Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 11. nóvember 2024 13:47 Heimir Hallgrímsson á fyrir höndum tvo krefjandi leiki með írska landsliðinu. Getty/Stephen McCarthy Þrátt fyrir að tala ekki tungumálið þá er Heimir Hallgrímsson staðráðinn í að læra að syngja írska þjóðsönginn, nú þegar hann er landsliðsþjálfari Íra í fótbolta. Þjóðsöngur Íra heitir Amhrán na bhFiann og er textinn á írsku, tungumáli sem Íslendingar kunna fæstir orð í. Það flækir málin fyrir Heimi sem á hins vegar auðvitað auðvelt með að tala við heimamenn á ensku. Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann. Heimir, sem ætlar sér að rétt af dapurt gengi Íra síðustu ár, telur greinilega mikilvægt að sýna metnað fyrir því sem einkennir írska þjóð, meðal annars með því að læra þjóðsönginn. „Eitt að vita hvernig á að syngja“ Hann ræddi um þetta við blaðamenn í aðdraganda leikjanna við Finnland og England í Þjóðadeildinni, eftir sigur gegn Finnum og tap gegn Grikkjum í síðasta mánuði. „Ég er búinn að vera að reyna að læra þjóðsönginn en það er erfitt! Það er eitt að vita hvernig á að syngja hann, en svo gleymir maður orðunum; maður veit ekki hvað þau þýða. Ég mun ná þessu á einhverjum tímapunkti,“ sagði Heimir sem tók við írska landsliðinu í sumar og stýrði því í fyrsta sinn í september. Fyrsti leikur hans var einmitt gegn Englandi á heimavelli og þá vakti athygli að Lee Carsley, þjálfari Englands og fyrrverandi landsliðsmaður Íra, skyldi neita að syngja enska þjóðsönginn. Carsley kvaðst vilja einbeita sér að fótboltanum en afstaða hans virtist falla illa í kramið hjá mörgum. „Hluti af þjóðarstoltinu“ Heimir reyndi aftur á móti að syngja írska þjóðsönginn fyrir leikina í síðasta mánuði og ætlar að gera enn betur núna. „Menn eiga að vera stoltir af því að syngja þjóðsönginn. Jafnvel þó að maður sé útlendingur þá ætti maður að læra hann. Kannski ekki að syngja hann, og eflaust verða ekki öll orðin rétt, en þjóðsöngurinn er hluti af þjóðarstoltinu og ég reyni mitt besta,“ sagði Heimir. Írar mæta Finnum í Dublin á fimmtudaginn og sækja síðan England heim á Wembley á sunnudaginn, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Írar eru með þrjú stig og í keppni við Finna, sem eru án stiga, um að forðast beint fall niður í C-deild. Grikkland er með tólf stig og England níu stig. Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Fótbolti Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Körfubolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti „Eins óheiðarlegt og óíþróttamannslegt og hugsast getur“ Sport Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Fótbolti Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Skipti um skoðun í landsleikjahlénu og rak Motta Frakkland verður með Íslandi í riðli Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Heimir stýrði til sigurs og Írland heldur sér uppi Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Sjá meira
Þjóðsöngur Íra heitir Amhrán na bhFiann og er textinn á írsku, tungumáli sem Íslendingar kunna fæstir orð í. Það flækir málin fyrir Heimi sem á hins vegar auðvitað auðvelt með að tala við heimamenn á ensku. Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann. Heimir, sem ætlar sér að rétt af dapurt gengi Íra síðustu ár, telur greinilega mikilvægt að sýna metnað fyrir því sem einkennir írska þjóð, meðal annars með því að læra þjóðsönginn. „Eitt að vita hvernig á að syngja“ Hann ræddi um þetta við blaðamenn í aðdraganda leikjanna við Finnland og England í Þjóðadeildinni, eftir sigur gegn Finnum og tap gegn Grikkjum í síðasta mánuði. „Ég er búinn að vera að reyna að læra þjóðsönginn en það er erfitt! Það er eitt að vita hvernig á að syngja hann, en svo gleymir maður orðunum; maður veit ekki hvað þau þýða. Ég mun ná þessu á einhverjum tímapunkti,“ sagði Heimir sem tók við írska landsliðinu í sumar og stýrði því í fyrsta sinn í september. Fyrsti leikur hans var einmitt gegn Englandi á heimavelli og þá vakti athygli að Lee Carsley, þjálfari Englands og fyrrverandi landsliðsmaður Íra, skyldi neita að syngja enska þjóðsönginn. Carsley kvaðst vilja einbeita sér að fótboltanum en afstaða hans virtist falla illa í kramið hjá mörgum. „Hluti af þjóðarstoltinu“ Heimir reyndi aftur á móti að syngja írska þjóðsönginn fyrir leikina í síðasta mánuði og ætlar að gera enn betur núna. „Menn eiga að vera stoltir af því að syngja þjóðsönginn. Jafnvel þó að maður sé útlendingur þá ætti maður að læra hann. Kannski ekki að syngja hann, og eflaust verða ekki öll orðin rétt, en þjóðsöngurinn er hluti af þjóðarstoltinu og ég reyni mitt besta,“ sagði Heimir. Írar mæta Finnum í Dublin á fimmtudaginn og sækja síðan England heim á Wembley á sunnudaginn, í lokaumferð riðlakeppni Þjóðadeildarinnar. Írar eru með þrjú stig og í keppni við Finna, sem eru án stiga, um að forðast beint fall niður í C-deild. Grikkland er með tólf stig og England níu stig.
Þjóðsöngur Írlands - Amhrán na bhFiann Sinne Fianna Fáil, atá faoi gheall ag Éirinn, Buíon dár slua thar toinn do ráinig chugainn, Faoi mhóid bheith saor Seantír ár sinsear feasta, Ní fhágfar faoin tíorán ná faoin tráill. Anocht a théam sa bhearna bhaoil, Le gean ar Ghaeil, chun báis nó saoil, Le gunna-scréach faoi lámhach na bpiléar, Seo libh canaig' amhrán na bhFiann.
Þjóðadeild karla í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Segir „indverskt rottuhlaup“ hafa toppað handbolta í vinsældum Sport Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Fótbolti Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Körfubolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti „Eins óheiðarlegt og óíþróttamannslegt og hugsast getur“ Sport Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Fótbolti Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Skipti um skoðun í landsleikjahlénu og rak Motta Frakkland verður með Íslandi í riðli Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ „Verður að vera þolinmæði og verður að vera bjartsýni“ „Mér fannst það svolítið vanta í dag“ „Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ „Á báðum endum vallarins ekki nógu góðir“ Heimir stýrði til sigurs og Írland heldur sér uppi Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Sædís með mark og stoðsendingu í opnunarleiknum Alexandra lagði upp í frumrauninni Sex breytingar á byrjunarliðinu Íslenskur fjöldasöngur í Murcia Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia Cecilía varði víti Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“ „Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“ Sjá meira