Haidar spilar með líbanska fótboltalandsliðinu sem er 134. besta kvennalandslið heims samkvæmt síðasta styrkleikalista FIFA.
Haidar var stödd í Shiyah hluta höfuðborgarinnar þegar árásin varð. Arabíska blaðið Al-Araby Al-Jadeed segir frá.
Myndbönd sýna Haidar þar sem fossblæðir úr höfði hennar eftir að hún fékk í sig sprengjubrot.
Haidar var strax flutt á Saint George spítalann þar sem gert var að sárum hennar.
Hún gekkst strax undir aðgerð þar sem læknir reyndu að bjarga lífi hennar.
Margir eru í áfalli vegna fréttanna af örlögum Haidar en hún er ein af mörgum fórnarlamba árása Ísraelsmanna á íbúa og mannvirki Líbanon síðustu vikur.