Aron átti afmæli í gær, þann 18. nóvember, og fagnaði tímamótunum í góðra vina hópi þar sem öllu var tjaldað til. Meðal gesta var tónlistarmaðurinn Flóni og Arnar Leó, eigandi Reykjavík Róses.
Hótelið þykir með þeim glæsilegri hér á landi og verið vinsælt meðal þjóðþekktra Íslendinga. Aron og Erna gistu á svítu hótelsins sem er 90 fermetrar að stærð með stórbrotnu útsýni.
Við komuna var gestum boðið upp á dýrindis smáréttaveislu í andyri hótelsins. Seinna var svo haldið á veitingstað hótelsins þar sem gestir nutu saman í mat og drykk og skemmtu sér fram eftir kvöldi.











Aron skaust upp á stjörnuhimininn hérlendis sextán ára gamall, fyrir átta árum síðan. Hann hefur gefið út fimm plötur, síðast plötuna Monní, Þegar ég segir monní, sem kom út í haust.
Þá hefur Aron vakið athygli með strákasveitinni Iceguy, sem hefur komið með hvelli inn í íslensku tónlistarsenuna síðan hún var stofnuð í fyrra.