Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2024 11:00 Scottie Pippen eldri var stoltur af syni sínum Scotty Pippen yngri sem er að gera flotta hluti með Memphis Grizzlies. Getty/Luca Sgamellotti/Mitchell Leff Scottie Pippen hefur kvartað lengi yfir því að vera alltaf í skugganum á Michael Jordan en nú getur hann þakkað syni sínum fyrir að gera sig einstakan í sögu NBA deildarinnar í körfubolta. Scotty Pippen yngri spilar með Memphis Grizzlies og er á sínu fyrsta ári hjá liðinu eftir að hafa byrjað NBA ferill sinn hjá Los Angeles Lakers. Pippen yngri átti frábæran leik í sigurleik á móti Washington Wizards. Hann hafði minnt á sig með 12 stigum og 13 stoðsendingum í sigri á Philadelphia 76ers í byrjun nóvember en að þessu sinni náði hann þrennunni eftirsóttu með því að skora 11 stig, taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 128-104 sigri. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Pippen yngri en hann leysti af stórstjörnuna Ja Morant sem var hvíldur vegna meiðsla Með þessari þrennu þá urðu feðgarnir þeir fyrstu í sögu NBA til að ná báðir þrennuleik í NBA. Scottie Pippen eldri náði 21 þrennu á ferlinum sínum þar af komu fjórar þeirra í úrslitakeppninni. Pippern eldri náði þeirri fyrstu þó ekki fyrr en í 99 leiknum sínum. Þetta var aftur á móti bara 37. leikurinn hjá stráknum. Pippen yngri er nú með 11,6 stig, 6,9 stoðsendingar og 4,2 fráköst að meðaltali í fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu og það þrátt fyrir að spila aðeins 26,0 mínútur í leik. Á öllum ferli sínum þá var Pippen eldri með 16,1 stig, 5,2 stoðsendingar og 6,4 fráköst að meðaltali í 1178 deildarleikjum. Proud to share this moment with my son. 🔥 pic.twitter.com/nxNUBE8YxZ— Scottie Pippen (@ScottiePippen) November 9, 2024 NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Scotty Pippen yngri spilar með Memphis Grizzlies og er á sínu fyrsta ári hjá liðinu eftir að hafa byrjað NBA ferill sinn hjá Los Angeles Lakers. Pippen yngri átti frábæran leik í sigurleik á móti Washington Wizards. Hann hafði minnt á sig með 12 stigum og 13 stoðsendingum í sigri á Philadelphia 76ers í byrjun nóvember en að þessu sinni náði hann þrennunni eftirsóttu með því að skora 11 stig, taka 10 fráköst og gefa 11 stoðsendingar í 128-104 sigri. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Pippen yngri en hann leysti af stórstjörnuna Ja Morant sem var hvíldur vegna meiðsla Með þessari þrennu þá urðu feðgarnir þeir fyrstu í sögu NBA til að ná báðir þrennuleik í NBA. Scottie Pippen eldri náði 21 þrennu á ferlinum sínum þar af komu fjórar þeirra í úrslitakeppninni. Pippern eldri náði þeirri fyrstu þó ekki fyrr en í 99 leiknum sínum. Þetta var aftur á móti bara 37. leikurinn hjá stráknum. Pippen yngri er nú með 11,6 stig, 6,9 stoðsendingar og 4,2 fráköst að meðaltali í fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu og það þrátt fyrir að spila aðeins 26,0 mínútur í leik. Á öllum ferli sínum þá var Pippen eldri með 16,1 stig, 5,2 stoðsendingar og 6,4 fráköst að meðaltali í 1178 deildarleikjum. Proud to share this moment with my son. 🔥 pic.twitter.com/nxNUBE8YxZ— Scottie Pippen (@ScottiePippen) November 9, 2024
NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira