Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir og Eva Magnúsdóttir skrifa 14. nóvember 2024 13:15 Í aðdraganda Alþingiskosninganna hefur mikið borið á umræðu um efnahagsmál, húsnæðismál, útlendingamál og heilbrigðismál. Önnur mál sem eru grundvöllur framtíðar okkar hafa aftur á móti ekki fengið næga athygli. Þessi mál snúa að sjálfbærni, ekki síst umhverfis- og loftslagsmálum. Sjálfbær þróun er ekki valkostur heldur nauðsyn til að tryggja velmegun fyrir okkur öll og kynslóðirnar sem á eftir koma. Um hvað snýst sjálfbærni? Sjálfbærni er lykilhugtak í samfélagi okkar í dag. Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Sjálfbærni snýst um jafnvægi milli náttúru, samfélags og efnahags; þriggja stoða sem allar tengjast innbyrðis. Á fyrstu árum umræðunnar um sjálfbæra þróun var lögð áhersla á að stoðirnar þrjár væru allar jafn mikilvægar. Með aukinni þekkingu hefur orðið ljóst að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau endanlegu mörk sem vistkerfi jarðar setja okkur. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og ofnýting þeirra raskar viðkvæmu jafnvægi vistkerfa og loftslags á jörðinni. Sjálfbærni snýst ekki bara um náttúru og umhverfismál. Hún felur líka í sér allir eigi jafnan rétt til mannsæmandi lífs og jafnan rétt til að vaxa og dafna í samfélagi manna. Tækifæri – ekki hindrun Nýverið hefur borið á þreytu og neikvæðum undirtóni í umræðunni um sjálfbærni, líkt og sjálfbærni feli aðeins í sér kostnað, m.a. vegna innleiðingar sjálfbærnireglugerða frá Evrópusambandinu. Þegar við lítum okkur nær, þá eru mun fleiri tækifæri en hindranir á sjálfbærnivegferðinni. Á Íslandi, þar sem frumkvöðlaumhverfið hefur tekið hratt við sér, höfum við séð hvernig sjálfbærni getur skilað arði og skapað ný tækifæri. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa til að mynda skipt olíu út fyrir umhverfisvænni orkugjafa og þannig bæði lækkað rekstrarkostnað og dregið úr umhverfisáhrifum. Viðskiptavinir sýna einnig meiri stuðning við fyrirtæki sem standa sig vel á sviði sjálfbærni og í þessu felst styrkur neytenda til að hafa áhrif. Líffræðileg fjölbreytni og loftslagsváin Það er mikilvægt að muna að náttúran hefur sínar takmarkanir og að ofnýting auðlinda mun magna þau umhverfisvandamál sem við stöndum nú þegar frammi fyrir, eins og loftslagsvána og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er grunnurinn að heilbrigði vistkerfa sem aftur eru undirstaða velmegunar okkar. Til þeirra sækjum við þær auðlindir sem eru undirstöður samfélagsins, hvort sem um er að ræða fæðu sem við fáum frá vistkerfum lands og sjávar, hreint drykkjarvatn, byggingarefni í mannvirkjagerð eða lyf sem eiga uppruna sinn í náttúrunni. Einnig binda gróður og jarðvegur kolefni og vistkerfi í góðu ástandi hreinsa andrúmsloft og vatn. Setjum sjálfbærni á dagskrá Ríkisstjórnir hafa mest áhrif á lagalegt umhverfi og stefnumótun og slíkt krefst ábyrgðar og langtíma sýnar. Í kosningum höfum við áhrif á hverjir koma til með að bera þessa ábyrgð fyrir hönd þjóðarinnar. Við undirritaðar eigum bakgrunn í fræðasamfélaginu og viðskiptalífinu. Báðar brennum við fyrir sjálfbærni og viljum að við sem þjóð horfum til framtíðar með hugrekki og ábyrgð að leiðarljósi, ekki bara fyrir Ísland – heldur allan heiminn. Við skorum á alla stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingis að setja sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmál í forgang með því að setja fram stefnu sem endurspeglar framtíðarsýn okkar Íslendinga. Sjálfbærnivegferðin er ekki verkefni eins stjórnmálaflokks eða einstakra hagsmunahópa – hún er sameiginlegt verkefni okkar allra. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands og Eva Magnúsdóttir, eigandi og stefnumótunar og sjálfbærniráðgjafi hjá Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfbærni Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda Alþingiskosninganna hefur mikið borið á umræðu um efnahagsmál, húsnæðismál, útlendingamál og heilbrigðismál. Önnur mál sem eru grundvöllur framtíðar okkar hafa aftur á móti ekki fengið næga athygli. Þessi mál snúa að sjálfbærni, ekki síst umhverfis- og loftslagsmálum. Sjálfbær þróun er ekki valkostur heldur nauðsyn til að tryggja velmegun fyrir okkur öll og kynslóðirnar sem á eftir koma. Um hvað snýst sjálfbærni? Sjálfbærni er lykilhugtak í samfélagi okkar í dag. Sjálfbær þróun er þróun sem mætir þörfum samtímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að mæta sínum þörfum. Sjálfbærni snýst um jafnvægi milli náttúru, samfélags og efnahags; þriggja stoða sem allar tengjast innbyrðis. Á fyrstu árum umræðunnar um sjálfbæra þróun var lögð áhersla á að stoðirnar þrjár væru allar jafn mikilvægar. Með aukinni þekkingu hefur orðið ljóst að efnahagslegur vöxtur getur ekki farið út fyrir þau endanlegu mörk sem vistkerfi jarðar setja okkur. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og ofnýting þeirra raskar viðkvæmu jafnvægi vistkerfa og loftslags á jörðinni. Sjálfbærni snýst ekki bara um náttúru og umhverfismál. Hún felur líka í sér allir eigi jafnan rétt til mannsæmandi lífs og jafnan rétt til að vaxa og dafna í samfélagi manna. Tækifæri – ekki hindrun Nýverið hefur borið á þreytu og neikvæðum undirtóni í umræðunni um sjálfbærni, líkt og sjálfbærni feli aðeins í sér kostnað, m.a. vegna innleiðingar sjálfbærnireglugerða frá Evrópusambandinu. Þegar við lítum okkur nær, þá eru mun fleiri tækifæri en hindranir á sjálfbærnivegferðinni. Á Íslandi, þar sem frumkvöðlaumhverfið hefur tekið hratt við sér, höfum við séð hvernig sjálfbærni getur skilað arði og skapað ný tækifæri. Mörg sjávarútvegsfyrirtæki hafa til að mynda skipt olíu út fyrir umhverfisvænni orkugjafa og þannig bæði lækkað rekstrarkostnað og dregið úr umhverfisáhrifum. Viðskiptavinir sýna einnig meiri stuðning við fyrirtæki sem standa sig vel á sviði sjálfbærni og í þessu felst styrkur neytenda til að hafa áhrif. Líffræðileg fjölbreytni og loftslagsváin Það er mikilvægt að muna að náttúran hefur sínar takmarkanir og að ofnýting auðlinda mun magna þau umhverfisvandamál sem við stöndum nú þegar frammi fyrir, eins og loftslagsvána og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Líffræðileg fjölbreytni er grunnurinn að heilbrigði vistkerfa sem aftur eru undirstaða velmegunar okkar. Til þeirra sækjum við þær auðlindir sem eru undirstöður samfélagsins, hvort sem um er að ræða fæðu sem við fáum frá vistkerfum lands og sjávar, hreint drykkjarvatn, byggingarefni í mannvirkjagerð eða lyf sem eiga uppruna sinn í náttúrunni. Einnig binda gróður og jarðvegur kolefni og vistkerfi í góðu ástandi hreinsa andrúmsloft og vatn. Setjum sjálfbærni á dagskrá Ríkisstjórnir hafa mest áhrif á lagalegt umhverfi og stefnumótun og slíkt krefst ábyrgðar og langtíma sýnar. Í kosningum höfum við áhrif á hverjir koma til með að bera þessa ábyrgð fyrir hönd þjóðarinnar. Við undirritaðar eigum bakgrunn í fræðasamfélaginu og viðskiptalífinu. Báðar brennum við fyrir sjálfbærni og viljum að við sem þjóð horfum til framtíðar með hugrekki og ábyrgð að leiðarljósi, ekki bara fyrir Ísland – heldur allan heiminn. Við skorum á alla stjórnmálaflokka sem eru í framboði til Alþingis að setja sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmál í forgang með því að setja fram stefnu sem endurspeglar framtíðarsýn okkar Íslendinga. Sjálfbærnivegferðin er ekki verkefni eins stjórnmálaflokks eða einstakra hagsmunahópa – hún er sameiginlegt verkefni okkar allra. Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Sjálfbærnistofunar Háskóla Íslands og Eva Magnúsdóttir, eigandi og stefnumótunar og sjálfbærniráðgjafi hjá Podium ehf.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun