„Rafrænu gjafakortin hafa notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár og eru sem dæmi frábær jólagjöf til starfsfólks fyrirtækja,“ segir Jón Birgir Valsson, sölustjóri fyrirtækjasviðs S4S. „Gott vöruúrval þýðir líka að flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru góðir skór, útivistarfatnaður, íþróttavörur eða rafhjól svo nokkur dæmi séu tekin. Meðal verslana okkar eru Steinar Waage, Ellingsen, Kaupfélagið, Skechers, Air og Ecco. Þess má líka geta að hægt er að nýta kortið í S4S Premium Outlet-inu okkar í Holtagörðum og á útsölum, tilboðsdögum og nettilboðsdögum.“

Það er því ekki skrýtið að stjórnendur margra fyrirtækja kjósi að kaupa gjafakortin ár eftir ár segir Jón Birgir. „Starfsfólk fyrirtækja þeirra hafa lýst yfir mikilli ánægju með gjafakortin. Enda er þetta svo þægilegt fyrir alla. Við fáum nafnalista starfsfólks frá fyrirtækjunum, símanúmer, upphæð og viðeigandi skilaboð. Næst sendum við gjafakortin í síma starfsfólks og þau nýta inneignina hjá fjölmörgum verslunum okkar. Þetta hentuga ferli skilur að auki eftir sig sáralítil kolefnisspor.“

Kortið lætur vita af tilboðum
Gjafakortin búa líka yfir þeim skemmtilega eiginleika að ef korthafi er nálægt einni af verslunum S4S, fær hann skilaboð um að hann eigi inneign í viðkomandi verslun. „Eigandi kortsins fær líka skilaboð um sérafslætti og tilboð og þetta hefur eðlilega mælst mjög vel fyrir.“

Flestir þekkja að hafa átt gjafakort eða gjafabréf og gleymt því ofan í skúffu eða jafnvel týnt því. „Það gerist ekki hjá okkur enda er kortið alltaf bundið símanum og rennur ekki út. Eigandi þess getur alltaf séð hversu mikla inneign hann á hverju sinni auk þess sem andvirði skilavara getur líka farið inn á gjafakortið. Fyrir vikið erum við að sjá fram á nánast fulla nýtingu á kortunum undanfarin ár.“

Gjafakort S4S eru því tilvalin í jólapakka starfsfólks, sem umbun til starfsfólks og auðvitað líka sem tækifærisgjöf allt árið um kring. „Einnig má benda á að við bjóðum upp á svokallað beiðnakort sem er helst ætlað fyrirtækjum sem þurfa að sjá starfsfólki sínu fyrir t.d. skóm og fatnaði en þá getur viðkomandi starfsmaður séð um þau kaup sjálf í verslunum okkar. Það hefur verið mikil sala á þessum kortum í ár hjá okkur.“

Nánari upplýsingar á vef S4S.