Ég vil ekki að þeim líði illa Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 06:46 ,,Ég heyri stundum í vinum mínum heima og ég tala bara við þá um hvað er að gerast hjá þeim. Ég vil ekki segja þeim frá lífinu mínu hérna á Íslandi, ég vil ekki að þeim liði illa. Hvernig á ég að segja þeim að ég megi fara í skóla og á fótboltaæfingu? Við höfðum ekki farið í skóla í fjögur ár”. Samkenndin og mannúðin í orðum þessa barns sem kíkti í heimsókn á skrifstofu Barnaheilla fyrr í mánuðinum er ofar skilningi flestra íslenskra barna og stórs hóps fullorðinna. Hann veit að hann er heppinn að hafa komist frá stríði en samviskubitið yfir að hafa sloppið og lifað af nagar hann. Það er gerð krafa á hann úr öllum áttum að vera þakklátur fyrir það, en hann þráir þó heitast að fara heim aftur. Börnin eru stundum reið og sár að hafa verið bolað í burtu, sakna fjölskyldu sinnar og vina. Á Íslandi er líka dimmt og kalt, tungumálið erfitt og samfélagið misstuðningsríkt. Framtíðarhorfur barna og hvernig þeim vegnar í samfélaginu okkar er á okkar ábyrgð. Við þurfum að sýna þeim skilning og stuðning. Með góðri móttöku flóttabarna og fjölskyldna þeirra höfum við tækifæri til að dýpka og auðga fjölbreytt samfélag en við erum að missa það úr höndunum á okkur. Inngilding þeirra í samfélagið þarf fjármagn, þekkingu og forgangsröðun. Á meðan við erum að rífast um hver hafi það verst, líða æskuár þessa barna. Aldrei hafa jafn mörg börn verið á flótta í heiminum vegna til dæmis stríða, jarðhræringa, fátæktar, loftslagsbreytinga og pólitískra ofsókna. Mjög lítill fjöldi þeirra endar á Íslandi og er einungis lítið brot af þeim sem flytja til landsins. Við getum gert mikið betur. Í dag eru 35 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Í dag er Barnasáttmálinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims en einungis eitt ríki innan Sameinuðu þjóðanna hefur ekki samþykkt hann og það eru Bandaríkin. Í ár ákváðum við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, að einblína á 22. grein Barnasáttmálans. Greinin segir að börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eigi rétt á vernd og stuðningi til að nýta sér sjálfsögð mannréttindi í nýju landi samkvæmt Barnasáttmálanum. Við berum öll ábyrgð á því að vernda börn, bæta lífskjör þeirra og framtíðarhorfur. Í tengslum við daginn höfum við hjá Barnaheillum útbúið stutt myndband þar sem meðal annars er rætt við drenginn sem ég vitna í hér ofar sem og önnur börn sem öll eiga það sameiginlegt að hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ég hvet ykkur öll til að horfa á myndbandið og hlusta á börn og ungmenni sem hafa þurft að flýja heimili sín, innanlands sem utan, segja frá sínum veruleika á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson skrifar Skoðun Sumarblús Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Siðferði stjórnmálanna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun A Genuinely Inclusive University Giti Chandra skrifar Skoðun Skammarleg vinnubrögð RÚV í máli Ásthildar Lóu Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsblekkingin um íslenskt herleysi Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Umhverfismál og efnahagsmál – sterk jákvæð tengsl Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar Skoðun Sokkar og Downs heilkenni Guðmundur Ármann Pétursson skrifar Skoðun Heilsugæslan í vanda Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðeins um undirskriftir G. Jökull Gíslason skrifar Skoðun Til röggsamra kvenna í ríkisstjórn Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar Skoðun Þegar illfyglin fá að grassera - með góðum stuðningi fjölmiðla Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Vannýttur vegkafli í G-dúr Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun „Stoltir af því að fórna píslarvottum“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Óábyrg viðbrögð dómsmálaráðherra Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Misþyrming mannanafna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Svar óskast Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Er meðgöngumissir eins og að fá flensuna? Hólmfríður Anna Baldursdóttir skrifar Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
,,Ég heyri stundum í vinum mínum heima og ég tala bara við þá um hvað er að gerast hjá þeim. Ég vil ekki segja þeim frá lífinu mínu hérna á Íslandi, ég vil ekki að þeim liði illa. Hvernig á ég að segja þeim að ég megi fara í skóla og á fótboltaæfingu? Við höfðum ekki farið í skóla í fjögur ár”. Samkenndin og mannúðin í orðum þessa barns sem kíkti í heimsókn á skrifstofu Barnaheilla fyrr í mánuðinum er ofar skilningi flestra íslenskra barna og stórs hóps fullorðinna. Hann veit að hann er heppinn að hafa komist frá stríði en samviskubitið yfir að hafa sloppið og lifað af nagar hann. Það er gerð krafa á hann úr öllum áttum að vera þakklátur fyrir það, en hann þráir þó heitast að fara heim aftur. Börnin eru stundum reið og sár að hafa verið bolað í burtu, sakna fjölskyldu sinnar og vina. Á Íslandi er líka dimmt og kalt, tungumálið erfitt og samfélagið misstuðningsríkt. Framtíðarhorfur barna og hvernig þeim vegnar í samfélaginu okkar er á okkar ábyrgð. Við þurfum að sýna þeim skilning og stuðning. Með góðri móttöku flóttabarna og fjölskyldna þeirra höfum við tækifæri til að dýpka og auðga fjölbreytt samfélag en við erum að missa það úr höndunum á okkur. Inngilding þeirra í samfélagið þarf fjármagn, þekkingu og forgangsröðun. Á meðan við erum að rífast um hver hafi það verst, líða æskuár þessa barna. Aldrei hafa jafn mörg börn verið á flótta í heiminum vegna til dæmis stríða, jarðhræringa, fátæktar, loftslagsbreytinga og pólitískra ofsókna. Mjög lítill fjöldi þeirra endar á Íslandi og er einungis lítið brot af þeim sem flytja til landsins. Við getum gert mikið betur. Í dag eru 35 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Í dag er Barnasáttmálinn útbreiddasti mannréttindasáttmáli heims en einungis eitt ríki innan Sameinuðu þjóðanna hefur ekki samþykkt hann og það eru Bandaríkin. Í ár ákváðum við, hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, að einblína á 22. grein Barnasáttmálans. Greinin segir að börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eigi rétt á vernd og stuðningi til að nýta sér sjálfsögð mannréttindi í nýju landi samkvæmt Barnasáttmálanum. Við berum öll ábyrgð á því að vernda börn, bæta lífskjör þeirra og framtíðarhorfur. Í tengslum við daginn höfum við hjá Barnaheillum útbúið stutt myndband þar sem meðal annars er rætt við drenginn sem ég vitna í hér ofar sem og önnur börn sem öll eiga það sameiginlegt að hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ég hvet ykkur öll til að horfa á myndbandið og hlusta á börn og ungmenni sem hafa þurft að flýja heimili sín, innanlands sem utan, segja frá sínum veruleika á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla.
Skoðun Hvers vegna ættu karlar að leita stuðnings hjá Krabbameinsfélagsinu? Þorri Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Eiga mannréttindi og jafnrétti við um okkur líka? Sjónarhorn innflytjenda Grace Achieng skrifar
Skoðun Alþjóðaár jökla: Brýnt ákall um aðgerðir og fræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námsárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar