilbrigðisstofnuninni sem er að stóru leyti fjármögnuð af auðugu fólki sem hefur beina hagsmuni af lyfja- og bóluefnasölu. Það var þeim í hag að ýta bóluefnum með takmarkaðar rannsóknir að fólki og þagga niður lyf sem höfðu reynst vel gegn Covid. Þríeykið flutti síðan fyrirmælin á daglegum fundum og fréttastofur upplýstu um dauðatölur heimsins og ný afbrigði til að viðhalda óttastjórnuninni og réttlæta takmarkanir og höft. Fyrirmæli um aðgerðir byggði WHO á niðurstöðum tveggja óhagnaðardrifinna félagasamtaka (NGO), The Imperial College Research Team í London og IHME, Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington. Hinn 16. mars 2020 spáðu fyrri samtökin 500 þúsund dauðsföllum í Bretlandi og 2,2 milljónum í Bandaríkjunum ef stjórnvöld gripu ekki til strangra takmarkana. Hin samtökin, IHME, Institute For Health Metrics and Evaluation, staðfesti þessar upplýsingar og sagði að 1,5-2,2 milljónir Bandaríkjamanna myndu farast ef ekkert yrði að gert. Fyrir Covid fékk IHME 279 milljónir dollara úr sjóðum billjarðamæringanna og Imperial College hópurinn fékk 80 þúsund dollara. Hér eru því bein hagsmunatengsl. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær næsta flensa kemur og óttastjórnunin tekur aftur við. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er nú þegar byrjuð að seilast inn á valdsvæði ríkisstjórna og mun boða hertar aðgerðir um leið og bólar einhverri flensu. Við sáum það í ágúst s.l. þegar yfirmaður WHO lýsti yfir neyðarástandi í heiminum því einn var sagður hafa dáið úr apabólu. Við verðum að rannsaka hvað gerðist til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Það er stórhættulegt að tveir af þríeykinu séu í framboði því þeir munu að sjálfsögðu gera allt til að koma í veg fyrir svona rannsókn. Lýðræðisflokkurinn mun hins vegar beita sér fyrir slíkri rannsókn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lýðræðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að verja friðinn Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Lýðræðisflokkurinn mun beita sér fyrir því að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd til að rannsaka viðbrögð stjórnvalda þegar Covidflensan reið hér yfir. Við munum leggja til að í nefndinni verði fulltrúi þeirra sem hafi hlotið sprautuskaða, fulltrúi lækna sem fengu ávítur fyrir að fylgja læknaeið sínum og sannfæringu, fulltrúi smærri fyrirtækja, sem og fulltrúi yfirvalda. Á hvaða forsendum var fyrirtækjum skipað að loka í marga mánuði með gríðarlegu tap í för með sér sem ríkið þurfti síðan að bæta þeim á kostnað skattgreiðenda? Nokkrum mánuðum síðar greiddu stærstu fyrirtækin eigendum arðgreiðslur upp á milljarða. Á hvaða forsendum var fólki bannað að hitta ástvini og vini og skipað að halda sig heima? Á hvaða forsendum var fólki meinað að ferðast nema fá sprautu með efni sem var ekki búið að rannsaka nægilega? Á hvaða forsendum var fólki smalað í Laugardalshöll, þvingað í sprauturnar og löggæslumenn sáu til þess að enginn slyppi úr röðinni? Á hvaða forsendum var blaðamönnum og fjölmiðlum bannað að fjalla um aðrar leiðir til að kveða niður Covid en þær sem þríeykið básúnaði undir stjórn ríkisstjórnar og alþingis? Á hvaða forsendum var málfrelsi Íslendinga heft og mannorð þeirra sem gagnrýndu skipanir yfirvalda eyðilagt? Af hverju voru skilaboð um að Lýsið okkar góða og D vítamín virkuðu sem forvörn þögguð niður? Þetta eru bara örfáar af mörgum spurningum sem brenna á þjóðinni og þarf að rannsaka. Ríkisstjórnin tók við fyrirmælum beint frá WHO alþjóðheilbrigðisstofnuninni sem er að stóru leyti fjármögnuð af auðugu fólki sem hefur beina hagsmuni af lyfja- og bóluefnasölu. Það var þeim í hag að ýta bóluefnum með takmarkaðar rannsóknir að fólki og þagga niður lyf sem höfðu reynst vel gegn Covid. Þríeykið flutti síðan fyrirmælin á daglegum fundum og fréttastofur upplýstu um dauðatölur heimsins og ný afbrigði til að viðhalda óttastjórnuninni og réttlæta takmarkanir og höft. Fyrirmæli um aðgerðir byggði WHO á niðurstöðum tveggja óhagnaðardrifinna félagasamtaka (NGO), The Imperial College Research Team í London og IHME, Institute for Health Metrics and Evaluation í Washington. Hinn 16. mars 2020 spáðu fyrri samtökin 500 þúsund dauðsföllum í Bretlandi og 2,2 milljónum í Bandaríkjunum ef stjórnvöld gripu ekki til strangra takmarkana. Hin samtökin, IHME, Institute For Health Metrics and Evaluation, staðfesti þessar upplýsingar og sagði að 1,5-2,2 milljónir Bandaríkjamanna myndu farast ef ekkert yrði að gert. Fyrir Covid fékk IHME 279 milljónir dollara úr sjóðum billjarðamæringanna og Imperial College hópurinn fékk 80 þúsund dollara. Hér eru því bein hagsmunatengsl. Það er ekki spurning hvort heldur hvenær næsta flensa kemur og óttastjórnunin tekur aftur við. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin er nú þegar byrjuð að seilast inn á valdsvæði ríkisstjórna og mun boða hertar aðgerðir um leið og bólar einhverri flensu. Við sáum það í ágúst s.l. þegar yfirmaður WHO lýsti yfir neyðarástandi í heiminum því einn var sagður hafa dáið úr apabólu. Við verðum að rannsaka hvað gerðist til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Það er stórhættulegt að tveir af þríeykinu séu í framboði því þeir munu að sjálfsögðu gera allt til að koma í veg fyrir svona rannsókn. Lýðræðisflokkurinn mun hins vegar beita sér fyrir slíkri rannsókn. Höfundur er rithöfundur og skipar 2. sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun