Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 12. nóvember 2024 14:45 Á Facebooksíðu þína í svari við grein Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur ehf-gatið skrifar þú eftirfarandi: „Sumir stjórnmálaflokkar tala fyrir lausnum og eru með hugann við það hvernig megi gera Ísland að betri stað til að búa á. Aðrir virðast fyrst og fremst uppteknir við að hræða kjósendur og afbaka stefnumál annarra flokka,“ Í nærri hundrað ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn talað fyrir og framkvæmt sína stefnu, Sjálfstæðisstefnuna. Stefnu sem að svo sannarlega hefur gert Ísland að betri stað til að búa á. Reyndar er það nú svo að í krafti Sjálfstæðisstefnunar, hefur Ísland á undangenginni öld, breyst úr einu fátækasta ríki heims í eitt það allra ríkasta. Um það vitna ýmsar alþjóðlegar mælingar. Jöfnuður, hvort sem litið er til eigna eða tekna, er með því mesta sem þekkist á byggðu bóli og laun hér með því hæsta sem þekkist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Í þessa tæpu öld hefur semsagt Sjálfstæðisstefnan verið okkar “plan” og verður “plan” okkar Sjálfstæðismanna um ókomin ár. Grein Áslaugar Örnu um ehf-gatið, var fyrst og fremst innblásin af Sjálfstæðisstefnunni, sem að gengur meðal annars út á einstaklingsfrelsið, að virkja krafta einkaframtaksins til þess að skapa ný störf og verðmæti og stækka með því þjóðarkökuna. Nýta svo afraksturinn í að skapa enn fleiri störf og enn meiri verðmæti, innan félagsins eða á öðrum stöðum og stækka þar með þjóðarkökuna enn meira og auka enn frekar á hagsæld, velsæld og velferð þjóðarinnar. En ekki minnka hana eins og tillaga ykkar í Samfylkingunni um lokun ehf-gatsins gerir. Þegar Áslaug Arna talar um að stækka ehf-gatið, er hún einmitt að tala um það að stækka þjóðarkökuna. Það stækkar auðvitað enginn þjóðarkökuna með því að taka góðan helming af arði ehf-félaga í skatta. Heldur minnkar þjóðarkakan við það. Minni þjóðarkaka leiðir svo til, enn minni verðmætasköpunar, færri nýrra starfa, minni hagsældar, velsældar og minni velferðar. Enda auka háir svo maður tali nú ekki um of háir skattar ekki verðmætasköpun. Að benda á slíkar staðreyndir, er ekki afbökun á stefnu ykkar í Samfylkingunni. Heldur er það bara ábending um það hvernig þjóðinni getur farnast sem best í skjóli Sjálfstæðisstefnunar og í annan stað, áminning um það hvernig stefna ykkar í Samfylkingunni um hækkun skatta geti og muni á endanum draga úr þeirri miklu lífskjarasókn sem staðið hefur hér yfir undanfarna tæpa öld. Það þarf því engan að undra, þó einhverjir kjósendur hræðist háskattastefnu ykkar. Vonandi verða þeir bara nógu margir, svo þessar gölnu hugmyndir ykkar um lokun ehf-gatsins verði ekki að veruleika. Í færslu þinni á Facebook, birtir þú einnig, elsku vinur, mynd sem sýna á mun á hæsta skatthlutfalli Í þrepaskiptu tekjuskattskerfi okkar mun hæsta mögulega skatthlutfall launa aldrei ná 52,4%, að viðbættu tryggingargjaldi. Ekki nema að tveimur lægstu skattþrepunum verði kippt undan þrepakerfinu og öll laun beri 46.28% skatt. Eða þá að tryggingargjaldið hækki verulega. Er það kannski planið að setja hverja einustu krónu, frá krónu eitt, af launum yfir 1300 þús í efsta skattþrepið og sleppa þarmeð lægri þrepunum? Að teknu tilliti til persónufrádráttar og 4% greiðslu í lífeyrissjóð af launum, ná laun því aldrei að bera 46,28% skattbyrði, þó þau væru öll í efsta skattþrepi. Nema með því að hækka skattprósentuna verulega eða fella persónuafsláttinn niður. Þessa mynd er þó ekki hægt að skilja öðruvísi, en að óeðlilega hár arður, að ykkar mati, verði skattlagður um 52,4% þegar tryggingargjaldið bætist við. Það er hvorki meira né minna en um 40% hækkun á skatti af arði sé miðað við skatthlutfallið af virku skatthlutfalli arðs. Reyndar er í lögum um einkahlutafélög talað um réttilega greiddan arð og hugtakið skilgreint í sömu lögum, ásamt því sem greint er frá viðurlögum vegna ranglega úthlutaðs arðs. Þarf þá ekki að breyta þeim lögum svo hugmyndir ykkar um eðlilegan arð, falli undir skilgreiningu laga um réttilega greiddan arð? Því varla er það boðlegt að stjórnmálamenn taki sér það vald, að ákveða hvað sé óeðlilegt sem rúmast innan ramma laga. Hvernig er hægt að túlka réttilega úthlutaðan arð, ranglega talinn fram sem arður í skattaskýslu? Eru þá þeir sem greiða sér út, að ykkar mati, óeðlilega háan arð, en réttilega úthlutuðum samkvæmt lögum, að gefa ranglega fram til skatts og þar með að stunda skattsvik? Ekki óeðlilegt að fólk spyrji spurninga. Annars erum við Sjálfstæðismenn bara ansi brattir og nokkuð slakir, miðað við aðstæður, að kynna okkur fjölmörgu stefnumál víðsvegar um landið. Þangað til næst….. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Á Facebooksíðu þína í svari við grein Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur ehf-gatið skrifar þú eftirfarandi: „Sumir stjórnmálaflokkar tala fyrir lausnum og eru með hugann við það hvernig megi gera Ísland að betri stað til að búa á. Aðrir virðast fyrst og fremst uppteknir við að hræða kjósendur og afbaka stefnumál annarra flokka,“ Í nærri hundrað ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn talað fyrir og framkvæmt sína stefnu, Sjálfstæðisstefnuna. Stefnu sem að svo sannarlega hefur gert Ísland að betri stað til að búa á. Reyndar er það nú svo að í krafti Sjálfstæðisstefnunar, hefur Ísland á undangenginni öld, breyst úr einu fátækasta ríki heims í eitt það allra ríkasta. Um það vitna ýmsar alþjóðlegar mælingar. Jöfnuður, hvort sem litið er til eigna eða tekna, er með því mesta sem þekkist á byggðu bóli og laun hér með því hæsta sem þekkist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Í þessa tæpu öld hefur semsagt Sjálfstæðisstefnan verið okkar “plan” og verður “plan” okkar Sjálfstæðismanna um ókomin ár. Grein Áslaugar Örnu um ehf-gatið, var fyrst og fremst innblásin af Sjálfstæðisstefnunni, sem að gengur meðal annars út á einstaklingsfrelsið, að virkja krafta einkaframtaksins til þess að skapa ný störf og verðmæti og stækka með því þjóðarkökuna. Nýta svo afraksturinn í að skapa enn fleiri störf og enn meiri verðmæti, innan félagsins eða á öðrum stöðum og stækka þar með þjóðarkökuna enn meira og auka enn frekar á hagsæld, velsæld og velferð þjóðarinnar. En ekki minnka hana eins og tillaga ykkar í Samfylkingunni um lokun ehf-gatsins gerir. Þegar Áslaug Arna talar um að stækka ehf-gatið, er hún einmitt að tala um það að stækka þjóðarkökuna. Það stækkar auðvitað enginn þjóðarkökuna með því að taka góðan helming af arði ehf-félaga í skatta. Heldur minnkar þjóðarkakan við það. Minni þjóðarkaka leiðir svo til, enn minni verðmætasköpunar, færri nýrra starfa, minni hagsældar, velsældar og minni velferðar. Enda auka háir svo maður tali nú ekki um of háir skattar ekki verðmætasköpun. Að benda á slíkar staðreyndir, er ekki afbökun á stefnu ykkar í Samfylkingunni. Heldur er það bara ábending um það hvernig þjóðinni getur farnast sem best í skjóli Sjálfstæðisstefnunar og í annan stað, áminning um það hvernig stefna ykkar í Samfylkingunni um hækkun skatta geti og muni á endanum draga úr þeirri miklu lífskjarasókn sem staðið hefur hér yfir undanfarna tæpa öld. Það þarf því engan að undra, þó einhverjir kjósendur hræðist háskattastefnu ykkar. Vonandi verða þeir bara nógu margir, svo þessar gölnu hugmyndir ykkar um lokun ehf-gatsins verði ekki að veruleika. Í færslu þinni á Facebook, birtir þú einnig, elsku vinur, mynd sem sýna á mun á hæsta skatthlutfalli Í þrepaskiptu tekjuskattskerfi okkar mun hæsta mögulega skatthlutfall launa aldrei ná 52,4%, að viðbættu tryggingargjaldi. Ekki nema að tveimur lægstu skattþrepunum verði kippt undan þrepakerfinu og öll laun beri 46.28% skatt. Eða þá að tryggingargjaldið hækki verulega. Er það kannski planið að setja hverja einustu krónu, frá krónu eitt, af launum yfir 1300 þús í efsta skattþrepið og sleppa þarmeð lægri þrepunum? Að teknu tilliti til persónufrádráttar og 4% greiðslu í lífeyrissjóð af launum, ná laun því aldrei að bera 46,28% skattbyrði, þó þau væru öll í efsta skattþrepi. Nema með því að hækka skattprósentuna verulega eða fella persónuafsláttinn niður. Þessa mynd er þó ekki hægt að skilja öðruvísi, en að óeðlilega hár arður, að ykkar mati, verði skattlagður um 52,4% þegar tryggingargjaldið bætist við. Það er hvorki meira né minna en um 40% hækkun á skatti af arði sé miðað við skatthlutfallið af virku skatthlutfalli arðs. Reyndar er í lögum um einkahlutafélög talað um réttilega greiddan arð og hugtakið skilgreint í sömu lögum, ásamt því sem greint er frá viðurlögum vegna ranglega úthlutaðs arðs. Þarf þá ekki að breyta þeim lögum svo hugmyndir ykkar um eðlilegan arð, falli undir skilgreiningu laga um réttilega greiddan arð? Því varla er það boðlegt að stjórnmálamenn taki sér það vald, að ákveða hvað sé óeðlilegt sem rúmast innan ramma laga. Hvernig er hægt að túlka réttilega úthlutaðan arð, ranglega talinn fram sem arður í skattaskýslu? Eru þá þeir sem greiða sér út, að ykkar mati, óeðlilega háan arð, en réttilega úthlutuðum samkvæmt lögum, að gefa ranglega fram til skatts og þar með að stunda skattsvik? Ekki óeðlilegt að fólk spyrji spurninga. Annars erum við Sjálfstæðismenn bara ansi brattir og nokkuð slakir, miðað við aðstæður, að kynna okkur fjölmörgu stefnumál víðsvegar um landið. Þangað til næst….. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun