Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 18. nóvember 2024 15:02 Dýr eru skyni gæddar verur og okkur ber að vernda þau í samræmi við markmið laga um um velferð dýra. Okkur ber skylda til „ … að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séulaus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, …“ Ill meðferð dýra er óheimil á Íslandi og það á jafnt við um villt dýr, húsdýr og gæludýr. Ný lög um velferð dýra voru afgreidd á Alþingi árið 2013 þegar Samfylkingin og Vinstrigræn voru saman í ríkisstjórn. Þau mörkuðu tímamót í dýravernd á Íslandi. En síðan er liðinn rúmur áratugur og löngu kominn tími á endurskoðun laganna. Það hefur ekki verið gert í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Gæludýraeign hefur vaxið hratt á Íslandi á þessari öld. Hundahald í þéttbýli er ekki lengur litið hornauga, kattaeign er útbreidd og margs konar gæludýr búa á heimilum um allt land. Við sem eigum gæludýr vitum að dýrin okkar verða oftar en ekki ómissandi hluti fjölskyldunnar. Þau bæta heimilisbraginn, færa okkur gleði, stuðla að útivist og almennri geðprýði. Margsannað er að hundar draga úr streitu og færa með sér vinsemd og yl, til dæmis í prófatörnum í skólum eða við lestur yngstu barnanna á bókasöfnum landsins. Í hefðbundnum landbúnaði hafa orðið miklar framfarir meðal annars með tilkomu mjaltaróbótanna og reglum um stærri stíur fyrir svín. Dýr þurfa eins og fólk svigrúm til að hreyfa sig. Það á líka við um fiðurfé og lausaganga þess sem betur fer orðin algengari en áður. Íslenska fjallalambið hefur einnig sérstöðu sem lengi vel var tekið sem sjálfsögðum hlut en er það sannarlega ekki lengur. Hin dekkri hlið dýrahalds og framleiðslu landbúnaðarvara birtist í verksmiðjuframleiðslu til manneldis eða til framleiðslu á dýrafóðri. Þauleldið sem fram fer verksmiðjum af þessu tagi skapar óþarfa þjáningar. Við þurfum að horfast í augu við þann raunveruleika, líka á Íslandi. Eigum við að flokka verksmiðjuframleiðslu til landbúnaðar? Ég er þeirrar skoðunar að það fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar. Blóðmerahald hefur verið mikið til umfjöllunar á liðnum árum. En þar er tekið blóð í miklu magni úr fylfulllum hryssum. Úr því eru unnin vaxtarhormón sem síðan eru nýtt við þauleldi svína í útlöndum. Fyrir utan þjáningarnar sem blóðatakan getur valdið hryssunum og erfitt er að réttlæta, þá tel ég einnig mikilvægt að beina sjónum að afurðinni: vaxtahormóni sem nýtt er til þauleldis við svínaræktun. Teljum við slíkt í siðferðilega réttlætanlegt? Um hvalveiðar þarf ekki að fjölyrða. Stefna Samfylkingarinnar er að þeim verði hætt. Um allan heim fjölgar í hópi fólks sem ekki neytir dýraafurða. Mörg gera það af siðferðilegum ástæðum og vilja einfaldlega ekki borða önnur dýr. En mörg gera það einnig vegna loftslagsáhrifanna sem framleiðsla kjöts hefur í för með sér með. Það er virðingarverð afstaða. Sjálf, borða ég flest en legg mig fram um að kaupa matvæli sem eru ræktuð og framleidd á Íslandi, ákveðnar mjólkurvörur, lambakjöt og grænmeti. Mér finnst það skipta máli. Velferð dýra er hvorki smámál né eitthvert aukaatriði í pólitíkinni. Samfylkingin vill að mótuð verði markviss stefna um dýravelferð á Íslandi og skerpt á eftirliti með aðbúnaði og meðferð dýra. Við viljum gæta að réttindum dýra og veita umráðamönnum þeirra ráðgjöf og fræðslu um dýravelferð og þær lögbundnu skyldur sem fylgja dýrahaldi. Vernda þarf heimkynni villtra dýra þannig að líffræðilegum fjölbreytileika sé ekki ógnað og meta áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi íslenskrar náttúru. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Dýr eru skyni gæddar verur og okkur ber að vernda þau í samræmi við markmið laga um um velferð dýra. Okkur ber skylda til „ … að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séulaus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, …“ Ill meðferð dýra er óheimil á Íslandi og það á jafnt við um villt dýr, húsdýr og gæludýr. Ný lög um velferð dýra voru afgreidd á Alþingi árið 2013 þegar Samfylkingin og Vinstrigræn voru saman í ríkisstjórn. Þau mörkuðu tímamót í dýravernd á Íslandi. En síðan er liðinn rúmur áratugur og löngu kominn tími á endurskoðun laganna. Það hefur ekki verið gert í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Gæludýraeign hefur vaxið hratt á Íslandi á þessari öld. Hundahald í þéttbýli er ekki lengur litið hornauga, kattaeign er útbreidd og margs konar gæludýr búa á heimilum um allt land. Við sem eigum gæludýr vitum að dýrin okkar verða oftar en ekki ómissandi hluti fjölskyldunnar. Þau bæta heimilisbraginn, færa okkur gleði, stuðla að útivist og almennri geðprýði. Margsannað er að hundar draga úr streitu og færa með sér vinsemd og yl, til dæmis í prófatörnum í skólum eða við lestur yngstu barnanna á bókasöfnum landsins. Í hefðbundnum landbúnaði hafa orðið miklar framfarir meðal annars með tilkomu mjaltaróbótanna og reglum um stærri stíur fyrir svín. Dýr þurfa eins og fólk svigrúm til að hreyfa sig. Það á líka við um fiðurfé og lausaganga þess sem betur fer orðin algengari en áður. Íslenska fjallalambið hefur einnig sérstöðu sem lengi vel var tekið sem sjálfsögðum hlut en er það sannarlega ekki lengur. Hin dekkri hlið dýrahalds og framleiðslu landbúnaðarvara birtist í verksmiðjuframleiðslu til manneldis eða til framleiðslu á dýrafóðri. Þauleldið sem fram fer verksmiðjum af þessu tagi skapar óþarfa þjáningar. Við þurfum að horfast í augu við þann raunveruleika, líka á Íslandi. Eigum við að flokka verksmiðjuframleiðslu til landbúnaðar? Ég er þeirrar skoðunar að það fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar. Blóðmerahald hefur verið mikið til umfjöllunar á liðnum árum. En þar er tekið blóð í miklu magni úr fylfulllum hryssum. Úr því eru unnin vaxtarhormón sem síðan eru nýtt við þauleldi svína í útlöndum. Fyrir utan þjáningarnar sem blóðatakan getur valdið hryssunum og erfitt er að réttlæta, þá tel ég einnig mikilvægt að beina sjónum að afurðinni: vaxtahormóni sem nýtt er til þauleldis við svínaræktun. Teljum við slíkt í siðferðilega réttlætanlegt? Um hvalveiðar þarf ekki að fjölyrða. Stefna Samfylkingarinnar er að þeim verði hætt. Um allan heim fjölgar í hópi fólks sem ekki neytir dýraafurða. Mörg gera það af siðferðilegum ástæðum og vilja einfaldlega ekki borða önnur dýr. En mörg gera það einnig vegna loftslagsáhrifanna sem framleiðsla kjöts hefur í för með sér með. Það er virðingarverð afstaða. Sjálf, borða ég flest en legg mig fram um að kaupa matvæli sem eru ræktuð og framleidd á Íslandi, ákveðnar mjólkurvörur, lambakjöt og grænmeti. Mér finnst það skipta máli. Velferð dýra er hvorki smámál né eitthvert aukaatriði í pólitíkinni. Samfylkingin vill að mótuð verði markviss stefna um dýravelferð á Íslandi og skerpt á eftirliti með aðbúnaði og meðferð dýra. Við viljum gæta að réttindum dýra og veita umráðamönnum þeirra ráðgjöf og fræðslu um dýravelferð og þær lögbundnu skyldur sem fylgja dýrahaldi. Vernda þarf heimkynni villtra dýra þannig að líffræðilegum fjölbreytileika sé ekki ógnað og meta áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi íslenskrar náttúru. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun