Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 14:32 Síðast fóru fram forsetakosningar á Íslandi fyrr á þessu ári, en nú er komið að alþingiskosningum. Vísir/Anton Brink Síðan atkvæðagreiðsla utankjörfundar hófst þann 7. nóvember vegna komandi alþingiskosninga hafa ríflega sex þúsund manns greitt atkvæði, þar af hátt í fjögur þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá fyrir þá sem það gæti átt við um. „Þetta fer vel af stað og við erum að lengja opnunartímann í dag, þannig það er opið til tíu í kvöld og alveg fram að kosningum,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, og vísar þar til opnunartíma í Holtagörðum þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram. Sigríður áætlar að kosningaþátttaka utankjörfundar til þessa sé svipuð og verið hefur í fyrri alþingiskosningum, að frátöldum síðustu kosningum árið 2021 sem voru nokkuð frábrugðnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Frá því að við opnuðum þá hafa 6.103 greitt atkvæði hjá öllum sem eru með opið og þar af á höfuðborgarsvæðinu 3.986,“ segir Sigríður þegar fréttastofa náði tali af henni fljótlega upp úr hádegi í dag. Tölurnar ná yfir alla þá sem greitt hafa atkvæði utankjörfundar, hvort sem það er hjá sýslumannsembættum innanlands eða hjá sendiráðum eða ræðisskrifstofum erlendis. „Okkur finnst þetta vera bara mjög svipað og hefur verið. Nú eru tvær vikur til kosningar og á höfuðborgarsvæðinu þá er kosið í Holtagörðum og við erum með opið fram til föstudagsins 29. nóvember verður opið í Holtagörðum frá klukkan tíu á morgnanna til tíu á kvöldin. Þetta bara gengur mjög vel og það hefur ekkert komið uppá sem betur fer,“ segir Sigríður. Síðasti séns að setja atkvæði í póst Hún minnir alla á að muna að hafa með sér skilríki, annað hvort ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini þegar mætt er á kjörstað, og áréttar einnig að þeir sem greiða atkvæði utankjörfundar fjarri lögheimili sínu beri sjálfir ábyrgð á að koma atkvæði sínu í rétta kjördeild. „Kjósandinn ber ábyrgð á að koma atkvæðinu sínu á réttan stað og í dag þá skilst mér að það sem er sett í póst í dag það á að berast fyrir kjördag en eftir það er ekki öruggt að senda með póstinum atkvæðin sín. Þannig að þeir sem eru að kjósa utan lögheimilis síns, þar sem þeir eiga heima, þeir þurfa að gera ráðstafanir til þess að koma atkvæðinu sínu á réttan stað,“ ítrekar Sigríður. „Það er ekki hægt að koma til okkar með lögheimili til dæmis á Akureyri og kjósa hjá okkur á kjördegi, það er ekki víst að það komi til skila.“ Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá, en það getur til að mynda átt við um þá ríkisborgara sem hafa búið erlendis lengur en í sextán ár. Það er hægt að gera rafrænt, eigi síðar en í dag, ef menn vilja geta kosið í alþingiskosningunum. Sækja þarf um að komast aftur á kjörskrá fyrir 19. nóvember sem er á morgun. Á heimasíðunni kosning.is er hægt að nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar, svo sem varðandi í hvaða kjördeild og kjördæmi kjósendur greiða atkvæði, opnunartíma utankjörfundaratkvæðagreiðslu og hvernig hægt er að kæra sig inn á kjörskrá. Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
„Þetta fer vel af stað og við erum að lengja opnunartímann í dag, þannig það er opið til tíu í kvöld og alveg fram að kosningum,“ segir Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, og vísar þar til opnunartíma í Holtagörðum þar sem utankjörfundaratkvæðagreiðsla á höfuðborgarsvæðinu fer fram. Sigríður áætlar að kosningaþátttaka utankjörfundar til þessa sé svipuð og verið hefur í fyrri alþingiskosningum, að frátöldum síðustu kosningum árið 2021 sem voru nokkuð frábrugðnar vegna kórónuveirufaraldursins. „Frá því að við opnuðum þá hafa 6.103 greitt atkvæði hjá öllum sem eru með opið og þar af á höfuðborgarsvæðinu 3.986,“ segir Sigríður þegar fréttastofa náði tali af henni fljótlega upp úr hádegi í dag. Tölurnar ná yfir alla þá sem greitt hafa atkvæði utankjörfundar, hvort sem það er hjá sýslumannsembættum innanlands eða hjá sendiráðum eða ræðisskrifstofum erlendis. „Okkur finnst þetta vera bara mjög svipað og hefur verið. Nú eru tvær vikur til kosningar og á höfuðborgarsvæðinu þá er kosið í Holtagörðum og við erum með opið fram til föstudagsins 29. nóvember verður opið í Holtagörðum frá klukkan tíu á morgnanna til tíu á kvöldin. Þetta bara gengur mjög vel og það hefur ekkert komið uppá sem betur fer,“ segir Sigríður. Síðasti séns að setja atkvæði í póst Hún minnir alla á að muna að hafa með sér skilríki, annað hvort ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini þegar mætt er á kjörstað, og áréttar einnig að þeir sem greiða atkvæði utankjörfundar fjarri lögheimili sínu beri sjálfir ábyrgð á að koma atkvæði sínu í rétta kjördeild. „Kjósandinn ber ábyrgð á að koma atkvæðinu sínu á réttan stað og í dag þá skilst mér að það sem er sett í póst í dag það á að berast fyrir kjördag en eftir það er ekki öruggt að senda með póstinum atkvæðin sín. Þannig að þeir sem eru að kjósa utan lögheimilis síns, þar sem þeir eiga heima, þeir þurfa að gera ráðstafanir til þess að koma atkvæðinu sínu á réttan stað,“ ítrekar Sigríður. „Það er ekki hægt að koma til okkar með lögheimili til dæmis á Akureyri og kjósa hjá okkur á kjördegi, það er ekki víst að það komi til skila.“ Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá, en það getur til að mynda átt við um þá ríkisborgara sem hafa búið erlendis lengur en í sextán ár. Það er hægt að gera rafrænt, eigi síðar en í dag, ef menn vilja geta kosið í alþingiskosningunum. Sækja þarf um að komast aftur á kjörskrá fyrir 19. nóvember sem er á morgun. Á heimasíðunni kosning.is er hægt að nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar, svo sem varðandi í hvaða kjördeild og kjördæmi kjósendur greiða atkvæði, opnunartíma utankjörfundaratkvæðagreiðslu og hvernig hægt er að kæra sig inn á kjörskrá.
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sýna íslensku með hreim þolinmæði Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira