Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 08:32 Í of langan tíma hafa heimili og fyrirtæki þurft að þola óásættanlegt vaxtastig. Ástæðurnar eru vel þekktar: Seðlabankinn þurfti fyrst að bregðast við alþjóðlegum verðbólguskell og svo með frekari vaxtahækkunum þegar launahækkanir og mikill kraftur í hagkerfinu héldu glæðum lengur í verðbólgunni. Síðastliðið ár hafa þó hlutirnir þróast til betri vegar – verðbólga hefur minnkað og vextir eru teknir að lækka. Óhætt er að segja að byggst hafi upp miklar væntingar um vaxtalækkun þegar Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun. Hvað sem gerist, þá eru verulegar vaxtalækkanir næstu mánuði að teiknast upp ef haldið er rétt á spilunum. Því hefur yfirveguð og traust hagstjórn skilað og það kristallast í fimm staðreyndum. 1. Verðbólga hefur minnkað í takt við spár Sú mikilvægasta er að verðbólgan hefur minnkað mikið og er nú í frjálsu falli. Verðbólgan mælist nú 5,1% en var 8% fyrir ári. Spár gera nú ráð fyrir að verðbólgan í nóvember sé um 4,5%. Verði það raunin hefur verðlag hækkað um einungis 1% síðasta hálfa árið. Enda eru spár að gera ráð fyrir að verðbólgan hjaðni áfram næstu mánuði. Hófsamir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, sem stjórnvöld studdu dyggilega, hafa skipt sköpum. 2. Verðbólguvæntingar nálgast verðbólgumarkmið Ekki bara spár, heldur einnig væntingar gera ráð fyrir að verðbólgan fari minnkandi. Það sést á mörkuðum og þegar fólk er einfaldlega spurt. Markaðsaðilar telja að verðbólga eftir ár verið 3,5% eftir ár, innan vikmarka verðbólgumarkmiðs. Svoleiðis tölur hafa ekki sést síðan 2021. Verðbólguvæntingar til langs tíma hafa ekki verið lægri síðan í byrjun árs 2022. 3. Krónan er stöðug og styrkist Lykilþáttur í því að horfurnar eru góðar er að krónan hefur verið mjög stöðug síðustu misseri. Það sem meira er, þá hefur hún nú styrkst síðustu daga og ekki verið sterkari í meira en ár. Ekki er hægt að skýra þennan stöðugleika með öðru en að undirstöður hagkerfisins, stórbætt umgjörð hagstjórnar, fremur litlar skuldir og stór gjaldeyrisforði skipti höfuðmáli. 4. Hagkerfið í mjúkri lendingu Verðbólga er slæm en atvinnuleysi er jafnvel verra og getur hæglega verið afleiðing þess þegar verðbólga er barin niður með aðhaldssamri hagstjórn. Slíkt erum við ekki að sjá. Skráð atvinnuleysi var aðeins 3,4% í október, samanborið við 3,2% á síðasta ári. Að auki er störfum enn að fjölga í einkageiranum – um 2% milli ára á síðasta ársfjórðungi. Líklegt er að hagvöxtur þessi misserin reynist lítill en hingað til er hagkerfið á góðri siglingu. 5. Aðhald í ríkisfjármálum staðfest í fjárlögum fyrir næsta ár Loks er ljóst að aðhald í ríkisfjármálum hefur skilað sér. Frá 2022 hafa ríkisfjármálin verið aðhaldssöm og vegið gegn mikilli eftirspurn í einkageiranum. Bæði fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabankinn hafa metið að fjárlög ársins 2025 feli í sér áframhaldandi aðhald. Þær breytingar sem urðu í meðförum Alþingis tryggja að svo verði, en lakari afkoma en áður var talið helgast nær alfarið af lakari þjóðhagsspá Hagstofunnar. Skreytt stolnum fjöðrum? Þegar allt er tekið er augljóst að við erum á réttri leið og mikill árangur hefur náðst. Ef engin óvænt áföll koma upp er staðreynd málsins að hagstjórnarákvarðanir undanfarin misseri eru búnar að stilla kúrsinn inn á vaxtalækkanir næstu mánuði, enda taka ákvarðanirnar eitt ár eða lengri tíma að hafa áhrif á verðbólguna. Hægt er að stilla kúrsinn betur og tækifærin til frekari framfara eru takmarkalaus en stóra myndin er skýr. Nú þegar allir stjórnmálaflokkar keppast við að lofa vaxtalækkunum er mikilvægt að hafa þetta í huga. Það kapphlaup felur í sér að hinir sömu eru að segja að fráfarandi ríkisstjórn hafi gert vel ef vextir lækka á miðvikudaginn. Nema þeir sömu flokkar séu að segja að stefna ríkisstjórnar skipti engu máli, en þá eru þeir líka að segja að þeir sjálfir geti ekkert gert í vaxtastiginu. Það er eitthvað fyrir kjósendur að hugsa um. Höfundur er efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Konráð S. Guðjónsson Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í of langan tíma hafa heimili og fyrirtæki þurft að þola óásættanlegt vaxtastig. Ástæðurnar eru vel þekktar: Seðlabankinn þurfti fyrst að bregðast við alþjóðlegum verðbólguskell og svo með frekari vaxtahækkunum þegar launahækkanir og mikill kraftur í hagkerfinu héldu glæðum lengur í verðbólgunni. Síðastliðið ár hafa þó hlutirnir þróast til betri vegar – verðbólga hefur minnkað og vextir eru teknir að lækka. Óhætt er að segja að byggst hafi upp miklar væntingar um vaxtalækkun þegar Seðlabankinn kynnir vaxtaákvörðun á morgun. Hvað sem gerist, þá eru verulegar vaxtalækkanir næstu mánuði að teiknast upp ef haldið er rétt á spilunum. Því hefur yfirveguð og traust hagstjórn skilað og það kristallast í fimm staðreyndum. 1. Verðbólga hefur minnkað í takt við spár Sú mikilvægasta er að verðbólgan hefur minnkað mikið og er nú í frjálsu falli. Verðbólgan mælist nú 5,1% en var 8% fyrir ári. Spár gera nú ráð fyrir að verðbólgan í nóvember sé um 4,5%. Verði það raunin hefur verðlag hækkað um einungis 1% síðasta hálfa árið. Enda eru spár að gera ráð fyrir að verðbólgan hjaðni áfram næstu mánuði. Hófsamir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði, sem stjórnvöld studdu dyggilega, hafa skipt sköpum. 2. Verðbólguvæntingar nálgast verðbólgumarkmið Ekki bara spár, heldur einnig væntingar gera ráð fyrir að verðbólgan fari minnkandi. Það sést á mörkuðum og þegar fólk er einfaldlega spurt. Markaðsaðilar telja að verðbólga eftir ár verið 3,5% eftir ár, innan vikmarka verðbólgumarkmiðs. Svoleiðis tölur hafa ekki sést síðan 2021. Verðbólguvæntingar til langs tíma hafa ekki verið lægri síðan í byrjun árs 2022. 3. Krónan er stöðug og styrkist Lykilþáttur í því að horfurnar eru góðar er að krónan hefur verið mjög stöðug síðustu misseri. Það sem meira er, þá hefur hún nú styrkst síðustu daga og ekki verið sterkari í meira en ár. Ekki er hægt að skýra þennan stöðugleika með öðru en að undirstöður hagkerfisins, stórbætt umgjörð hagstjórnar, fremur litlar skuldir og stór gjaldeyrisforði skipti höfuðmáli. 4. Hagkerfið í mjúkri lendingu Verðbólga er slæm en atvinnuleysi er jafnvel verra og getur hæglega verið afleiðing þess þegar verðbólga er barin niður með aðhaldssamri hagstjórn. Slíkt erum við ekki að sjá. Skráð atvinnuleysi var aðeins 3,4% í október, samanborið við 3,2% á síðasta ári. Að auki er störfum enn að fjölga í einkageiranum – um 2% milli ára á síðasta ársfjórðungi. Líklegt er að hagvöxtur þessi misserin reynist lítill en hingað til er hagkerfið á góðri siglingu. 5. Aðhald í ríkisfjármálum staðfest í fjárlögum fyrir næsta ár Loks er ljóst að aðhald í ríkisfjármálum hefur skilað sér. Frá 2022 hafa ríkisfjármálin verið aðhaldssöm og vegið gegn mikilli eftirspurn í einkageiranum. Bæði fjármála- og efnahagsráðuneytið og Seðlabankinn hafa metið að fjárlög ársins 2025 feli í sér áframhaldandi aðhald. Þær breytingar sem urðu í meðförum Alþingis tryggja að svo verði, en lakari afkoma en áður var talið helgast nær alfarið af lakari þjóðhagsspá Hagstofunnar. Skreytt stolnum fjöðrum? Þegar allt er tekið er augljóst að við erum á réttri leið og mikill árangur hefur náðst. Ef engin óvænt áföll koma upp er staðreynd málsins að hagstjórnarákvarðanir undanfarin misseri eru búnar að stilla kúrsinn inn á vaxtalækkanir næstu mánuði, enda taka ákvarðanirnar eitt ár eða lengri tíma að hafa áhrif á verðbólguna. Hægt er að stilla kúrsinn betur og tækifærin til frekari framfara eru takmarkalaus en stóra myndin er skýr. Nú þegar allir stjórnmálaflokkar keppast við að lofa vaxtalækkunum er mikilvægt að hafa þetta í huga. Það kapphlaup felur í sér að hinir sömu eru að segja að fráfarandi ríkisstjórn hafi gert vel ef vextir lækka á miðvikudaginn. Nema þeir sömu flokkar séu að segja að stefna ríkisstjórnar skipti engu máli, en þá eru þeir líka að segja að þeir sjálfir geti ekkert gert í vaxtastiginu. Það er eitthvað fyrir kjósendur að hugsa um. Höfundur er efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar