Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar 12. nóvember 2024 16:46 „Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra.” (Lokaorð í skoðanagrein frá fylgjendum hvalveiða á Vísi) Það er einmitt svo að löggjafinn, -þingmenn vilja að þetta hápólitíska og umdeilda mál fari í hefðbundinn farveg og hljóti umræðu á þingi. Það hefur verið lagt fram frumvarp um bann við hvalveiðum tvívegis en Sjálfstæðismenn, sem hafa haft dagskrárvald á Alþingi, hafa séð til þess að það var svæft í nefnd. Sex af níu flokkum sem bjóða fram til Alþingis eru á móti hvalveiðum og vilja banna þær. Það ríkir lýðræði á Íslandi og að ætla að gefa út hvalveiðileyfi í tímabundinni starfsstjórn er and-lýðræðislegt. Það er ekki að því að spyrja að kosningamaskína íhaldsins fari nú á fullt að reyna mála Jón Gunnarsson sem eitthvað fórnarlamb vegna upptöku sem Heimildinni barst þar sem sonur Jóns Gunnarssonar (JG) lýsir því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, hafi gert samkomulag við JG þar sem hann var ósáttur yfir því að vera í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Samkomulagið var það að JG myndi sætta sig við að halda því sæti gegn því að fá að leika lausum hala í Matvælaráðuneytinu fram að kosningum og veita nánum vini sínum, Kristjáni Loftssyni, leyfi til hvalveiða. Þessi ákvörðun gengur þvert á þá nýlega útgefnu áætlun ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um „framtíð hvalveiða” eftir að starfshópur hefur lokið störfum sínum og gefið út skýrslu um lagalegan grundvöll hvalveiða, skýrsla sem á að koma út í lok árs. Hvers vegna liggur allt í einu svona mikið á? Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn, er miðað við skoðanakannanir einungis með 12% fylgi og líklega að missa völd sín, því liggur á að dúndra í gegn vinagreiðum til ríkra karla sem eiga sér siðferðilega þrotuð áhugamál. Það er ekkert eðlilegt við slíka stjórnarhætti, þeir ganga gegn lýðræðinu og standast tæplega stjórnskipunarlög. Framsóknarmenn sem sitja í starfsstjórn eru ekki einu sinni samþykkir þessum aðförum og eru þeir þó fylgjandi hvalveiðum, þeir vilja bara eins og allir aðrir að lögum sé fylgt og að tímabundin starfsstjórn taki ekki svo umdeildar ákvarðanir. Það sorglega er að það sem virðist okkur öllum vera frekjukast ríkra karla er að hafa áhrif á konur innan Sjálfstæðisflokksins líka, samkvæmt upptökum sem Heimildin komst yfir höfðu Jón Gunnarsson og Bjarni Benediktsson áttað sig á því að þeir sjálfir gætu ekki veitt leyfi til hvalveiða vegna náinna tengsla við Hval hf. En þeir voru búnir að ákveða að utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ætti að taka það að sér að skrifa uppá leyfið. Það væri auðvitað pólitískt sjálfsmorð fyrir konu sem hefur notið trausts og virðingar margra sem almennt ekki styðja Sjálfstæðisflokkinn, og utan landsteinana, að taka þátt í slíku sóðalegu spillingarmáli um málefni sem öll ríki heims (nema Japan og Noregur) eru andvíg. Ég vil trúa því að Þórdís hafi meira bein í nefinu en að gefa undan, hún ætti að sjá að sú vegferð sem Bjarni Benediktsson er á er ekki að skila þeim atkvæðum í þessum kosningum enda flokkurinn aldrei mælst lægri og yfir helmingur þjóðarinnar telur óeðlilegt af BB að veita leyfi til hvalveiða. Hvalavinir voru beðnir af Humane Society International að afhenda forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssyni, undirskriftir rúmlega 2,2 milljón manna sem hafa biðlað til þjóðarinnar að láta af hvalveiðum. Það eru liðnar tvær vikur síðan erindið var sent á forsætisráðherra og aðstoðarmenn hans en forsætisráðherra hefur enn ekki gefið sér tíma til að hitta okkur og taka við undirskriftunum. Lýðræðið er ekki bara til skrauts, til að slengja fram þegar manni hentar, við göngum til kosninga eftir rúmar tvær vikur og við skulum kjósa flokka sem virða lýðræðið og vilja sporna gegn spillingu og frændhygli æðstu manna í ríkisstjórn og í stjórnkerfinu öllu. Þjóðin vill ekki hvalveiðar. Höfundur er talskona Hvalavina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Hvalveiðar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
„Þeir aðilar sem skeyta engu um sett lög eða stjórnarskrá geta varla talist marktækir í umræðu á þessum tíma. Athugasemdum sínum ættu þeir fremur að beina að löggjafanum, í þeirri von að lögum verði breytt til samræmis við afstöðu þeirra.” (Lokaorð í skoðanagrein frá fylgjendum hvalveiða á Vísi) Það er einmitt svo að löggjafinn, -þingmenn vilja að þetta hápólitíska og umdeilda mál fari í hefðbundinn farveg og hljóti umræðu á þingi. Það hefur verið lagt fram frumvarp um bann við hvalveiðum tvívegis en Sjálfstæðismenn, sem hafa haft dagskrárvald á Alþingi, hafa séð til þess að það var svæft í nefnd. Sex af níu flokkum sem bjóða fram til Alþingis eru á móti hvalveiðum og vilja banna þær. Það ríkir lýðræði á Íslandi og að ætla að gefa út hvalveiðileyfi í tímabundinni starfsstjórn er and-lýðræðislegt. Það er ekki að því að spyrja að kosningamaskína íhaldsins fari nú á fullt að reyna mála Jón Gunnarsson sem eitthvað fórnarlamb vegna upptöku sem Heimildinni barst þar sem sonur Jóns Gunnarssonar (JG) lýsir því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, hafi gert samkomulag við JG þar sem hann var ósáttur yfir því að vera í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Samkomulagið var það að JG myndi sætta sig við að halda því sæti gegn því að fá að leika lausum hala í Matvælaráðuneytinu fram að kosningum og veita nánum vini sínum, Kristjáni Loftssyni, leyfi til hvalveiða. Þessi ákvörðun gengur þvert á þá nýlega útgefnu áætlun ríkisstjórnarinnar að taka ákvörðun um „framtíð hvalveiða” eftir að starfshópur hefur lokið störfum sínum og gefið út skýrslu um lagalegan grundvöll hvalveiða, skýrsla sem á að koma út í lok árs. Hvers vegna liggur allt í einu svona mikið á? Vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn, er miðað við skoðanakannanir einungis með 12% fylgi og líklega að missa völd sín, því liggur á að dúndra í gegn vinagreiðum til ríkra karla sem eiga sér siðferðilega þrotuð áhugamál. Það er ekkert eðlilegt við slíka stjórnarhætti, þeir ganga gegn lýðræðinu og standast tæplega stjórnskipunarlög. Framsóknarmenn sem sitja í starfsstjórn eru ekki einu sinni samþykkir þessum aðförum og eru þeir þó fylgjandi hvalveiðum, þeir vilja bara eins og allir aðrir að lögum sé fylgt og að tímabundin starfsstjórn taki ekki svo umdeildar ákvarðanir. Það sorglega er að það sem virðist okkur öllum vera frekjukast ríkra karla er að hafa áhrif á konur innan Sjálfstæðisflokksins líka, samkvæmt upptökum sem Heimildin komst yfir höfðu Jón Gunnarsson og Bjarni Benediktsson áttað sig á því að þeir sjálfir gætu ekki veitt leyfi til hvalveiða vegna náinna tengsla við Hval hf. En þeir voru búnir að ákveða að utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ætti að taka það að sér að skrifa uppá leyfið. Það væri auðvitað pólitískt sjálfsmorð fyrir konu sem hefur notið trausts og virðingar margra sem almennt ekki styðja Sjálfstæðisflokkinn, og utan landsteinana, að taka þátt í slíku sóðalegu spillingarmáli um málefni sem öll ríki heims (nema Japan og Noregur) eru andvíg. Ég vil trúa því að Þórdís hafi meira bein í nefinu en að gefa undan, hún ætti að sjá að sú vegferð sem Bjarni Benediktsson er á er ekki að skila þeim atkvæðum í þessum kosningum enda flokkurinn aldrei mælst lægri og yfir helmingur þjóðarinnar telur óeðlilegt af BB að veita leyfi til hvalveiða. Hvalavinir voru beðnir af Humane Society International að afhenda forsætisráðherra Íslands, Bjarna Benediktssyni, undirskriftir rúmlega 2,2 milljón manna sem hafa biðlað til þjóðarinnar að láta af hvalveiðum. Það eru liðnar tvær vikur síðan erindið var sent á forsætisráðherra og aðstoðarmenn hans en forsætisráðherra hefur enn ekki gefið sér tíma til að hitta okkur og taka við undirskriftunum. Lýðræðið er ekki bara til skrauts, til að slengja fram þegar manni hentar, við göngum til kosninga eftir rúmar tvær vikur og við skulum kjósa flokka sem virða lýðræðið og vilja sporna gegn spillingu og frændhygli æðstu manna í ríkisstjórn og í stjórnkerfinu öllu. Þjóðin vill ekki hvalveiðar. Höfundur er talskona Hvalavina.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun