Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. nóvember 2024 13:09 Horft yfir Skeifuna, þar sem Módern er til húsa. Vísir/Vilhelm Irmý Rós Þorsteinsdóttir, starfsmaður Landsbankans, varð fyrir óheppilegu atviki í gær þegar hún kom verðmætum sem hún hafði keypt í versluninni Módern í Faxafeni fyrir í bíl sem var ekki í hennar eigu. Þegar hún snéri aftur í bifreið sína áttaði hún sig á misskilningnum en þá var hin bifreiðin horfin á brott. „Við vorum tvær saman að gera okkur glaðan dag og nýta afslættina. Það var einhver athyglisbrestur í okkar að rölta þarna. Við vorum að fara í tvær til þrjár búðir þarna í kring og skiluðum þessu af okkur. Þetta hefur væntanlega verið Polestar-bíll líka eins og ég á. Síðan röltum við bara áfram án þess að pæla í þessu,“ segir Irmý í samtali við Vísi. Skondið atvik en talsvert tap Hún biðlar til fólks sem var í grennd við Módern í gær um 14 leytið að hafa samband ef ske kynni að verðmætin hafi endað í aftursæti þeirra. Hún segir atvikið vera skondið en vonast til þess að verðmætin skili sér enda nemur tapið hátt í 90 þúsund krónur. „Búðin var með myndavélar inni og það sést í bílinn á upptöku en sést ekki í bílnúmerið. Þegar við komum til baka áttuðum við okkur á þessu og sáum að það vantaði eitthvað í bílinn. Þá áttaði ég mig á því að við höfðum greinilega sett þetta í rangan bíl.“ Ótrúleg tilviljun Hún segir að um ótrúlega tilviljun sé að ræða og að óheppilegt sé að bifreiðin sem um ræðir hafi verið ólæst. „Ég hugsaði þegar ég tók í húninn: Bíddu læsti ég ekki bílnum? Því ég læsi alltaf bílnum en spáði ekkert í það, við vorum eitthvað að flýta okkur.“ Irmý grunar alls ekki að um einhvers konar óprúttin aðila sé að ræða og hefur fulla trú á því að viðkomandi hafi samband við hana. „Mögulega hefur hann bara ekki séð þetta í aftursætinu. Þetta er pínu skondið.“ Bílar Reykjavík Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
„Við vorum tvær saman að gera okkur glaðan dag og nýta afslættina. Það var einhver athyglisbrestur í okkar að rölta þarna. Við vorum að fara í tvær til þrjár búðir þarna í kring og skiluðum þessu af okkur. Þetta hefur væntanlega verið Polestar-bíll líka eins og ég á. Síðan röltum við bara áfram án þess að pæla í þessu,“ segir Irmý í samtali við Vísi. Skondið atvik en talsvert tap Hún biðlar til fólks sem var í grennd við Módern í gær um 14 leytið að hafa samband ef ske kynni að verðmætin hafi endað í aftursæti þeirra. Hún segir atvikið vera skondið en vonast til þess að verðmætin skili sér enda nemur tapið hátt í 90 þúsund krónur. „Búðin var með myndavélar inni og það sést í bílinn á upptöku en sést ekki í bílnúmerið. Þegar við komum til baka áttuðum við okkur á þessu og sáum að það vantaði eitthvað í bílinn. Þá áttaði ég mig á því að við höfðum greinilega sett þetta í rangan bíl.“ Ótrúleg tilviljun Hún segir að um ótrúlega tilviljun sé að ræða og að óheppilegt sé að bifreiðin sem um ræðir hafi verið ólæst. „Ég hugsaði þegar ég tók í húninn: Bíddu læsti ég ekki bílnum? Því ég læsi alltaf bílnum en spáði ekkert í það, við vorum eitthvað að flýta okkur.“ Irmý grunar alls ekki að um einhvers konar óprúttin aðila sé að ræða og hefur fulla trú á því að viðkomandi hafi samband við hana. „Mögulega hefur hann bara ekki séð þetta í aftursætinu. Þetta er pínu skondið.“
Bílar Reykjavík Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira