Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 8. nóvember 2024 07:03 Sem barn með ógreint ADHD átti ég það til að týna öllu. Íþróttatöskur, handklæði, lyklar, síminn - nefndu það og ég týndi því. Þegar ég var níu ára týndi ég körfuboltaskónum mínum, korter í æfingu. Ég lét mig hafa það og mætti á æfingu, skólaus. Reyndir leikmenn geta alveg séð hvert þetta stefnir, ég tábrotnaði. Ég teipaði saman tærnar í einhverju flýti og dröslaðist svo heim. Það þarf engan sérfræðing til að vita að níu ára barn sé ekki best til þess fallið að laga beinbrot. Mamma mín vissi það svo við fórum á bráðamóttökuna, ég níu ára og kjökrandi en mjög fegin að enda ekki með afmyndaða tá eða verki til lengri tíma. Tábrotið mitt fékk skjóta afgreiðslu áður en vandinn varð þungur og þörf var á miklum aðgerðum. Því miður hefur samfélagið brugðist þeim börnum sem glíma við ósýnilegan sársauka, það er ekki fyrr en verkir eru langvarandi og andlegt ástand nánast afmyndað sem við segjum „björgum börnunum“. Börnin eiga betra skilið en svo. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín með vímuefnum. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín með ofbeldi. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín sjálf. Við eigum að vera fyrirmyndarsamfélag í málefnum barna og ungmenna. Við eigum ekki að sætta okkur við að geðheilsa þeirra fari versnandi. Við eigum ekki að sætta okkur við að ofbeldi sé að aukast. Það þarf að styrkja þjónustu við börn á öllum stigum. Að laga hlutina strax þegar kemur að börnum er líka oftast ódýrara en að bíða með það. Í þyngsta málaflokknum er úrræðaleysi til staðar. Á Íslandi eru starfrækt tvö meðferðarheimili, Stuðlar í Reykjavík fyrir ungmenni og Bjargey í Eyjafirði fyrir stúlkur og stálp. Vöntun er á heimili sem einungis er ætlað drengjum. Það vantar langtíma meðferðarúrræði fyrir drengi. Við þurfum mun fleiri og sérhæfðari úrræði í málaflokkinn sem grípa utan um fjölbreyttan hóp barna. Breytum þessu. Áður en börn þurfa á sérhæfðum úrræðum að halda þarf að hjálpa þeim að teipa brotið. Útrýmum biðlistum, bjóðum þeim ókeypis sálfræðiþjónustu, sköpum þeim samfélag þar sem þau fá að blómstra. Ég hef verið spurð hvort þjálfarinn hefði ekki leyft mér að vera á útiskónum, hvort ég hefði getað fengið lánaða skó og hvort eitthvað hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir tábrotið. Því spyr ég, hvers vegna erum við ekki að fyrirbyggja vímuefnaneyslu barna, ofbeldisbrot og að áföll fylgi þeim út ævina? Við þurfum að tryggja öllum börnum nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu. Við þurfum að ráðast í átak gegn úrræðaleysinu sem blasir við. Við þurfum að koma til móts við starfsfólkið á gólfinu sem berst í bökkum dag hvern að tryggja börnum öruggt umhverfi. Það þarf engan sérfræðing til að vita að níu ára barn sé ekki best til þess fallið að laga beinbrot. Höfundur er barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar og situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Sem barn með ógreint ADHD átti ég það til að týna öllu. Íþróttatöskur, handklæði, lyklar, síminn - nefndu það og ég týndi því. Þegar ég var níu ára týndi ég körfuboltaskónum mínum, korter í æfingu. Ég lét mig hafa það og mætti á æfingu, skólaus. Reyndir leikmenn geta alveg séð hvert þetta stefnir, ég tábrotnaði. Ég teipaði saman tærnar í einhverju flýti og dröslaðist svo heim. Það þarf engan sérfræðing til að vita að níu ára barn sé ekki best til þess fallið að laga beinbrot. Mamma mín vissi það svo við fórum á bráðamóttökuna, ég níu ára og kjökrandi en mjög fegin að enda ekki með afmyndaða tá eða verki til lengri tíma. Tábrotið mitt fékk skjóta afgreiðslu áður en vandinn varð þungur og þörf var á miklum aðgerðum. Því miður hefur samfélagið brugðist þeim börnum sem glíma við ósýnilegan sársauka, það er ekki fyrr en verkir eru langvarandi og andlegt ástand nánast afmyndað sem við segjum „björgum börnunum“. Börnin eiga betra skilið en svo. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín með vímuefnum. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín með ofbeldi. Þau eiga ekki að þurfa að teipa brotin sín sjálf. Við eigum að vera fyrirmyndarsamfélag í málefnum barna og ungmenna. Við eigum ekki að sætta okkur við að geðheilsa þeirra fari versnandi. Við eigum ekki að sætta okkur við að ofbeldi sé að aukast. Það þarf að styrkja þjónustu við börn á öllum stigum. Að laga hlutina strax þegar kemur að börnum er líka oftast ódýrara en að bíða með það. Í þyngsta málaflokknum er úrræðaleysi til staðar. Á Íslandi eru starfrækt tvö meðferðarheimili, Stuðlar í Reykjavík fyrir ungmenni og Bjargey í Eyjafirði fyrir stúlkur og stálp. Vöntun er á heimili sem einungis er ætlað drengjum. Það vantar langtíma meðferðarúrræði fyrir drengi. Við þurfum mun fleiri og sérhæfðari úrræði í málaflokkinn sem grípa utan um fjölbreyttan hóp barna. Breytum þessu. Áður en börn þurfa á sérhæfðum úrræðum að halda þarf að hjálpa þeim að teipa brotið. Útrýmum biðlistum, bjóðum þeim ókeypis sálfræðiþjónustu, sköpum þeim samfélag þar sem þau fá að blómstra. Ég hef verið spurð hvort þjálfarinn hefði ekki leyft mér að vera á útiskónum, hvort ég hefði getað fengið lánaða skó og hvort eitthvað hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir tábrotið. Því spyr ég, hvers vegna erum við ekki að fyrirbyggja vímuefnaneyslu barna, ofbeldisbrot og að áföll fylgi þeim út ævina? Við þurfum að tryggja öllum börnum nauðsynlega geðheilbrigðisþjónustu. Við þurfum að ráðast í átak gegn úrræðaleysinu sem blasir við. Við þurfum að koma til móts við starfsfólkið á gólfinu sem berst í bökkum dag hvern að tryggja börnum öruggt umhverfi. Það þarf engan sérfræðing til að vita að níu ára barn sé ekki best til þess fallið að laga beinbrot. Höfundur er barnasálfræðingur og varaþingmaður Viðreisnar og situr í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun