Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2024 15:06 Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, (t.v.) mælist vinsælasti stjórnmálamaður landsins um þessar mundir. Sumir sósíaldemókratar vilja að hann leysi Olaf Scholz kanslara (t.h.) af hólmi sem leiðtogi flokksins fyrir kosningar í febrúar. Vísir/EPA Flokkssystkini Olafs Scholz Þýskalandskanslara þrýsta nú hann að víkja fyrir varnarmálaráðherra sínum sem leiðtogi sósíaldemókrata fyrir þingkosningar í febrúar. Enginn kaslari Þýskalands hefur mælst eins óvinsæll í skoðanakönnunum og Scholz. Útlit er fyrir að Þjóðverjar gangi til sambandsþingskosninga 23. febrúar eftir að ríkisstjórn Sósíaldemókrataflokks Scholz, Græningja og Frjálsra demókrata sprakk í síðustu viku. Scholz sækist eftir endurkjöri sem leiðtogi sósíaldemókrata og að leiða þá í kosningunum þrátt fyrir að flokkurinn rísi ekki hátt í skoðanakönnunum þessa dagana. Reuters-fréttastofan segir að hann njóti stuðnings áhrifamanna í flokknum til þess. Nokkrir leiðtogar flokksins í einstökum sambandslöndum Þýskalands hafa síðustu daga hvatt Scholz til þess að fara að fordæmi Joes Biden Bandaríkjaforseta og stíga til hliðar sem frambjóðandi flokks síns. Í staðinn vilja þeir að Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, taki við kyndlinum. Pistorius nýtur mestrar hylli þýskra stjórnmálamanna í könnunum þessi misserin. Scholz var í næstsíðasta sæti á lista yfir tuttugu vinsælustu stjórnmálamenn landsins samkvæmt nýlegri könnun. Þá sagðist meirihluti stuðningsfólks sósíaldemókrata vilja fá Pistorius til forystu í annarri könnun. Endanleg ákvörðun um forystu sósíaldemókrata verður að líkindum tekin á flokksþingi Sósíaldemókrataflokksins í janúar. Ríkisstjórn Scholz splundraðist eftir að hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra úr Frjálsum demókrötum, vegna ágreinings um efnahagsstefnu stjórnarinnar. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Ganga til kosninga í febrúar Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt. 12. nóvember 2024 10:27 Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Útlit er fyrir að Þjóðverjar gangi til sambandsþingskosninga 23. febrúar eftir að ríkisstjórn Sósíaldemókrataflokks Scholz, Græningja og Frjálsra demókrata sprakk í síðustu viku. Scholz sækist eftir endurkjöri sem leiðtogi sósíaldemókrata og að leiða þá í kosningunum þrátt fyrir að flokkurinn rísi ekki hátt í skoðanakönnunum þessa dagana. Reuters-fréttastofan segir að hann njóti stuðnings áhrifamanna í flokknum til þess. Nokkrir leiðtogar flokksins í einstökum sambandslöndum Þýskalands hafa síðustu daga hvatt Scholz til þess að fara að fordæmi Joes Biden Bandaríkjaforseta og stíga til hliðar sem frambjóðandi flokks síns. Í staðinn vilja þeir að Boris Pistorius, varnarmálaráðherra, taki við kyndlinum. Pistorius nýtur mestrar hylli þýskra stjórnmálamanna í könnunum þessi misserin. Scholz var í næstsíðasta sæti á lista yfir tuttugu vinsælustu stjórnmálamenn landsins samkvæmt nýlegri könnun. Þá sagðist meirihluti stuðningsfólks sósíaldemókrata vilja fá Pistorius til forystu í annarri könnun. Endanleg ákvörðun um forystu sósíaldemókrata verður að líkindum tekin á flokksþingi Sósíaldemókrataflokksins í janúar. Ríkisstjórn Scholz splundraðist eftir að hann rak Christian Lindner, fjármálaráðherra úr Frjálsum demókrötum, vegna ágreinings um efnahagsstefnu stjórnarinnar.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Ganga til kosninga í febrúar Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt. 12. nóvember 2024 10:27 Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Ganga til kosninga í febrúar Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt. 12. nóvember 2024 10:27
Ríkissjórn Scholz er sprungin Ríkissjórn Olaf Scholz Þýskalandskanslara er sprungin eftir að einn þriggja stjórnarflokkanna ákvað að segja skilið við ríkisstjórnina. Það gerðist í kjölfar þess að Scholz ákvað að reka fjármálaráðherrann Christian Lindner, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem átti aðild að stjórninni. 6. nóvember 2024 22:58