7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 07:47 Fátt skiptir heimili meira máli um þessar mundir en að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Húsnæðismál eru því eitt stærsta hagsmunamál heimilanna. Kjörnir fulltrúar eiga að láta sig það varða, enda er það hlutverk þeirra að standa vörð um grunninnviði samfélagsins, hvort sem er með uppbyggingu á grunn- og leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum eða húsnæði til að mæta þörfum íbúa. Þrátt fyrir að öll gögn bendi til þess að íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu sé enn að aukast, jafnvel hraðar en áður, eru kjörnir fulltrúar í meirihluta í borginni og samflokksmenn þeirra á þinginu sem halda því enn fram að vandinn sé auðleystur og varla til staðar yfir höfuð. Það liggur þó fyrir að það þarf að byggja 4-5 þúsund nýjar íbúðir á ári á höfuðborgarsvæðinu. Raunin er þó sú að byggðar hafa verið ríflega 1.280 nýjar íbúðir á síðustu fimmtán árum. Því miður hafa endurtekin áform um metnaðarfulla íbúðauppbyggingu ekki orðið að veruleika. Ungt barnafólk með meðaltekjur á ekki möguleika á að eignast þak yfir höfuðið, fólk á miðjum aldri nær ekki að stækka við sig og eldra fólk situr fast í of stórum eignum því úrræði sem henta þeim eru ekki í boði. Þetta eru aðstæður sem enginn vill sjá. Brostnar forsendur Árið 2015 voru svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins sett, en þá var pólitísk samstaða meðal sveitarfélaga um að heimila eingöngu uppbyggingu innan þeirra marka fram til ársins 2040. Þegar vaxtamörkin voru sett var gert ráð fyrir að árleg fólksfjölgun yrði 1,1% en raunin hefur verið fjölgun upp á 1,9% að meðaltali á ári frá 2015. Fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu síðustu níu ár hefur því verið sem nemur 17 þúsund íbúum umfram það sem gert var ráð fyrir. Þar fyrir utan var ekki gert ráð fyrir breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar en hlutfall barnafjölskyldna hefur farið úr því að vera 39% í 27% frá árinu 2015. Fækkun barnafjölskyldna hefur leitt til þess að fjöldi íbúa í hverri íbúð hefur minnkað sem hefur sett enn meiri þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Áætlað er að hægt sé að byggja 56 þúsund íbúðir innan þessara marka á höfuðborgarsvæðinu. Inn í þeirri tölu eru þó um 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort á að víkja og þá hvert. Einnig er gert ráð fyrir þúsundir íbúða á lóðum þar sem fyrir er atvinnustarfsemi og vitað er að langan tíma tekur að endurskipuleggja. Á sama tíma og þörfin er miklu meiri en gert var ráð fyrir eru lóðir til uppbyggingar jafnframt færri en áætlanir sýna og langt frá því að mæta væntri þörf. Vaxtamörkin sliga framþróun Til að mæta vaxandi íbúðaþörf á höfuðborgarsvæðinu þarf Kópavogur að byggja 15 þúsund íbúðir á næstu 15 árum. Innan núverandi vaxtarmarka getur Kópavogur einungis byggt 4.500 íbúðir fram til ársins 2040. Þetta er sorgleg staðreynd, einkum þegar horft er til þess að Kópavogur hefur innviði og burði til að vaxa og eflast sem sveitarfélag byggt á sterkum tekjugrunni sveitarfélagsins. Þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir hefur formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar fullyrt að nægar lóðir séu innan vaxtamarka, að borgin ætli að halda fast í þéttingastefnu sína og hefur engan áhuga að endurskoða vaxtamörkin þannig að sveitarfélög eins og Kópavogur, sem vill stækka og byggja meira á stærra svæði utan vaxtamarka, geti fylgt því eftir. Það er auðvelt að blása í hástemmdar glærukynningar um umfangsmikla uppbyggingu á næstu árum, en staðreyndin er sú að þær ganga sjaldnast eftir. Nærtækt dæmi er rammasamkomulag sem Reykjavíkurborg skrifaði undir á árinu 2022 um að byggja árlega tvö þúsund íbúðir á næstu fimm árum. Á árinu 2023 voru 858 íbúðir byggðar, eða um 43% af áætlun, og ef fram fer sem horfir stefnir í að á árinu 2024 verði 779 íbúðir byggðar, um 39% af áætlun. Það er engum greiði gerður að afvegaleiða umræðuna af pólitískt kjörnum fulltrúum og telja kjósendum trú um að vandi húsnæðismarkaðar sé ekki framboðsvandi. Vandinn er til staðar, framboðsskortur á höfuðborgarsvæðinu blasir við og heimili finna fyrir því dag frá degi í formi hærri vaxta. Því viljum við breyta og köllum eftir því að önnur sveitarfélög leggi okkur lið í því að bæta undir hagsæld og lífskjör heimila á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Reykjavíkurflugvöllur Kópavogur Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Fátt skiptir heimili meira máli um þessar mundir en að verðbólga hjaðni og vextir lækki. Það tekst ekki nema jafnvægi náist á húsnæðismarkaði. Húsnæðismál eru því eitt stærsta hagsmunamál heimilanna. Kjörnir fulltrúar eiga að láta sig það varða, enda er það hlutverk þeirra að standa vörð um grunninnviði samfélagsins, hvort sem er með uppbyggingu á grunn- og leikskólum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum eða húsnæði til að mæta þörfum íbúa. Þrátt fyrir að öll gögn bendi til þess að íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu sé enn að aukast, jafnvel hraðar en áður, eru kjörnir fulltrúar í meirihluta í borginni og samflokksmenn þeirra á þinginu sem halda því enn fram að vandinn sé auðleystur og varla til staðar yfir höfuð. Það liggur þó fyrir að það þarf að byggja 4-5 þúsund nýjar íbúðir á ári á höfuðborgarsvæðinu. Raunin er þó sú að byggðar hafa verið ríflega 1.280 nýjar íbúðir á síðustu fimmtán árum. Því miður hafa endurtekin áform um metnaðarfulla íbúðauppbyggingu ekki orðið að veruleika. Ungt barnafólk með meðaltekjur á ekki möguleika á að eignast þak yfir höfuðið, fólk á miðjum aldri nær ekki að stækka við sig og eldra fólk situr fast í of stórum eignum því úrræði sem henta þeim eru ekki í boði. Þetta eru aðstæður sem enginn vill sjá. Brostnar forsendur Árið 2015 voru svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins sett, en þá var pólitísk samstaða meðal sveitarfélaga um að heimila eingöngu uppbyggingu innan þeirra marka fram til ársins 2040. Þegar vaxtamörkin voru sett var gert ráð fyrir að árleg fólksfjölgun yrði 1,1% en raunin hefur verið fjölgun upp á 1,9% að meðaltali á ári frá 2015. Fólksfjölgun á höfuðborgarsvæðinu síðustu níu ár hefur því verið sem nemur 17 þúsund íbúum umfram það sem gert var ráð fyrir. Þar fyrir utan var ekki gert ráð fyrir breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar en hlutfall barnafjölskyldna hefur farið úr því að vera 39% í 27% frá árinu 2015. Fækkun barnafjölskyldna hefur leitt til þess að fjöldi íbúa í hverri íbúð hefur minnkað sem hefur sett enn meiri þrýsting á húsnæðismarkaðinn. Áætlað er að hægt sé að byggja 56 þúsund íbúðir innan þessara marka á höfuðborgarsvæðinu. Inn í þeirri tölu eru þó um 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort á að víkja og þá hvert. Einnig er gert ráð fyrir þúsundir íbúða á lóðum þar sem fyrir er atvinnustarfsemi og vitað er að langan tíma tekur að endurskipuleggja. Á sama tíma og þörfin er miklu meiri en gert var ráð fyrir eru lóðir til uppbyggingar jafnframt færri en áætlanir sýna og langt frá því að mæta væntri þörf. Vaxtamörkin sliga framþróun Til að mæta vaxandi íbúðaþörf á höfuðborgarsvæðinu þarf Kópavogur að byggja 15 þúsund íbúðir á næstu 15 árum. Innan núverandi vaxtarmarka getur Kópavogur einungis byggt 4.500 íbúðir fram til ársins 2040. Þetta er sorgleg staðreynd, einkum þegar horft er til þess að Kópavogur hefur innviði og burði til að vaxa og eflast sem sveitarfélag byggt á sterkum tekjugrunni sveitarfélagsins. Þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir hefur formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar fullyrt að nægar lóðir séu innan vaxtamarka, að borgin ætli að halda fast í þéttingastefnu sína og hefur engan áhuga að endurskoða vaxtamörkin þannig að sveitarfélög eins og Kópavogur, sem vill stækka og byggja meira á stærra svæði utan vaxtamarka, geti fylgt því eftir. Það er auðvelt að blása í hástemmdar glærukynningar um umfangsmikla uppbyggingu á næstu árum, en staðreyndin er sú að þær ganga sjaldnast eftir. Nærtækt dæmi er rammasamkomulag sem Reykjavíkurborg skrifaði undir á árinu 2022 um að byggja árlega tvö þúsund íbúðir á næstu fimm árum. Á árinu 2023 voru 858 íbúðir byggðar, eða um 43% af áætlun, og ef fram fer sem horfir stefnir í að á árinu 2024 verði 779 íbúðir byggðar, um 39% af áætlun. Það er engum greiði gerður að afvegaleiða umræðuna af pólitískt kjörnum fulltrúum og telja kjósendum trú um að vandi húsnæðismarkaðar sé ekki framboðsvandi. Vandinn er til staðar, framboðsskortur á höfuðborgarsvæðinu blasir við og heimili finna fyrir því dag frá degi í formi hærri vaxta. Því viljum við breyta og köllum eftir því að önnur sveitarfélög leggi okkur lið í því að bæta undir hagsæld og lífskjör heimila á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun