Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar 11. nóvember 2024 11:32 Árið 1989 fluttu foreldrar mínir á Kjalarnes, sem þá þótti áhugaverður kostur fyrir unga fjöskyldu. Þar bauðst sérbýli á viðráðanlegu verði, fallegt umhverfi og átti Kjalarnes að vaxa mikið á næstu árum. Sundabrautin var á leiðinni og átti að auka aðgengi að bænum. Rétt eins og mörg loforð Reykjavíkurborgar þá fór Sundabraut aldrei í framkvæmd. Þvert á móti virðast ráðamenn borgarinnar gera allt til þess að þurfa ekki standa við þetta loforð. Sundabrautin samræmist ekki áformum þeirra um þéttingu byggðar og Borgarlínu, þeir vilja frekar fjarlægja götur en byggja þær. Miðflokkurinn kynnti kosningaáherslur sínar síðastliðinn laugardag og voru skilaboðin skýr í samgöngumálum: Burt með Borgarlínuna, inn með Sundabrautina. Fyrir þau sem kannast ekki við Sundabrautina þá er hún vegur sem nær frá miðbæ Reykjavíkur yfir á Kjalarnes. Hér að neðan mun ég setja mynd af einni útfærslu sem birtist nýverið. Kílómetrarnir sýna fjarlægðina frá upphafi brautarinnar á Kjalarnesi og línurnar eru afreinar þar sem er hægt að komast inn og útaf Sundabrautinni. Ef miðað er við að hámarkshraði væri 70, þá tæki 11 mínútur að keyra brautina frá upphafi til enda: Sundabrautin hefur því miður orðið að eilífðarloforði flokka í Reykjavíkurborg sem gera svo ekkert til þess að hefja framkvæmdir. Hún minnir á hlaupár, hún kemur upp í umræðuna á fjögurra ára fresti og gleymist svo þar til næsta hlaupár brestur á eða í þessu tilfelli, kosningabarátta. Við í Miðflokknum segjum að nú sé komið nóg, endurskrifa þarf samgönguáætlun þar sem farið er í raunverulegar lausnir og er Sundabrautin efst á lista sem lausn fyrir Reykjavík. Með uppbyggingu Sundabrautarinnar opnum við ekki bara á að gera Kjalarnesið að vænlegri kosti til uppbyggingar heldur opnar hún á uppbyggingu á Geldingarnesi ásamt því að rýmka fyrir umferð úr Mosfellsbæ, Grafarvogi og Grafarholti niður í miðbæ Reykjavíkur. Hún mun einnig virka sem greið neyðarleið frá höfuðborgarsvæðinu skyldi eitthvað gerast. Þetta er borðlagt. Á Kjalarnesi eru allir helstu innviðir til staðar: Grunnskóli, leikskóli og frábær sundlaug, sem allt er hægt að nýta og stækka. Það þyrfti að vísu að koma upp matvöruverslun en þangað til er ég viss um að Fríða í Esjuskálanum geti séð fyrir þörfum bæjarbúa. Atkvæði með Miðflokknum er því atkvæði með: Auknu lóðaframboði, auknum húsnæðismöguleikum, uppbyggingu nýrra hverfa og betri samgöngum. Við ætlum að uppfylla „íslenska drauminn“ eins og var kynnt í kosningaáherslum flokksins. Sem Kjalnesingur þá mun ég nýta mína krafta í þessari kosningabaráttu til þess að gera öllum ljóst að Sundabrautin er ekki bara sniðug, heldur ættu framkvæmdir geti hafist sem fyrst með Miðflokkinn í ríkisstjórn, enda arðbærasta samgönguframkvæmd á landinu. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sundabraut Borgarlína Miðflokkurinn Samgöngur Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 1989 fluttu foreldrar mínir á Kjalarnes, sem þá þótti áhugaverður kostur fyrir unga fjöskyldu. Þar bauðst sérbýli á viðráðanlegu verði, fallegt umhverfi og átti Kjalarnes að vaxa mikið á næstu árum. Sundabrautin var á leiðinni og átti að auka aðgengi að bænum. Rétt eins og mörg loforð Reykjavíkurborgar þá fór Sundabraut aldrei í framkvæmd. Þvert á móti virðast ráðamenn borgarinnar gera allt til þess að þurfa ekki standa við þetta loforð. Sundabrautin samræmist ekki áformum þeirra um þéttingu byggðar og Borgarlínu, þeir vilja frekar fjarlægja götur en byggja þær. Miðflokkurinn kynnti kosningaáherslur sínar síðastliðinn laugardag og voru skilaboðin skýr í samgöngumálum: Burt með Borgarlínuna, inn með Sundabrautina. Fyrir þau sem kannast ekki við Sundabrautina þá er hún vegur sem nær frá miðbæ Reykjavíkur yfir á Kjalarnes. Hér að neðan mun ég setja mynd af einni útfærslu sem birtist nýverið. Kílómetrarnir sýna fjarlægðina frá upphafi brautarinnar á Kjalarnesi og línurnar eru afreinar þar sem er hægt að komast inn og útaf Sundabrautinni. Ef miðað er við að hámarkshraði væri 70, þá tæki 11 mínútur að keyra brautina frá upphafi til enda: Sundabrautin hefur því miður orðið að eilífðarloforði flokka í Reykjavíkurborg sem gera svo ekkert til þess að hefja framkvæmdir. Hún minnir á hlaupár, hún kemur upp í umræðuna á fjögurra ára fresti og gleymist svo þar til næsta hlaupár brestur á eða í þessu tilfelli, kosningabarátta. Við í Miðflokknum segjum að nú sé komið nóg, endurskrifa þarf samgönguáætlun þar sem farið er í raunverulegar lausnir og er Sundabrautin efst á lista sem lausn fyrir Reykjavík. Með uppbyggingu Sundabrautarinnar opnum við ekki bara á að gera Kjalarnesið að vænlegri kosti til uppbyggingar heldur opnar hún á uppbyggingu á Geldingarnesi ásamt því að rýmka fyrir umferð úr Mosfellsbæ, Grafarvogi og Grafarholti niður í miðbæ Reykjavíkur. Hún mun einnig virka sem greið neyðarleið frá höfuðborgarsvæðinu skyldi eitthvað gerast. Þetta er borðlagt. Á Kjalarnesi eru allir helstu innviðir til staðar: Grunnskóli, leikskóli og frábær sundlaug, sem allt er hægt að nýta og stækka. Það þyrfti að vísu að koma upp matvöruverslun en þangað til er ég viss um að Fríða í Esjuskálanum geti séð fyrir þörfum bæjarbúa. Atkvæði með Miðflokknum er því atkvæði með: Auknu lóðaframboði, auknum húsnæðismöguleikum, uppbyggingu nýrra hverfa og betri samgöngum. Við ætlum að uppfylla „íslenska drauminn“ eins og var kynnt í kosningaáherslum flokksins. Sem Kjalnesingur þá mun ég nýta mína krafta í þessari kosningabaráttu til þess að gera öllum ljóst að Sundabrautin er ekki bara sniðug, heldur ættu framkvæmdir geti hafist sem fyrst með Miðflokkinn í ríkisstjórn, enda arðbærasta samgönguframkvæmd á landinu. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun