Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2024 08:01 Maðurinn lést í sumarhúsi í Kiðjabergi í apríl á þessu ári. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. Fjórir voru handteknir í upphafi málsins, en einn þeirra hefur enn réttarstöðu sakbornings. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí hefur sá viðurkennt að hafa ráðist á hinn látna í aðdraganda andlátsins. Þrátt fyrir það neiti hann sök. Hann haldi sakleysi sínu staðfastlega fram og neitar alfarið að hafa valdið þeim áverkum sem voru á líki hins látna. Hinn látni og þessir fjórir sem voru handteknir eru allir litháskir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis. Áverkar gáfu strax vísbendingu um að rannsaka þyrfti málið Þrír úrskurðir sem varða málið hafa verið birtir á vef Landsréttar. Í þeim nýlegasta segir að þann 20. apríl síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um meðvitundarleysi í sumarhúsi. Fljótlega eftir komu viðbraðgsaðila á vettvang hafi einn einstaklingur verið úrskurðaður látinn. Augljósir áverkar á líkinu hafi strax gefið lögreglu vísbendingu um að sakamálarannsóknar þyrfti við, segir í úrskurðinum, en í kjölfarið voru fjórmenningarnir handteknir. Fram kemur að í upphafi hafi tveir þeirra verið undir sérstökum grun um að eiga aðild að andláti mannsins, en þeir hafi báðir neitað sök. Annar þeirra mun vera sá sem enn hefur réttarstöðu sakbornings. Þessir tveir eru í úrskurðinum sagðir hafa verið þeir einu sem voru staddir í sama húsnæði og hinn látni, þegar hann lést. Líklega hafi þeir tveir verið þeir síðustu sem hinn látni átti í beinum samskiptum við. Ber ekki saman um mikilvæg atriði Í úrskurði héraðsdóms segir að þar af leiðandi ættu þeir að búa yfir sem „gleggstum upplýsingum um kringumstæður í aðdraganda og í kjölfar andlátsins”. Þrátt fyrir það beri framburðum þeirra ekki saman um mikilvæg atriði. Annar þessara tveggja, sá sem er ekki enn með réttarstöðu sakbornings, greindi frá því að hann hafi orðið var við ágreining milli sakborningsins og hins látna. Síðan hafi hann komið að hinum látna liggjandi á gólfi aðalrýmis sumarhússins. Hann hafi haft talsverðar áhyggjur vegna þess og taldi að hinn látni þyrfti nauðsynlega að komast undir læknishendur, og hann hafi meðal annars hringt í yfirmenn sína og tjáð þeim áhyggjur sínar. Þessi sami maður hafi þó borið fyrir sig minnisleysi og óvissu um mikilvæg atriði sem hafi verið borin undir hann. Þá kemur fram að bráðabrigðakrufningaskýrsla liggi fyrir og í henni komi fram að sterkar vísbendingar hafi verið um að hinum látna kunni að hafa verið ráðinn bani. Niðurstöður útvíkkaðrar réttarkrufningar bendi sterklega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing áverka sem annar maður veitti honum. Úrskurðurinn varðaði hvort maðurinn skyldi gefa skýrslu fyrir dómi á meðan rannsókn lögreglu stæði yfir. Héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu lögreglunnar, en Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við. Dómsmál Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira
Fjórir voru handteknir í upphafi málsins, en einn þeirra hefur enn réttarstöðu sakbornings. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Suðurlands frá því í maí hefur sá viðurkennt að hafa ráðist á hinn látna í aðdraganda andlátsins. Þrátt fyrir það neiti hann sök. Hann haldi sakleysi sínu staðfastlega fram og neitar alfarið að hafa valdið þeim áverkum sem voru á líki hins látna. Hinn látni og þessir fjórir sem voru handteknir eru allir litháskir karlmenn. Greint hefur verið frá því að mennirnir hafi verið í sumarhúsabyggðinni á vegum verktakafyrirtækis. Áverkar gáfu strax vísbendingu um að rannsaka þyrfti málið Þrír úrskurðir sem varða málið hafa verið birtir á vef Landsréttar. Í þeim nýlegasta segir að þann 20. apríl síðastliðinn hafi lögreglu borist tilkynning um meðvitundarleysi í sumarhúsi. Fljótlega eftir komu viðbraðgsaðila á vettvang hafi einn einstaklingur verið úrskurðaður látinn. Augljósir áverkar á líkinu hafi strax gefið lögreglu vísbendingu um að sakamálarannsóknar þyrfti við, segir í úrskurðinum, en í kjölfarið voru fjórmenningarnir handteknir. Fram kemur að í upphafi hafi tveir þeirra verið undir sérstökum grun um að eiga aðild að andláti mannsins, en þeir hafi báðir neitað sök. Annar þeirra mun vera sá sem enn hefur réttarstöðu sakbornings. Þessir tveir eru í úrskurðinum sagðir hafa verið þeir einu sem voru staddir í sama húsnæði og hinn látni, þegar hann lést. Líklega hafi þeir tveir verið þeir síðustu sem hinn látni átti í beinum samskiptum við. Ber ekki saman um mikilvæg atriði Í úrskurði héraðsdóms segir að þar af leiðandi ættu þeir að búa yfir sem „gleggstum upplýsingum um kringumstæður í aðdraganda og í kjölfar andlátsins”. Þrátt fyrir það beri framburðum þeirra ekki saman um mikilvæg atriði. Annar þessara tveggja, sá sem er ekki enn með réttarstöðu sakbornings, greindi frá því að hann hafi orðið var við ágreining milli sakborningsins og hins látna. Síðan hafi hann komið að hinum látna liggjandi á gólfi aðalrýmis sumarhússins. Hann hafi haft talsverðar áhyggjur vegna þess og taldi að hinn látni þyrfti nauðsynlega að komast undir læknishendur, og hann hafi meðal annars hringt í yfirmenn sína og tjáð þeim áhyggjur sínar. Þessi sami maður hafi þó borið fyrir sig minnisleysi og óvissu um mikilvæg atriði sem hafi verið borin undir hann. Þá kemur fram að bráðabrigðakrufningaskýrsla liggi fyrir og í henni komi fram að sterkar vísbendingar hafi verið um að hinum látna kunni að hafa verið ráðinn bani. Niðurstöður útvíkkaðrar réttarkrufningar bendi sterklega til þess að dauðsfallið hafi verið afleiðing áverka sem annar maður veitti honum. Úrskurðurinn varðaði hvort maðurinn skyldi gefa skýrslu fyrir dómi á meðan rannsókn lögreglu stæði yfir. Héraðsdómur féllst ekki á þá kröfu lögreglunnar, en Landsréttur sneri þeirri ákvörðun við.
Dómsmál Lögreglumál Manndráp í Kiðjabergi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Sjá meira