Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar 11. nóvember 2024 13:16 Við skoðun á síðustu hagspá Arion banka rakst ég á glæru um innlán heimilanna í bankakerfinu. Þar eru innlán heimilanna sögð vera um 1.600 milljarðar króna. Með því að taka frá innlán vegna viðbótarlífeyrissparnaðar, orlofsreikninga og veltiinnlán þá reiknast mér til að um 1.200 milljarðar eru innlán heimilanna í bankakerfinu sem bera fjármagnstekjuskatt. Við að skoða þessar tölur kom upp í huga mér hin síendurtekna umræða um þessa vondu fjármagnseigendur og þá eigi að skattleggja eins og hægt er. Boðskapur Samfylkingarinnar er að þeir fjármunir sem eiga að fjármagna þá miklu samfélagsbyltingu sem þeir boða, eigi að stórum hluta að fjármagna með hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ekki þurfi að fara að skilgreina það betur hvað er eðlilegur sparnaður almennings sem búið er að greiða af tekjuskatt eða einstaklingar fengið í arf, auk annars sem hefur búið til þennan sparnað heimilanna. Ef heimilin eiga að vera vondi kallinn og fjármagna loforðapakka Samfylkingarinnar þá er verið að framkalla miklar blekkingar ef fjármunirnir eiga að koma frá sparnaði almennings með eignaupptöku. Eignarupptaka á sparnaði! Í heilbrigðu hagkerfi með stöðuleika er eðlilegt að sparnaður haldi verðgildi sínu og eðlilega ætti eingöngu að leggja fjármagnstekjuskattinn á raunávöxtunina. Það hefur ekki verið raunin á Íslandi undanfarin ár og áratugi. Með 22,5% fjármagnstekjuskatti af verðtryggingu með litla eða enga raunávöxtun er í raun verið að taka fjármuni almennings eignarnámi, það næst ekki að halda í raunvirði fjármunanna. Það er ótrúlegt að þessi eignaupptaka á sparaði heimilanna hafi fengið að viðgangast. Með öðrum orðum er verið að refsa fólki fyrir það að sýna ráðdeild og spara. Þennan sparnað verður að skilgreina sem slíkan og hann á að meðhöndla öðruvísi en fjármuni sem koma úr öðru. Það þarf að skilgreina hina réttu fjármagnseigendur öðruvísi og skattleggja þá með þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Margir af þessum fjármagnseigendum borga ekki útsvar fyrir þjónustu sveitarfélagsins. Ég ætla ekki í langa upptalningu á þessum fjármagnsauði. Hann kemur t.d. við sölu á veiðiheimildum úr sameiginlegri eign þjóðarinnar, óveiddum fiski í sjónum sem þjóðin á. Ég viðurkenni það fúslega að erfitt geti verið að eyrnamerkja þessa fjármuni en við verðum að reyna að skilgreina á milli. Á sparnaður að vera skattstofn? Ætlar Samfylkingin að hækka skatta á sparnað heimila og einstaklinga þar sem ekki hefur verið hægt að halda í raunvirði þeirra eftir fjármagnstekjuskatta með núverandi skattaprósentu?Á virkilega að fjármagna draumaland Samfylkingarinnar með eignaupptöku hjá almenningi?Þeir flokkar sem eru að fórna öllu eins og Viðreisn til að komast í ríkistjórn verða að svara því hvort svona skattlagning á sparnað almennings verði samþykkt fyrir ráðherrastóla? Sparnaðurinn mun leita annað. Hefur Samfylkingin ekki áttað sig á því hvaða afleiðingar þetta getur haft? Steinsteypa hefur verið öruggasta fjárfestingin í íslensku krónuhagkerfi þannig að ef meiri eignarupptaka verður framkvæmd á sparnaði heimilanna þá munu þessir fjármunir leita í fasteignarmarkaðinn og auka ásóknina í markað þar sem mikill skortur er á framboði, ástand sem báðir þessir flokkar hafa búið til á höfuðborgarsvæðinu. Það ættu allir að átta sig á því hvaða áhrif þetta mun hafa á fasteignaverð. Þessir fjármunir gætu líka leitað í eignir erlendis. Ég hef aldrei skilið það hvernig pólitíkin og margt af forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hafi alltaf talið það eðlilegt að skattpína sparnað launafólks eftir ævistritið eins og það sé illa fengið fé. Svo eru þessir einstaklingar að lesa yfir öðrum um vexti og verðtryggingu!Vandinn er sá að þessir einstaklingar skilja ekki að sparnaður almennings verður og á að fá að halda verðgildi sínu, annað er eignarupptaka. Finnum nýjar leiðir til að skattleggja fjármagnstekjur Hvernig á að skilgreina á milli eðlilegs sparnaðar og fjármagnstekna upp á hundruð milljóna eða milljarða og margir hafa eingöngu tekjur af er kannski best að gera með eftirfarandi hætti.Það þarf að skilgreina og ákveða eðlilega upphæð í sparnaðar sem einstaklingar hafa lagt til hliðar og það á að vera skattfrjálst upp að ákveðnu marki. Er óeðlilegt að það eigi að vera á milli þrjátíu til fimmtíu milljónir? Síðan kæmu þrjú skattþrep 50 til 100 milljónir fengu 31.5%, 100 til 300 milljónir fengju 38% og yfir 300 milljónir fengju 46,3% fjármagnstekjuskatt. Verði þessari auknu skattheimtu Samfylkingarinnar komið á með flötum skatti mun það verða eignarupptaka á fjármunum ( sparnaði ) almennings, ekki aukin skattheimta á breiðubökin sem ætti eðlilega að skattleggja meira. Höfundur er lífeyrisþegi og ráðgjafi um lífeyrismál hjá GR Ráðgjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Við skoðun á síðustu hagspá Arion banka rakst ég á glæru um innlán heimilanna í bankakerfinu. Þar eru innlán heimilanna sögð vera um 1.600 milljarðar króna. Með því að taka frá innlán vegna viðbótarlífeyrissparnaðar, orlofsreikninga og veltiinnlán þá reiknast mér til að um 1.200 milljarðar eru innlán heimilanna í bankakerfinu sem bera fjármagnstekjuskatt. Við að skoða þessar tölur kom upp í huga mér hin síendurtekna umræða um þessa vondu fjármagnseigendur og þá eigi að skattleggja eins og hægt er. Boðskapur Samfylkingarinnar er að þeir fjármunir sem eiga að fjármagna þá miklu samfélagsbyltingu sem þeir boða, eigi að stórum hluta að fjármagna með hækkun á fjármagnstekjuskatti. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ekki þurfi að fara að skilgreina það betur hvað er eðlilegur sparnaður almennings sem búið er að greiða af tekjuskatt eða einstaklingar fengið í arf, auk annars sem hefur búið til þennan sparnað heimilanna. Ef heimilin eiga að vera vondi kallinn og fjármagna loforðapakka Samfylkingarinnar þá er verið að framkalla miklar blekkingar ef fjármunirnir eiga að koma frá sparnaði almennings með eignaupptöku. Eignarupptaka á sparnaði! Í heilbrigðu hagkerfi með stöðuleika er eðlilegt að sparnaður haldi verðgildi sínu og eðlilega ætti eingöngu að leggja fjármagnstekjuskattinn á raunávöxtunina. Það hefur ekki verið raunin á Íslandi undanfarin ár og áratugi. Með 22,5% fjármagnstekjuskatti af verðtryggingu með litla eða enga raunávöxtun er í raun verið að taka fjármuni almennings eignarnámi, það næst ekki að halda í raunvirði fjármunanna. Það er ótrúlegt að þessi eignaupptaka á sparaði heimilanna hafi fengið að viðgangast. Með öðrum orðum er verið að refsa fólki fyrir það að sýna ráðdeild og spara. Þennan sparnað verður að skilgreina sem slíkan og hann á að meðhöndla öðruvísi en fjármuni sem koma úr öðru. Það þarf að skilgreina hina réttu fjármagnseigendur öðruvísi og skattleggja þá með þrepaskiptum fjármagnstekjuskatti. Margir af þessum fjármagnseigendum borga ekki útsvar fyrir þjónustu sveitarfélagsins. Ég ætla ekki í langa upptalningu á þessum fjármagnsauði. Hann kemur t.d. við sölu á veiðiheimildum úr sameiginlegri eign þjóðarinnar, óveiddum fiski í sjónum sem þjóðin á. Ég viðurkenni það fúslega að erfitt geti verið að eyrnamerkja þessa fjármuni en við verðum að reyna að skilgreina á milli. Á sparnaður að vera skattstofn? Ætlar Samfylkingin að hækka skatta á sparnað heimila og einstaklinga þar sem ekki hefur verið hægt að halda í raunvirði þeirra eftir fjármagnstekjuskatta með núverandi skattaprósentu?Á virkilega að fjármagna draumaland Samfylkingarinnar með eignaupptöku hjá almenningi?Þeir flokkar sem eru að fórna öllu eins og Viðreisn til að komast í ríkistjórn verða að svara því hvort svona skattlagning á sparnað almennings verði samþykkt fyrir ráðherrastóla? Sparnaðurinn mun leita annað. Hefur Samfylkingin ekki áttað sig á því hvaða afleiðingar þetta getur haft? Steinsteypa hefur verið öruggasta fjárfestingin í íslensku krónuhagkerfi þannig að ef meiri eignarupptaka verður framkvæmd á sparnaði heimilanna þá munu þessir fjármunir leita í fasteignarmarkaðinn og auka ásóknina í markað þar sem mikill skortur er á framboði, ástand sem báðir þessir flokkar hafa búið til á höfuðborgarsvæðinu. Það ættu allir að átta sig á því hvaða áhrif þetta mun hafa á fasteignaverð. Þessir fjármunir gætu líka leitað í eignir erlendis. Ég hef aldrei skilið það hvernig pólitíkin og margt af forystufólki verkalýðshreyfingarinnar hafi alltaf talið það eðlilegt að skattpína sparnað launafólks eftir ævistritið eins og það sé illa fengið fé. Svo eru þessir einstaklingar að lesa yfir öðrum um vexti og verðtryggingu!Vandinn er sá að þessir einstaklingar skilja ekki að sparnaður almennings verður og á að fá að halda verðgildi sínu, annað er eignarupptaka. Finnum nýjar leiðir til að skattleggja fjármagnstekjur Hvernig á að skilgreina á milli eðlilegs sparnaðar og fjármagnstekna upp á hundruð milljóna eða milljarða og margir hafa eingöngu tekjur af er kannski best að gera með eftirfarandi hætti.Það þarf að skilgreina og ákveða eðlilega upphæð í sparnaðar sem einstaklingar hafa lagt til hliðar og það á að vera skattfrjálst upp að ákveðnu marki. Er óeðlilegt að það eigi að vera á milli þrjátíu til fimmtíu milljónir? Síðan kæmu þrjú skattþrep 50 til 100 milljónir fengu 31.5%, 100 til 300 milljónir fengju 38% og yfir 300 milljónir fengju 46,3% fjármagnstekjuskatt. Verði þessari auknu skattheimtu Samfylkingarinnar komið á með flötum skatti mun það verða eignarupptaka á fjármunum ( sparnaði ) almennings, ekki aukin skattheimta á breiðubökin sem ætti eðlilega að skattleggja meira. Höfundur er lífeyrisþegi og ráðgjafi um lífeyrismál hjá GR Ráðgjöf.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun