Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2024 22:30 Pétur Ingvarsson er ekki að leita að sömu týpu af leikmanni og Remy Martin og Wendell Green eru. vísir Keflavík spilaði eingöngu á Schengen-samþykktum leikmönnum í sigri sínum gegn ÍR. 79-91 varð niðurstaðan í Skógarselinu. Þjálfarinn Pétur Ingvarsson var nokkuð sáttur eftir leik þrátt fyrir að hafa orðið aðeins hræddur undir lokin. Hann leitur nú að nýjum bandarískum leikmanni og vill finna einhvern fjölhæfari en Remy Martin og Wendell Green. „Þeir ná náttúrulega 18-0 kafla í lok þriðja og byrjun fjórða, þannig að maður var pínu hræddur en við náðum að klára þetta,“ sagði Pétur um leikinn og útskýrði svo betur hvað hefði skapað sigurinn. „Við hittum ansi vel í fyrstu þremur leikhlutunum og svo spiluðum við ágætis vörn í fjörutíu mínútur. Við vorum búnir að skora 80 eftir þriðja leikhluta, þeir skora 79 í heildina. Við gerðum heiðarlega tilraun til að hætta að spila í fjórða leikhluta því við héldum að það væri alveg nóg en það var meira eftir.“ Kanalaust Keflavíkurlið Hvers vegna var Wendell Green látinn fara? „Í fyrsta lagi þá er náttúrulega metnaðurinn í Keflavík, að gera vel og vinna titla. Við töldum hann kannski ekki passa inn í hópinn og það sem við erum að reyna að gera. Í öðru þá lenti hann í smá utan vallar vandræðum, þannig að við ákváðum bara að láta hann fara,“ sagði Pétur um brotthvarf hans. Keflavík er því að leita að nýjum Kana og gert er ráð fyrir því að hann verði fundinn á næstu dögum en Pétri þykir „mjög hæpið“ að nýr leikmaður verði á skýrslu í næsta leik gegn Haukum á fimmtudaginn. Eftir þann leik tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé, Keflavík tekur svo á móti Grindavík 29. nóvember. „Við erum að vona að hann verði tilbúinn í það. Ef, það er að segja, ef við finnum hann núna á næstu dögum.“ Hvernig leikmanni ertu að leita að í staðinn? „Ég er aðallega að leita að góðum körfuboltamanni. Við vorum kannski að leita að Remy Martin með þessu, en ég hugsa að við förum meira í fjölhæfari leikmann. Einhvern sem getur leyst margar stöður fyrir okkur bæði sóknarlega og varnarlega, ekki veitir af. Það er planið,“ sagði Pétur að lokum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
„Þeir ná náttúrulega 18-0 kafla í lok þriðja og byrjun fjórða, þannig að maður var pínu hræddur en við náðum að klára þetta,“ sagði Pétur um leikinn og útskýrði svo betur hvað hefði skapað sigurinn. „Við hittum ansi vel í fyrstu þremur leikhlutunum og svo spiluðum við ágætis vörn í fjörutíu mínútur. Við vorum búnir að skora 80 eftir þriðja leikhluta, þeir skora 79 í heildina. Við gerðum heiðarlega tilraun til að hætta að spila í fjórða leikhluta því við héldum að það væri alveg nóg en það var meira eftir.“ Kanalaust Keflavíkurlið Hvers vegna var Wendell Green látinn fara? „Í fyrsta lagi þá er náttúrulega metnaðurinn í Keflavík, að gera vel og vinna titla. Við töldum hann kannski ekki passa inn í hópinn og það sem við erum að reyna að gera. Í öðru þá lenti hann í smá utan vallar vandræðum, þannig að við ákváðum bara að láta hann fara,“ sagði Pétur um brotthvarf hans. Keflavík er því að leita að nýjum Kana og gert er ráð fyrir því að hann verði fundinn á næstu dögum en Pétri þykir „mjög hæpið“ að nýr leikmaður verði á skýrslu í næsta leik gegn Haukum á fimmtudaginn. Eftir þann leik tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé, Keflavík tekur svo á móti Grindavík 29. nóvember. „Við erum að vona að hann verði tilbúinn í það. Ef, það er að segja, ef við finnum hann núna á næstu dögum.“ Hvernig leikmanni ertu að leita að í staðinn? „Ég er aðallega að leita að góðum körfuboltamanni. Við vorum kannski að leita að Remy Martin með þessu, en ég hugsa að við förum meira í fjölhæfari leikmann. Einhvern sem getur leyst margar stöður fyrir okkur bæði sóknarlega og varnarlega, ekki veitir af. Það er planið,“ sagði Pétur að lokum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira