Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 11:02 Í kosningabaráttunni hafa ríkisfjármálin eðlilega mikið verið í umræðunni og eru skiptar skoðanir á milli flokka hvernig best sé að hátta þeim. En hvað eru ríkisfjármál og hvaða áhrif geta þau haft á líf almennings? Ríkisfjármál eru mikilvægur þáttur í efnahagsstefnu hvers ríkis og hafa bein áhrif á lífsgæði almennings, bæði til skamms og langs tíma. Þau snúa að tekjum og gjöldum ríkisins, fjárlögum, stýringu skulda og eigna ásamt öðrum fjármálum sem varða rekstur ríkisins. Stjórn ríkisfjármála ræður meðal annars því hvernig fjármunum ríkisins er aflað með sköttum og gjöldum frá einstaklingum og fyrirtækjum og hvernig þeim er varið til opinberrar þjónustu. Með því að stýra ríkisfjármálum á skynsaman hátt getur ríkið byggt upp og viðhaldið öflugu velferðarkerfi og tryggt efnahagslegan stöðugleika sem hefur áhrif á verðlag, atvinnustig, kaupmátt almennings og stuðlar að aukinni velferð landsmanna. Slæm stjórn ríkisfjármála getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag þjóðarinnar og líf landsmanna. Ef ríkið skuldsetur sig of mikið með því að eyða um efni fram, getur það leitt til aukinnar verðbólgu, hærri vaxta og lægri kaupmáttar. Þetta hljómar kunnuglega því við höfum einmitt þurft að súpa seyðið af slæmri stjórn á ríkisfjármálum hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna með mikilli verðbólgu og háum vöxtum. Við þessar aðstæður eykst vaxtakostnaður ríkisins en fjármunir sem fara í að borga vexti fara ekki í að auka velferð. Skuldir ríkissjóðs hafa aukist um 1.000 milljarða króna frá 2019 og eru vaxtagjöld nú orðin fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins á eftir heilbrigðismálum, málefnum aldraðra og örorkugreiðslum í almannatryggingakerfinu. Vaxtakostnaður ríkisins er tvöfalt meiri en kostnaðurinn við alla framhaldsskóla landsins og fjórfalt meiri en útgjöld til löggæslumála. Þessi staða er ósjálfbær og því er gríðarlega mikilvægt að næsta ríkisstjórn muni setja ábyrg ríkisfjármál í forgang. Til að setja hlutina í samhengi mun það hafa meiri áhrif á ráðstöfunartekjur þínar á næstu árum hver og hvernig ríkisfjármálum er stýrt heldur en útkoman úr næsta launaviðtali þínu eða kjarasamningum. Munurinn á ráðstöfunartekjum, eftir greiðslu af lánum, fyrir par með meðal íbúðalán getur verið talinn í miljónum á ársgrundvelli eftir því hvort við völd fari stjórnmálamenn sem stýra ríkisfjármálum á ábyrgan hátt sem skilar sér í lækkun verðbólgu og vaxta eða hvort til valda veljist stjórnmálamenn með óábyrga ríkisfjármálastefnu sem leiðir til óbreyttra eða hækkandi vaxta í bland við hærri skatta. Kosningarnar 30. nóvember eru stærsta launaviðtal sem flestir Íslendinga fara í á næstu árum og því er mikilvægt að kjósa rétt. Viljum við kjósa til valda fólkið sem hefur farið með fjármál Reykjavíkurborgar með óábyrgum hætti undanfarinn áratug eða getum við gert betur? Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, hefur reynsluna af því að tala fyrir og framkvæma óhefðbundna hluti í ríkisfjármálum sem fáir eða engir höfðu trú á að vera mögulegir. Samningar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs á árunum 2013-2016 við erlendu kröfuhafana skiluðu mörg hundruð milljörðum til ríkisins. Það munar um minna. Miðflokkurinn ætlar að ná tökum á verðbólgunni með skýrri stefnumörkun um aðhald í rekstri ríkisins, hallalaus fjárlög í fyrstu atrennu svo hægt verði að ráðast í verulega lækkun vaxta hratt og örugglega. Miðflokkurinn ætlar að lækka skatta, ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu ásamt því að hætta kostnaðarsömum ríkisaðgerðum sem engu skila. Til dæmis hætta við áform um Borgarlínu sem mun kosta skattgreiðendur hundruð milljarða. Draga úr kostnaðarsömum loftlagsaðgerðum sem litlu sem engu skila. Miðflokkurinn ætlar að taka á stjórnleysi í innflytjendamálum en beinn kostnaður við hælisleitendakerfið var 26 milljarðar árið 2023 að ótöldum tugmilljarðaáhrifum á heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslu, húsnæðismál og afleiddri verri þjónustu frá þessum kerfum fyrir landsmenn. Ef þú vilt launahækkun í formi hærri ráðstöfunartekna í gegnum lægri vexti og lægri skatta þá kýstu Miðflokkinn. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Bessí Þóra Jónsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni hafa ríkisfjármálin eðlilega mikið verið í umræðunni og eru skiptar skoðanir á milli flokka hvernig best sé að hátta þeim. En hvað eru ríkisfjármál og hvaða áhrif geta þau haft á líf almennings? Ríkisfjármál eru mikilvægur þáttur í efnahagsstefnu hvers ríkis og hafa bein áhrif á lífsgæði almennings, bæði til skamms og langs tíma. Þau snúa að tekjum og gjöldum ríkisins, fjárlögum, stýringu skulda og eigna ásamt öðrum fjármálum sem varða rekstur ríkisins. Stjórn ríkisfjármála ræður meðal annars því hvernig fjármunum ríkisins er aflað með sköttum og gjöldum frá einstaklingum og fyrirtækjum og hvernig þeim er varið til opinberrar þjónustu. Með því að stýra ríkisfjármálum á skynsaman hátt getur ríkið byggt upp og viðhaldið öflugu velferðarkerfi og tryggt efnahagslegan stöðugleika sem hefur áhrif á verðlag, atvinnustig, kaupmátt almennings og stuðlar að aukinni velferð landsmanna. Slæm stjórn ríkisfjármála getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag þjóðarinnar og líf landsmanna. Ef ríkið skuldsetur sig of mikið með því að eyða um efni fram, getur það leitt til aukinnar verðbólgu, hærri vaxta og lægri kaupmáttar. Þetta hljómar kunnuglega því við höfum einmitt þurft að súpa seyðið af slæmri stjórn á ríkisfjármálum hjá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna með mikilli verðbólgu og háum vöxtum. Við þessar aðstæður eykst vaxtakostnaður ríkisins en fjármunir sem fara í að borga vexti fara ekki í að auka velferð. Skuldir ríkissjóðs hafa aukist um 1.000 milljarða króna frá 2019 og eru vaxtagjöld nú orðin fjórði stærsti útgjaldaliður ríkisins á eftir heilbrigðismálum, málefnum aldraðra og örorkugreiðslum í almannatryggingakerfinu. Vaxtakostnaður ríkisins er tvöfalt meiri en kostnaðurinn við alla framhaldsskóla landsins og fjórfalt meiri en útgjöld til löggæslumála. Þessi staða er ósjálfbær og því er gríðarlega mikilvægt að næsta ríkisstjórn muni setja ábyrg ríkisfjármál í forgang. Til að setja hlutina í samhengi mun það hafa meiri áhrif á ráðstöfunartekjur þínar á næstu árum hver og hvernig ríkisfjármálum er stýrt heldur en útkoman úr næsta launaviðtali þínu eða kjarasamningum. Munurinn á ráðstöfunartekjum, eftir greiðslu af lánum, fyrir par með meðal íbúðalán getur verið talinn í miljónum á ársgrundvelli eftir því hvort við völd fari stjórnmálamenn sem stýra ríkisfjármálum á ábyrgan hátt sem skilar sér í lækkun verðbólgu og vaxta eða hvort til valda veljist stjórnmálamenn með óábyrga ríkisfjármálastefnu sem leiðir til óbreyttra eða hækkandi vaxta í bland við hærri skatta. Kosningarnar 30. nóvember eru stærsta launaviðtal sem flestir Íslendinga fara í á næstu árum og því er mikilvægt að kjósa rétt. Viljum við kjósa til valda fólkið sem hefur farið með fjármál Reykjavíkurborgar með óábyrgum hætti undanfarinn áratug eða getum við gert betur? Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, hefur reynsluna af því að tala fyrir og framkvæma óhefðbundna hluti í ríkisfjármálum sem fáir eða engir höfðu trú á að vera mögulegir. Samningar ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs á árunum 2013-2016 við erlendu kröfuhafana skiluðu mörg hundruð milljörðum til ríkisins. Það munar um minna. Miðflokkurinn ætlar að ná tökum á verðbólgunni með skýrri stefnumörkun um aðhald í rekstri ríkisins, hallalaus fjárlög í fyrstu atrennu svo hægt verði að ráðast í verulega lækkun vaxta hratt og örugglega. Miðflokkurinn ætlar að lækka skatta, ýta undir einkaframtakið og verðmætasköpun í landinu ásamt því að hætta kostnaðarsömum ríkisaðgerðum sem engu skila. Til dæmis hætta við áform um Borgarlínu sem mun kosta skattgreiðendur hundruð milljarða. Draga úr kostnaðarsömum loftlagsaðgerðum sem litlu sem engu skila. Miðflokkurinn ætlar að taka á stjórnleysi í innflytjendamálum en beinn kostnaður við hælisleitendakerfið var 26 milljarðar árið 2023 að ótöldum tugmilljarðaáhrifum á heilbrigðiskerfið, menntakerfið, löggæslu, húsnæðismál og afleiddri verri þjónustu frá þessum kerfum fyrir landsmenn. Ef þú vilt launahækkun í formi hærri ráðstöfunartekna í gegnum lægri vexti og lægri skatta þá kýstu Miðflokkinn. Höfundur er atferlishagfræðingur og frambjóðandi í 3. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun