Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2024 09:30 Grétar Örn Guðmundsson, Steve Christer, Margrét Harðardóttir og Birgir Örn Jónsson tóku við verðlaunum fyrir Smiðju fyrir hönd Stúdíó Granda. Aldís Páls Það var mikið um dýrðir í Grósku síðastliðinn fimmtudag þegar Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent með pompi og pragt. Í tilkynningu frá aðstandendum segir að dagurinn hafi hafist á því að gestir fengu góða innsýn inn í þau níu framúrskarandi og fjölbreyttu verkefni sem tilnefnd voru til verðlaunanna í ár í þremur mismunandi flokkum. Í kjölfarið var svo verðlaunaafhending með tilheyrandi fögnuði. Það voru þau Búi Bjarmar Aðalsteinsson, vöruhönnuður og Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt sem stýrðu samtali við tilnefnda og sáu svo um að kynna verðlaunaafhendinguna sem fór fram fyrir fullum sal. Sigurvegarar verðlaunanna í ár voru Krónan sem hlaut viðurkenningu fyrir Bestu fjárfestingu í hönnun, Gísli B. Björnsson, grafískur hönnuður sem er Heiðursverðlaunahafi ársins, peysan James Cook sem unnin er í samstarfi Helgu Lilju Magnúsdóttur fatahönnuðar og Stephan Stephensen listamanns, fyrir BAHNS er Vara ársins, Smiðja, skrifstofubygging Alþingis eftir Studio Granda er Staður ársins og Börnin að borðinu eftir Þykjó er Verk ársins. Gísli B. Björnsson hlaut heiðursverðlaun í ár.Aldís Páls Krónan hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.Aldís Páls Hönnunarverðlaun Íslands fóru fram í ellefta sinn í ár og veitt í þremur flokkum - Vara - Staður - Verk. Hönnunarverðlaun Íslands eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi nýleg verkefni. Við val á verðlaunahöfum er leitað að verkefnum sem skara fram úr og geta staðið sem fulltrúar þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. Verkefnin endurspegla gæði og vera áhrifarík, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu, áherslu á fagurfræði og fagmennsku í vinnubrögðum. Einnig er horft til hvort verkefnin séu notendavæn, nýskapandi og hafi jákvæð áhrif á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni. Þær Sigríður Sunna, Ninna Þórðardóttir, Erla Ólafsdóttir og Embla Vigfúsdóttir hlutu verðlaun fyrir verk ársins.Aldís Páls Helga Lilja Magnúsdóttir fatahönnuður fékk verðlaun fyrir peysuna James Cook sem hún vann í samstarfi við Stephan Stephensen listamann.Aldís Páls Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Það voru þau Búi Bjarmar Aðalsteinsson, vöruhönnuður og Magnea Guðmundsdóttir, arkitekt sem stýrðu samtali við tilnefnda og sáu svo um að kynna verðlaunaafhendinguna sem fór fram fyrir fullum sal. Sigurvegarar verðlaunanna í ár voru Krónan sem hlaut viðurkenningu fyrir Bestu fjárfestingu í hönnun, Gísli B. Björnsson, grafískur hönnuður sem er Heiðursverðlaunahafi ársins, peysan James Cook sem unnin er í samstarfi Helgu Lilju Magnúsdóttur fatahönnuðar og Stephan Stephensen listamanns, fyrir BAHNS er Vara ársins, Smiðja, skrifstofubygging Alþingis eftir Studio Granda er Staður ársins og Börnin að borðinu eftir Þykjó er Verk ársins. Gísli B. Björnsson hlaut heiðursverðlaun í ár.Aldís Páls Krónan hlaut viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun.Aldís Páls Hönnunarverðlaun Íslands fóru fram í ellefta sinn í ár og veitt í þremur flokkum - Vara - Staður - Verk. Hönnunarverðlaun Íslands eru veitt hönnuði, arkitekt, hönnunarteymi eða stofu fyrir framúrskarandi nýleg verkefni. Við val á verðlaunahöfum er leitað að verkefnum sem skara fram úr og geta staðið sem fulltrúar þess besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs. Verkefnin endurspegla gæði og vera áhrifarík, fela í sér frjóa hugsun, snjalla lausn, vandaða útfærslu, áherslu á fagurfræði og fagmennsku í vinnubrögðum. Einnig er horft til hvort verkefnin séu notendavæn, nýskapandi og hafi jákvæð áhrif á lífsgæði, verðmætasköpun og sjálfbærni. Þær Sigríður Sunna, Ninna Þórðardóttir, Erla Ólafsdóttir og Embla Vigfúsdóttir hlutu verðlaun fyrir verk ársins.Aldís Páls Helga Lilja Magnúsdóttir fatahönnuður fékk verðlaun fyrir peysuna James Cook sem hún vann í samstarfi við Stephan Stephensen listamann.Aldís Páls
Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira