Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2024 20:31 Ég hef alltaf verið stoltur af því að á Íslandi sé öll orkuöflun framleidd með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Það eru fá dæmi um lönd í heiminum sem geta sagt slíkt hið sama en í Evrópu þurfa lang flest lönd að stóla á kolefniseldsneyti eða kjarnorku til að framleiða rafmagn. En núna er komið babb í bátinn hjá okkur. Það er ekki til nóg rafmagn handa öllum og stórnotendur eru farnir að brenna dísilolíu til að bæta upp fyrir rafmagn sem þeir fengu ekki afhent. Svo mikla dísilolíu reyndar, að allur olíusparnaðurinn sem hafði náðst í gegnum rafbílavæðingu núllaðist út. Og ástandið er ekki að horfa til betri vegar, það er að versna og það mun halda áfram að versna. Eftirspurn eftir raforku er að vaxa hraðar en framleiðsla. Það er alls ekki ólíklegt að á næstu árum þurfi að skerða raforku til almennra notenda líka. Við erum að stefna þangað ef ekkert er að gert. Þetta er augljóslega ekki óskastaða. Hvar sem fólk er á pólitíska rófinu, vinstri, hægri, umhverfissinnar eða stóriðjuelskendur þá hljótum við öll að vera sammála um að svona viljum við ekki hafa þetta. Skiptar skoðanir eru um hvernig mætti bæta úr þessu, þ.e. hvort við þurfum að auka raforkuframleiðslu eða styrkja flutningsnet raforkunnar en staðreyndin er sú að við þurfum að gera bæði. Ástæða þess að við erum komin svo langt aftur úr í framleiðslu raforku er margþætt. En ein helsta skýringin liggur í að regluverk í kringum byggingu orkuvera er orðið gríðarlega flókið og þungt í vöfum. Ekki aðeins tekur mörg ár fyrir hvert mál að sigla í gegnum kerfið heldur er ferlið í heild sinni einnig gríðarlega vinnufrekt og kostnaðarsamt. Það eru skattgreiðendur sem bera að mestu leyti þann kostnað. Ef við snúum okkur að flutningsneti raforku. Hvað stendur í vegi fyrir því að við getum bætt flutningsnetið og aukið þannig skilvirkni í raforkukerfinu? Í skýrslu Landsnets frá 8. Apríl 2022 segir: „Ástæður þess að flutningsgeta á rafmagni milli landshluta (sniða) er takmörkuð eru af ýmsum toga. Landsnet hefur til dæmis bent á talsverða andstöðu vegna fyrirhugaðra framkvæmda, sífellt flóknara regluverk og hægagang í leyfisveitingum. Í dag er staðan sú að orka er læst inn á svæðum með takmarkaða eftirspurn.“ Hvort sem litið er til raforkuframleiðslu eða flutningsnets þá virðist helsta áskorunin á báðum vígvöllum vera sú sama, þungt og flókið regluverk. Við almennir raforkunotendur fljótum sofandi að feigðarósi á meðan orkufyrirtæki eins og Landsnet og Landsvirkjun berjast um í vef rauða límbandsins. Við getum ekki haldið áfram að vona að þetta reddist einhvernvegin. Það er kominn tími til að vinda ofan af þessu og ráðast í einföldun og endurbætur á regluverkinu. Það þarf að gerast strax! Breytum þessu! Höfundur er verkefnastjóri skipulagsmála í Ölfusi, lögmaður og situr í 5. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Orkumál Viðreisn Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf verið stoltur af því að á Íslandi sé öll orkuöflun framleidd með 100% endurnýjanlegum orkugjöfum. Það eru fá dæmi um lönd í heiminum sem geta sagt slíkt hið sama en í Evrópu þurfa lang flest lönd að stóla á kolefniseldsneyti eða kjarnorku til að framleiða rafmagn. En núna er komið babb í bátinn hjá okkur. Það er ekki til nóg rafmagn handa öllum og stórnotendur eru farnir að brenna dísilolíu til að bæta upp fyrir rafmagn sem þeir fengu ekki afhent. Svo mikla dísilolíu reyndar, að allur olíusparnaðurinn sem hafði náðst í gegnum rafbílavæðingu núllaðist út. Og ástandið er ekki að horfa til betri vegar, það er að versna og það mun halda áfram að versna. Eftirspurn eftir raforku er að vaxa hraðar en framleiðsla. Það er alls ekki ólíklegt að á næstu árum þurfi að skerða raforku til almennra notenda líka. Við erum að stefna þangað ef ekkert er að gert. Þetta er augljóslega ekki óskastaða. Hvar sem fólk er á pólitíska rófinu, vinstri, hægri, umhverfissinnar eða stóriðjuelskendur þá hljótum við öll að vera sammála um að svona viljum við ekki hafa þetta. Skiptar skoðanir eru um hvernig mætti bæta úr þessu, þ.e. hvort við þurfum að auka raforkuframleiðslu eða styrkja flutningsnet raforkunnar en staðreyndin er sú að við þurfum að gera bæði. Ástæða þess að við erum komin svo langt aftur úr í framleiðslu raforku er margþætt. En ein helsta skýringin liggur í að regluverk í kringum byggingu orkuvera er orðið gríðarlega flókið og þungt í vöfum. Ekki aðeins tekur mörg ár fyrir hvert mál að sigla í gegnum kerfið heldur er ferlið í heild sinni einnig gríðarlega vinnufrekt og kostnaðarsamt. Það eru skattgreiðendur sem bera að mestu leyti þann kostnað. Ef við snúum okkur að flutningsneti raforku. Hvað stendur í vegi fyrir því að við getum bætt flutningsnetið og aukið þannig skilvirkni í raforkukerfinu? Í skýrslu Landsnets frá 8. Apríl 2022 segir: „Ástæður þess að flutningsgeta á rafmagni milli landshluta (sniða) er takmörkuð eru af ýmsum toga. Landsnet hefur til dæmis bent á talsverða andstöðu vegna fyrirhugaðra framkvæmda, sífellt flóknara regluverk og hægagang í leyfisveitingum. Í dag er staðan sú að orka er læst inn á svæðum með takmarkaða eftirspurn.“ Hvort sem litið er til raforkuframleiðslu eða flutningsnets þá virðist helsta áskorunin á báðum vígvöllum vera sú sama, þungt og flókið regluverk. Við almennir raforkunotendur fljótum sofandi að feigðarósi á meðan orkufyrirtæki eins og Landsnet og Landsvirkjun berjast um í vef rauða límbandsins. Við getum ekki haldið áfram að vona að þetta reddist einhvernvegin. Það er kominn tími til að vinda ofan af þessu og ráðast í einföldun og endurbætur á regluverkinu. Það þarf að gerast strax! Breytum þessu! Höfundur er verkefnastjóri skipulagsmála í Ölfusi, lögmaður og situr í 5. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun