Við fáum álit sérfræðings á þeirri þróun sem virðist vera að verða á fylginu og rýnum í tölurnar.
Einnig verður rætt við forseta Alþingis en þar á bæ keppast menn nú við að ljúka þingstörfum fyrir kosningar svo þingmenn sem hyggja á framhaldslíf í pólítík geti einbeitt sér að kosningabaráttunni.
Einnig tökum við stöðuna á skriðuhættunni fyrir vestan en það rignir enn þar um slóðir, eins og er.
Í íþróttapakka dagsins verður síðan fjallað um komandi landsleik karla í fótbolta og svo mætast fornir fjendur í körfunni í kvöld.
Hægt er að hlusta á fréttirnar í vefspilara okkar, hérna.