Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar 11. nóvember 2024 07:15 Hvernig viljum við sem þjóð koma fram við kynslóðina sem ól okkur upp og lagði grunninn að þeim lífsgæðum sem við fáum að njóta í þessu landi? Skert lífsgæði og aukin sóun á skattfé Þau úrræði við þjónustu við aldraða sem hámarka þeirra lífsgæði og lágmarka kostnað ríkissjóðs eru verulega vanfjármögnuð. Þar á ég einkum við um heilsueflingu, dagdvöl og heimaþjónustu. Þessi úrræði eiga það sameiginlegt að vera til þess fallin að gera þeim kleift að búa sem lengst heima hjá sér og hámarka þannig lífsgæðin. Það kaldhæðnislegasta við þetta er að þessi úrræði eru ekki einungis vanfjármögnuð heldur einnig þau hagkvæmustu fyrir ríkið sem völ er á. Fyrir vikið er ríkið að sóa gríðarlegum fjármunum í að vista fjölda aldraðra einstaklinga á sjúkrahúsum þótt þeir eigi þar ekkert erindi. Við losnum ekki svo auðveldlega við kaldhæðnina í þessu sambandi því dvöl á sjúkrahúsi er í senn bæði dýrasta og versta úrræðið. Einna sorglegast við þetta er að núverandi ástand er löngu fyrirséð enda hefur þróun lífaldurs þjóðarinnar legið lengi fyrir og auðvelt hefur verið að spá fyrir um hana. Því hefði verið fyrir löngu hægt að gera langtímaáætlanir um hvernig þjónustunni skyldi háttað með árangur, hagkvæmni og skilvirkni í huga, eins og lög um opinber fjármál gera kröfu um. Það ófremdarástand sem nú ríkir sannar í reynd að heilbrigðisráðuneytið hefur vanrækt sínar skyldur í þessum málaflokki. Fyrir vikið búa aldraðir við verri þjónustu á sama tíma og skattfé er sóað. Hagkvæmustu og bestu úrræðin vannýtt Til að setja hlutina í samhengi, þá er kostnaður við heimaþjónustu, þ.e. heimahjúkrun og félagsþjónustu, í kringum 2 milljónir á þjónustuþega á ári. Kostnaður við dagdvöl er enn lægri en sú þjónusta er á höndum sveitarfélaga. Eitt af meginmarkmiðum hennar er að auka félagslega virkni þjónustuþeganna og fresta því að þeir þurfi að leita í verri og dýrari úrræði. Tilraunaverkefni sem heppnaðist vel en ekkert meira gert Í þessu sambandi má nefna ákveðið tilraunaverkefni um eflingu heimahjúkrunar fyrir um áratug síðan. Þar var hópi aldraðra sem hafði ítrekað leitað á bráðamóttöku Landspítala veitt aukin þjónusta heima með það að markmiði að gera þeim kleift að vera heima og þurfa því ekki að leita á eins oft bráðamóttökuna. Verkefnið heppnaðist afar vel en engu að síður var því hætt enda var bara um tilraunaverkefni að ræða. Maður spyr sig, hvers vegna að ráðast í tilraunaverkefni yfir höfuð ef ekkert eigi að gera við það sem heppnast vel? Heilsuefling aldraðra Ásamt dagdvöl, þá er heilsuefling aldraðra eitt allra hagkvæmasta og árangursríkasta úrræðið sem völ er á. Ástæða þess er sú að markmiðið þess er að gera fólki kleift að vera lengur á vinnumarkaði og búa lengur heima. Með því móti seinkar þörf þeirra skjólstæðinga fyrir dýrari úrræðum á borð við hjúkrunarheimili og sjúkrahúsþjónustu. Sem dæmi um slíka heilsueflingu er Janusar verkefnið, hvers árangur er flestum kunnur. Þannig liggur í augum uppi að slík verkefni munu spara ríkinu ómældar fjárhæðir á komandi árum. Því vekur furðu að þau séu aðeins í boði í einstaka sveitarfélögum sem þá þurfa að bera uppi kostnaðinn af þeim. Afleiðing slíkrar vanrækslu heilbrigðisráðuneytisins, að tryggja að ekki að slík úrræði séu ekki í boði um allt land, leiðir til þess að fjöldi aldraðra fer á mis við þau auknu lífsgæði sem felast í slíkum úrræðum. Að sama skapi fer ríkið á mis við aukið hagræði í rekstri þar sem að önnur en hagkvæmustu úrræðin verða fyrir valinu, með tilheyrandi aukaálagi á sjúkrahúsþjónustuna. Áhersla lögð á dýrustu og verstu úrræðin Kostnaður við hvert hjúkrunarrými á ári er í kringum 20 milljónir og einhvers staðar á bilinu 50-70 milljónir fyrir pláss á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir þessar staðreyndir og að fjölgun aldraðra hefur verið fyrirsjáanleg svo áratugum skiptir hefur vanræksla í rekstri ríkisins ollið því að Landspítalinn hefur núna um áraskeið verið fullur af öldruðum sem lokið hafa meðferð og eiga því ekkert erindi á spítalanum. Réttur þeirra til að komast á hjúkrunarheimili er vanvirtur, starfsemi spítalans er stórskert og skattgreiðendur sitja uppi með sárt ennið. Við erum því hreinlega að bjóða heilbrigðisstarfsfólki, sjúklingum og aðstandendum þeirra upp á ómannneskjulegt umhverfi. Lítinn tíma þyrfti til að bæta þjónustuna Til að bæta gráu ofan á svart í ríkisrekstrinum, þá eru hagkvæmustu úrræðin í þjónustu við aldraða ekki húsnæðisfrek og því er það ekki hindrun í að hægt væri að efla þau með skömmum fyrirvara. Þar sem að það er ekki gert, neyðist fólk til að flytja óþarflega fljótt af heimilum sínum á stofnanir og skattgreiðendur borga brúsann sem fyrr segir. Alvarleg vanræksla kerfisins Það er því alger vanræksla á meðferð opinbers fjár að hagkvæmustu úrræðin séu kerfisbundið fjársvelt yfir langan tíma. Engu að síður er það látið viðgangast enda hafa kjörnir fulltrúar ekki nægilegan aðgang að þekkingu um brotalamirnar og reiða sig á embættismennina sem kunna að hafa meiri hagsmuni af því að vernda eigið kerfi en að bæta rekstur ríkisins. Það jákvæða fyrir fólkið í landinu í þessari stöðu er sú staðreynd að flestir finna fyrir þeim alvarlegu brotalömum í þjónustu ríkisins sem þeir eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá, lögum og reglugerðum. Þar af leiðandi geta stjórnvöld ekki komist upp með að dreifa ryki í augu fólks um að allt sé í himnalagi. Niðurstaða Verulega breytinga er þörf á rekstri ríkisins en hætt er við að embættismannakerfið mun berjast gegn því sem og ráðherrar sem hafa ekki nægilega þekkingu á málaflokknum og staldra við í takmarkaðan tíma. Jafnvel þótt stjórnmálaflokkarnir hafa lengi verið að búa sig undir kosningar er ekki að sjá að neinn þeirra hafi boðað aðgerðir til að taka á þeirri sóun sem nú ríkir í rekstri ríkisins. Embættismennirnir hafa síðustu áratugi fengið okkar atkvæði, burtséð frá því hvaða flokk við kjósum. Við höfum, síðustu kjörtímabil, verið að kjósa sóun á skattfé, niðurskurð og háa skatta. Höfundur er doktor í endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Markús Ingólfur Eiríksson Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig viljum við sem þjóð koma fram við kynslóðina sem ól okkur upp og lagði grunninn að þeim lífsgæðum sem við fáum að njóta í þessu landi? Skert lífsgæði og aukin sóun á skattfé Þau úrræði við þjónustu við aldraða sem hámarka þeirra lífsgæði og lágmarka kostnað ríkissjóðs eru verulega vanfjármögnuð. Þar á ég einkum við um heilsueflingu, dagdvöl og heimaþjónustu. Þessi úrræði eiga það sameiginlegt að vera til þess fallin að gera þeim kleift að búa sem lengst heima hjá sér og hámarka þannig lífsgæðin. Það kaldhæðnislegasta við þetta er að þessi úrræði eru ekki einungis vanfjármögnuð heldur einnig þau hagkvæmustu fyrir ríkið sem völ er á. Fyrir vikið er ríkið að sóa gríðarlegum fjármunum í að vista fjölda aldraðra einstaklinga á sjúkrahúsum þótt þeir eigi þar ekkert erindi. Við losnum ekki svo auðveldlega við kaldhæðnina í þessu sambandi því dvöl á sjúkrahúsi er í senn bæði dýrasta og versta úrræðið. Einna sorglegast við þetta er að núverandi ástand er löngu fyrirséð enda hefur þróun lífaldurs þjóðarinnar legið lengi fyrir og auðvelt hefur verið að spá fyrir um hana. Því hefði verið fyrir löngu hægt að gera langtímaáætlanir um hvernig þjónustunni skyldi háttað með árangur, hagkvæmni og skilvirkni í huga, eins og lög um opinber fjármál gera kröfu um. Það ófremdarástand sem nú ríkir sannar í reynd að heilbrigðisráðuneytið hefur vanrækt sínar skyldur í þessum málaflokki. Fyrir vikið búa aldraðir við verri þjónustu á sama tíma og skattfé er sóað. Hagkvæmustu og bestu úrræðin vannýtt Til að setja hlutina í samhengi, þá er kostnaður við heimaþjónustu, þ.e. heimahjúkrun og félagsþjónustu, í kringum 2 milljónir á þjónustuþega á ári. Kostnaður við dagdvöl er enn lægri en sú þjónusta er á höndum sveitarfélaga. Eitt af meginmarkmiðum hennar er að auka félagslega virkni þjónustuþeganna og fresta því að þeir þurfi að leita í verri og dýrari úrræði. Tilraunaverkefni sem heppnaðist vel en ekkert meira gert Í þessu sambandi má nefna ákveðið tilraunaverkefni um eflingu heimahjúkrunar fyrir um áratug síðan. Þar var hópi aldraðra sem hafði ítrekað leitað á bráðamóttöku Landspítala veitt aukin þjónusta heima með það að markmiði að gera þeim kleift að vera heima og þurfa því ekki að leita á eins oft bráðamóttökuna. Verkefnið heppnaðist afar vel en engu að síður var því hætt enda var bara um tilraunaverkefni að ræða. Maður spyr sig, hvers vegna að ráðast í tilraunaverkefni yfir höfuð ef ekkert eigi að gera við það sem heppnast vel? Heilsuefling aldraðra Ásamt dagdvöl, þá er heilsuefling aldraðra eitt allra hagkvæmasta og árangursríkasta úrræðið sem völ er á. Ástæða þess er sú að markmiðið þess er að gera fólki kleift að vera lengur á vinnumarkaði og búa lengur heima. Með því móti seinkar þörf þeirra skjólstæðinga fyrir dýrari úrræðum á borð við hjúkrunarheimili og sjúkrahúsþjónustu. Sem dæmi um slíka heilsueflingu er Janusar verkefnið, hvers árangur er flestum kunnur. Þannig liggur í augum uppi að slík verkefni munu spara ríkinu ómældar fjárhæðir á komandi árum. Því vekur furðu að þau séu aðeins í boði í einstaka sveitarfélögum sem þá þurfa að bera uppi kostnaðinn af þeim. Afleiðing slíkrar vanrækslu heilbrigðisráðuneytisins, að tryggja að ekki að slík úrræði séu ekki í boði um allt land, leiðir til þess að fjöldi aldraðra fer á mis við þau auknu lífsgæði sem felast í slíkum úrræðum. Að sama skapi fer ríkið á mis við aukið hagræði í rekstri þar sem að önnur en hagkvæmustu úrræðin verða fyrir valinu, með tilheyrandi aukaálagi á sjúkrahúsþjónustuna. Áhersla lögð á dýrustu og verstu úrræðin Kostnaður við hvert hjúkrunarrými á ári er í kringum 20 milljónir og einhvers staðar á bilinu 50-70 milljónir fyrir pláss á sjúkrahúsi. Þrátt fyrir þessar staðreyndir og að fjölgun aldraðra hefur verið fyrirsjáanleg svo áratugum skiptir hefur vanræksla í rekstri ríkisins ollið því að Landspítalinn hefur núna um áraskeið verið fullur af öldruðum sem lokið hafa meðferð og eiga því ekkert erindi á spítalanum. Réttur þeirra til að komast á hjúkrunarheimili er vanvirtur, starfsemi spítalans er stórskert og skattgreiðendur sitja uppi með sárt ennið. Við erum því hreinlega að bjóða heilbrigðisstarfsfólki, sjúklingum og aðstandendum þeirra upp á ómannneskjulegt umhverfi. Lítinn tíma þyrfti til að bæta þjónustuna Til að bæta gráu ofan á svart í ríkisrekstrinum, þá eru hagkvæmustu úrræðin í þjónustu við aldraða ekki húsnæðisfrek og því er það ekki hindrun í að hægt væri að efla þau með skömmum fyrirvara. Þar sem að það er ekki gert, neyðist fólk til að flytja óþarflega fljótt af heimilum sínum á stofnanir og skattgreiðendur borga brúsann sem fyrr segir. Alvarleg vanræksla kerfisins Það er því alger vanræksla á meðferð opinbers fjár að hagkvæmustu úrræðin séu kerfisbundið fjársvelt yfir langan tíma. Engu að síður er það látið viðgangast enda hafa kjörnir fulltrúar ekki nægilegan aðgang að þekkingu um brotalamirnar og reiða sig á embættismennina sem kunna að hafa meiri hagsmuni af því að vernda eigið kerfi en að bæta rekstur ríkisins. Það jákvæða fyrir fólkið í landinu í þessari stöðu er sú staðreynd að flestir finna fyrir þeim alvarlegu brotalömum í þjónustu ríkisins sem þeir eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá, lögum og reglugerðum. Þar af leiðandi geta stjórnvöld ekki komist upp með að dreifa ryki í augu fólks um að allt sé í himnalagi. Niðurstaða Verulega breytinga er þörf á rekstri ríkisins en hætt er við að embættismannakerfið mun berjast gegn því sem og ráðherrar sem hafa ekki nægilega þekkingu á málaflokknum og staldra við í takmarkaðan tíma. Jafnvel þótt stjórnmálaflokkarnir hafa lengi verið að búa sig undir kosningar er ekki að sjá að neinn þeirra hafi boðað aðgerðir til að taka á þeirri sóun sem nú ríkir í rekstri ríkisins. Embættismennirnir hafa síðustu áratugi fengið okkar atkvæði, burtséð frá því hvaða flokk við kjósum. Við höfum, síðustu kjörtímabil, verið að kjósa sóun á skattfé, niðurskurð og háa skatta. Höfundur er doktor í endurskoðun.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun