Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. nóvember 2024 12:35 Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir lítið hafa þokast áfram í kjaradeilunni. Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík gagnrýnir hvernig Kennarasamband Íslands beitir verkfallsvopninu og segir það einvörðungu bitna á afmörkuðum hluta nemenda sem standi ekki jafnfætis jafnöldrum sínum. Verkfalið nær til MR næstkomandi mánudag. Formaður KÍ segir verkfall neyðarbrauð sem ekki sé gripið til af léttúð. Tíu dagar eru liðnir frá síðasta formlega sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hafa þó unnið að lausn deilunnar hver í sínu horni. Í dag hefur sáttasemjari boðað fulltrúa samninganefndanna á sérstakan vinnufund þar sem næstu skref verða ákvörðuð en þetta verður þó ekki formlegur sáttafundur. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, segir að enn beri mikið á milli. „En ég svo sem segi það enn en þetta er fyrst og fremst umræða um aðferðafræði; hvernig við getum fjárfest í kennurum og uppfyllt þetta samkomulag frá 2016. Það býður upp á að það er ákveðin vinna í kringum útfærslu þess samkomulags sem er ákveðið flækjustig en að sama skapi hef ég sagt það líka að þegar við náum að setjast niður og komumst yfir þann skafl þá held ég að við getum leyst málin hratt og örugglega.“ Á dögunum hafa foreldrafélög birt yfirlýsingar vegna verkfallsins, nú síðast foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík þar sem skýrt er tekið fram að félagið skilji og virði kröfur kennara en gagnrýnir hvernig verkfallsvopninu sé beitt, það bitni einvörðungu á hluta nemenda. Kennarar í MR leggja niður störf á mánudaginn kemur og verður tíundi skólinn á landinu sem verkfallið nær til. „Aðgerðir eru neyðarbrauð og aðgerðir eru aldrei settar í gang af neinni léttúð vegna þess að við þekjum það of vel, kennarar, í gegnum tíðina að aðgerðir hafa áhrif á það fólk sem lendir í því að skólarnir þeirra fara í verkföll.“ Skólarnir séu mikilvægar stofnanir. „Verandi með þetta stóra félag, alla 12 þúsund kennara í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum í kjaradeilu þá var þetta leiðin okkar núna, að aðgerðirnar myndu að minnsta kosti beinast að afmörkuðum þáttum eða afmörkuðum skólum og það var hugmynd okkar að það kæmi ekki til aðgerða. Það myndi búa til meiri fókus í viðræðunum að boða til aðgerða en því miður hefur komið til aðgerða núna og við höfum bara verið allt frá því þær fóru í gang verið að leggja okkur fram um það að leysa deiluna sem fyrst.“ Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. 13. nóvember 2024 12:09 Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. 13. nóvember 2024 08:26 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira
Tíu dagar eru liðnir frá síðasta formlega sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara en samninganefndirnar hafa þó unnið að lausn deilunnar hver í sínu horni. Í dag hefur sáttasemjari boðað fulltrúa samninganefndanna á sérstakan vinnufund þar sem næstu skref verða ákvörðuð en þetta verður þó ekki formlegur sáttafundur. Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, segir að enn beri mikið á milli. „En ég svo sem segi það enn en þetta er fyrst og fremst umræða um aðferðafræði; hvernig við getum fjárfest í kennurum og uppfyllt þetta samkomulag frá 2016. Það býður upp á að það er ákveðin vinna í kringum útfærslu þess samkomulags sem er ákveðið flækjustig en að sama skapi hef ég sagt það líka að þegar við náum að setjast niður og komumst yfir þann skafl þá held ég að við getum leyst málin hratt og örugglega.“ Á dögunum hafa foreldrafélög birt yfirlýsingar vegna verkfallsins, nú síðast foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík þar sem skýrt er tekið fram að félagið skilji og virði kröfur kennara en gagnrýnir hvernig verkfallsvopninu sé beitt, það bitni einvörðungu á hluta nemenda. Kennarar í MR leggja niður störf á mánudaginn kemur og verður tíundi skólinn á landinu sem verkfallið nær til. „Aðgerðir eru neyðarbrauð og aðgerðir eru aldrei settar í gang af neinni léttúð vegna þess að við þekjum það of vel, kennarar, í gegnum tíðina að aðgerðir hafa áhrif á það fólk sem lendir í því að skólarnir þeirra fara í verkföll.“ Skólarnir séu mikilvægar stofnanir. „Verandi með þetta stóra félag, alla 12 þúsund kennara í leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólum í kjaradeilu þá var þetta leiðin okkar núna, að aðgerðirnar myndu að minnsta kosti beinast að afmörkuðum þáttum eða afmörkuðum skólum og það var hugmynd okkar að það kæmi ekki til aðgerða. Það myndi búa til meiri fókus í viðræðunum að boða til aðgerða en því miður hefur komið til aðgerða núna og við höfum bara verið allt frá því þær fóru í gang verið að leggja okkur fram um það að leysa deiluna sem fyrst.“
Kennaraverkfall 2024 Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. 13. nóvember 2024 12:09 Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. 13. nóvember 2024 08:26 Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Innlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Sjá meira
Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Leikskólakennarar, starfsfólk leikskóla bæjarsins og stuðningsmenn þeirra söfnuðust saman við sundlaugina á Seltjarnarnesi í morgun og marseruðu sem leið lá á skrifstofu bæjarins á ellefta tímanum. Um var að ræða samstöðugöngu til að styðja leikskólann þar sem verkfall hefur staðið yfir frá því 29. október. 13. nóvember 2024 12:09
Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Stjórn Foreldrafélags Menntaskólans í Reykjavík sendi í gærkvöldi frá sér ályktun þar sem þungum áhyggjum er lýst af áhrifum verkfalls kennara á nemendur skólans, sem og á aðra aðila sem verkfallið hefur haft og mun hafa, ef áfram heldur sem horfir. 13. nóvember 2024 08:26